Fréttablaðið - 18.01.2007, Síða 6
6 18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR
KjörKassinn
FélAGsMál Skýrsla um fjármál
Byrgisins sem unnin var árið 2002
af Aðalsteini Sigfússyni, félags-
málastjóra í Kópavogi, og sýndi
ótvírætt að fjármál Byrgisins
höfðu verið í miklu ólagi um nokk-
urt skeið, barst aldrei til Ríkis-
endurskoðunar.
Þetta staðfesti Sigurður Þórðar-
son ríkisendurskoðandi í gær.
Hann vildi þó ekki að svo stöddu
tjá sig frekar um eftirlit stjórn-
valda með fjármálum og faglegu
starfi í Byrginu frá árunum 1999
til og með 2006.
Páll Pétursson, sem var félags-
málaráðherra er skýrslan var
unnin, staðfesti í Fréttablaðinu á
þriðjudag að skýrslan hefði komið
til umræðu í félagsmálaráðuneyt-
inu er hann var ráðherra en hún
var unnin að frumkvæði utanríkis-
ráðuneytisins.
Eins og greint hefur verið frá í
fjölmiðlum óskaði Magnús Stef-
ánsson félagsmálaráðherra eftir
því 16. nóvember á síðasta ári að
Ríkisendurskoðun tæki út fjármál
Byrgisins eftir að Guðmundur
Jónsson kom á fund Magnúsar og
óskaði eftir fjárframlögum.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar,
sem tekur aðeins til 2005 og 2006,
kemur fram að fjármálaóreiða
hafi einkennt starf í Byrginu og að
forstöðumaður Byrgisins lengst
af, Guðmundur Jónsson, hafi eytt
fjármunum Byrgisins í einka-
neyslu. Þá reyndist ekki vera hægt
að gera grein fyrir rúmum 45
milljónum króna, það er mismuni
tekna og gjalda á tímabilinu sem
Ríkisendurskoðun hafði til rann-
sóknar.
Fjárlaganefnd og félagsmála-
nefnd Alþingis funda í dag með
ríkisendurskoðanda vegna mál-
efna Byrgisins.
Birkir Jón Jónsson, formaður
fjárlaganefndar, sagðist reikna
með því að reynt yrði að ræða um
málefni Byrgisins frá öllum hlið-
um þar sem augljóst væri að eftir-
liti með fjármálum Byrgisins
hefði verið stórlega ábótavant.
„Ég tel að röð mistaka hafi átt sér
stað sem leiddu til þess að eftirlit
með fjármálum Byrgisins var
stórlega ábótavant. Við munum
fara vel yfir þessi mál en mér
finnst ekki viðeigandi að tjá mig
um þessi mál frekar fyrr en að
fundinum loknum. Þá verður búið
að fara yfir þessi málefni og skoða
þau heildstætt,“ sagði Birkir Jón.
Samhjálp og velferðarsvið
Reykjavíkurborgar vinna í sam-
einingu að því að taka við verkefn-
um Byrgisins. Vistmönnunum í
Byrginu, sem voru sex undir það
síðasta, hefur verið boðið pláss í
meðferðarheimilinu í Hlaðgerðar-
koti þar sem fer fram stíf meðferð
fyrir langt leidda vímuefnaneyt-
endur. Árið 2005 voru 25 vistmenn
í Byrginu að jafnaði og 28 árið
2006.
magnush@frettabladid.is
Skýrslan barst ekki
Ríkisendurskoðun
Félagsmálanefnd og fjárlaganefnd funda um málefni Byrgisins í dag ásamt
Ríkisendurskoðun. Skýrsla frá 2002, þar sem fjármálaóreiða í Byrginu var til
umræðu, barst aldrei ríkisendurskoðanda. Eftirliti var stórlega ábótavant.
sigurður Þórð-
arson Fékk ekki
að sjá skýrslu um
fjármál Byrgisins.
FréttaBlaðið/gva
BirKir jón jóns-
son Stýrir starfi fjár-
laganefndarinnar.
FréttaBlaðið/valli
guðmundur jónsson Samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu ríkisendurskoðun-
ar misnotaði guðmundur aðstöðu sína stórlega sem forstöðumaður Byrgisins. Hann
hefur auk þess verður kærður af tveimur konum fyrir kynferðislega misnotkun.
FréttaBlaðið/SteFán
Sæludagar
framundan
Veldu létt og mundu eftir ostinum!
Fluttir endurgjaldslaust
viðbótarframlag af geisladiski til
minningar um Svandísi Þulu, fimm
ára stúlku sem lést í bílslysi í byrjun
desember, er á leið til landsins. Jónar
transport flytja diskana til landsins
og tollafgreiða þá endurgjaldslaust.
allur ágóði er til stuðnings nóna Sæ,
átta ára bróður Svandísar Þulu, sem
slasaðist alvarlega.
Kvennalisti 100 ára
Borgarstjórn reykjavíkur hefur
samþykkt að skipa nefnd til að
gera tillögur um það hvernig þeirra
tímamóta verði minnst að 100 ár eru
liðin frá því að fyrstu konurnar voru
kjörnar af kvennalista í bæjarstjórn
reykjavíkur.
reyKjavíK
söFnun
Hefur þú tekið strætó á árinu?
já 20%
nei 80%
spurning dagsins í dag:
Átt þú DVD-spilara?
