Fréttablaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 8
8 18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR
LíknARDRáp Fyrrverandi eiginkona
kvikmyndaleikstjórans Ingmars
Bergman, Ellen Bergman, vill fá
aðstoð til að deyja með reisn. Hún
er 87 ára gömul og hefur verið
sjúklingur frá árinu 1999. Ellen
var lögð inn á sjúkrahús í Stokk-
hólmi síðastliðinn mánudag. Hún
hefur hvorki bragðað vott né þurrt
síðan um áramótin; markmið henn-
ar með því er að flýta dauða sínum.
Að sögn Ellenar hefur hún viljað
deyja frá því árið 2003.
Ellen, sem var gift Bergman
1945-1950, hefur skrifað heil-
brigðisráðherra Svíþjóðar, Maríu
Larsson, bréf og beðið hana um setja
lög sem kveða á um rétt fólks til að
fá aðstoð við að deyja. „Af hverju
eigum við að þurfa að þjást áður en
við deyjum? Dauðinn gæti þess í
stað verið fallegur endir,“ sagði
Ellen við sænska dagblaðið Express-
en. Hún vill innbyrða deyfilyf sem
draga hana til dauða í svefni.
María Larsson segist vera
hrærð út af baráttu Ellenar Berg-
man en að hún muni ekki undirbúa
lagasetningu sem kveði á um rétt-
mæti líknardrápa. Mikil umræða
hefur verið um málið í Svíþjóð, en
samkvæmt skoðanakönnun sem
gerð var meðal sænsks almenn-
ings árið 2005 eru 8 af hverjum 10
Svíum hlynntir líknardrápi.
Á Spáni hefur einnig verið rætt
um líknardráp í fjölmiðlum því
síðastliðinn föstudag batt 69 ára
gömul kona af frönskum uppruna,
Madeleine Z., enda á líf sitt sam-
kvæmt spænska blaðinu El País.
Hún þjáðist af banvænum lömunar-
sjúkdómi af völdum taugahrörn-
unar og var bundin við hjólastól.
Hún var hrædd við að verða alger-
lega lömuð og ósjálfbjarga. Tveir
meðlimir samtaka sem kallast
„Rétturinn til að deyja með reisn“
voru með henni þegar hún dó en
tóku ekki virkan þátt. Konan tyllti
sér á rúmið sitt og borðaði ís sem
hún hafði blandað deyfilyfjum út í:
„Ég get ekki sagt að þetta sé uppá-
halds eftirrétturinn minn,“ sagði
Madeleine á dánarbeðinu.
Eftir að hafa borðað ísinn sagði
hún við sjálfboðaliðana að hún
væri ánægð og glöð að þeir væru
hjá henni þegar hún dæi. Sjálf-
boðaliðarnir föðmuðu hana að sér.
Hún lagðist út af og vaknaði ekki
aftur.
Að sögn Arnar Bjarnasonar,
fyrrverandi yfirlæknis, hafa slík
tilfelli ekki komið upp á Íslandi og
því hefur ekki mikið verið rætt um
réttmæti líknardrápa hér á landi.
Hann segir að Holland sé eina land-
ið í Evrópu þar sem samþykkt hafi
verið lög sem leyfi líknardráp. „Í
löndum Evrópu hafa orðið til sam-
tök sem eru hlynnt líknardrápi þó
að þau séu bönnuð samkvæmt
lögum. Meðlimir þeirra hjálpa
fólki sem vill deyja við að taka of
stóra skammta af deyfilyfjum. Til
dæmis eru til samtök á Englandi
sem heita The Hemlock Society
sem berjast fyrir rétti manna til að
deyja með reisn, en þau taka ekki
virkan þátt þegar fólk bindur enda
á líf sitt,“ segir Örn.
ingifreyr@frettabladid.is
Fyrrum kona
Bergmans
vill deyja
Ellen Bergman vill fá aðstoð við að deyja frekar en
að þjást áfram. Íslenskur læknir segir að Holland sé
eina Evrópulandið þar sem lög leyfi líknardráp.
EllEn BErgman Fyrrverandi eiginkona Ingmars Bergman vill fá aðstoð til að deyja
með reisn. Hún hefur verið sjúklingur frá árinu 1999. mynd/scanpIx
Af hverju eigum við að
þurfa að þjást áður en
við deyjum? Dauðinn gæti þess í
stað verið fallegur endir.
EllEn BErgman
Enginn viðbættur sykur
Engin viðbætt vítamín
Engin rotvarnarefni
Engin litarefni
Engin bragðefni
Knorr Vie
100% náttúrulegt ávaxta- og grænmetisskot
200 g af því besta og hollasta úr ávöxtum og grænmeti*
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
9
8
9
7
*
Sk
v.
r
áð
le
gg
in
gu
m
L
ý
ð
h
ei
ls
u
st
ö
ð
va
r
Ferskt úr kæli
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
Fínn kjarakaupadaga-afsláttur
og mörg sértilboð í gildi nú í
vikunni. Láttu sjá þig og gerðu
góð kaup.
Umboðsmenn um land allt.
A
T
A
R
N
A
–
S
T
ÍN
A
M
.
/
F
ÍT
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
DÓMSMáL Nítján ára piltur sem
stakk öryggisvörð á Select Shell-
stöðinni í Suðurfelli í brjóstkass-
ann með hnífi og kýldi hann í
andlitið hefur verið dæmdur í
þriggja mánaða skilorðsbundið
fangelsi. Öryggisvörðurinn hafði
haft afskipti af piltinum og
félaga vegna óláta og vísaði
þeim út úr versluninni. Atvikið
átti sér stað hinn 10. september
síðastliðinn.
Við ákvörðun refsingarinnar
horfði Héraðsdómur Reykjavík-
ur til aldurs mannsins, til þess
að hann gaf sig sjálfviljugur
fram, greiddi öryggisverðinum
umsamdar bætur og þykir hafa
reynt að bæta ráð sitt