Segðu skoðun þína á visir.is
lÖGREGlUMál Grunur leikur á að
26 ára karlmaður hafi nauðgað
fimm ára stúlku á leikvelli í Voga-
hverfi síðdegis á mánudag. Að
sögn Friðriks Smára Björgvins-
sonar, yfirlögregluþjóns hjá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu,
var farið með stúlkuna á sjúkra-
hús eftir árásina þar sem henni
var veitt aðstoð og lífssýni var
tekið úr henni. Stúlkan var skelfd
eftir árásina en ekki voru sjáan-
legir líkamlegir áverkar á henni
að sögn Friðriks.
Einnig var tekið lífssýni úr
manninum. Síðdegis í gær var
ekki komin niðurstaða úr sýna-
tökunum.
Karlmaðurinn reyndi að lokka
þrjár aðrar stúlkur: 7, 11, og 12
ára, upp í bíl sinn en án árangurs.
Ekki er talið að hann hafi snert
þær. Maðurinn var yfirheyrður á
þriðjudag og er málið í rannsókn
hjá lögreglunni.
Guðbjörg Halldórsdóttir, skóla-
stjóri Vogaskóla, segir að eftir að
athæfi mannsins spurðist út hafi
stjórnvöld skólans sent tölvupóst
til foreldra þar sem brýnt var
fyrir þeim að vara börn sín við því
að fara upp í bíla hjá ókunnugum.
Að sögn Guðbjargar var starfs-
dagur í skólanum á mánudag og
því voru fleiri börn úti að leika sér
um daginn en venjulega. Tvær af
stúlkunum eru í Vogaskóla að sögn
Guðbjargar. Hún segir að starfs-
fólk skólans sé slegið yfir þessum
atburði og muni veita stúlkunum
sem urðu fyrir barðinu á mannin-
um aðstoð ef þess þurfi. - ifv
Karlmaður á þrítugsaldri áreitti fjórar barnungar stúlkur í Vogahverfi:
Grunur leikur á nauðgun
vogasKóli grunur leikur á að maður
hafi nauðgað fimm ára stúlku á leikveilli
vogaskóla.
sjávARúTvEGUR Samninganefndir
Íslendinga, Norðmanna og annarra
strandríkja sem nýta norsk-
íslenska síldarstofninn sátu enn á
rökstólum í gærkvöldi. Samnings-
drög lágu ekki fyrir en það að
samninganefndirnar höfðu setið
degi lengur við borðið en áætlað
var túlkað sem vísbending um að
samkomulag geti náðst.
Norskir fjölmiðlar telja að leng-
ing samningalotunnar bendi til
þess að norsk stjórnvöld hafi
ákveðið að gefa eftir. Haft er eftir
formanni norsku nefndarinnar að
náist ekki samningar nú sé ólíklegt
að samið verði um skiptingu
síldarkvótans í bráð. - shá
Norsk-íslenska síldin:
Samkomulag er
ekki útilokað
ákæRA Guðmundur Jónsson,
fyrrverandi forstöðumaður
Byrgisins, segist ætla að kæra
stúlku fyrir nauðgun, sem sjálf
hefur kært hann fyrir nauðgun.
Hann segir stúlkuna hafa byrlað
sér smjörsýru og komið vilja sínum
fram meðan hann kom engum
vörnum við.
Áður hafði Guðmundur staðfast-
lega neitað því í viðtölum að hafa
nokkurn tímann átt kynferðislegt
samneyti við stúlkuna. Hún var á
sínum tíma vistmaður í Byrginu.
„Ég fer á morgun til lögreglunn-
ar og mun kæra kynferðislega
misnotkun,“ sagði Guðmundur í
gærkvöldi. - sþs
Guðmundur í Byrginu:
Ætlar að kæra
nauðgun á móti
UTAnRíkIsMál Bandarísk flugvél sem talið er að sinnt
hafi fangaflutningum fyrir bandarísku leyniþjónust-
una CIA lenti í Keflavík á sunnudag eftir viðkomu í
Noregi. Tveir flugmenn hennar gistu á hóteli í
Reykjanesbæ áður en þeir héldu áfram för sinni á
mánudag. Vélin hefur komið til Keflavíkur einu sinni
áður en ekki er talið að fangar hafi verið um borð í
vélinni í þau skipti sem hún hefur haft viðdvöl
hérlendis.
Flugvélin, sem hefur skráningarnúmerið N196D,
kemur við sögu í skýrslum um fangaflug frá bæði
Evrópuþinginu og mannúðarsamtökunum Amnesty
International. Einnig hefur verið rætt um þessa
sömu flugvél á kanadíska og danska þinginu í
tengslum við slík flug.
Aðalheiður Sigursveinsdóttir, aðstoðarmaður
utanríkisráðherra, segir að leitað hafi verið upplýs-
inga um ferðir vélarinnar vegna þeirrar umræðu
sem hefur spunnist um hana, en ekkert hafi bent til
að um fangaflug hafi verið að ræða. Aflað var
upplýsinga um ferðir vélarinnar aftur til ársins 1992.
Aðalheiður segir að samkvæmt skýrslu Evrópuráðs-
ins hafi ekki verið sannað að vélin hafi flutt fanga á
milli landa. Íslensk yfirvöld veittu upplýsingar um
komur flugvéla hingað við þá rannsókn og þótti ekki
ástæða til framhaldsrannsóknar hér, eins og var gert
í nokkrum öðrum Evrópuríkjum. - shá
Meint bandarísk fangaflugvél sem lenti í Keflavík á sunnudag:
Flugmennirnir voru einir um borð
FangaFlugvélin n196d Flugvélin hefur tvisvar haft viðkomu
á Keflavíkurflugvelli.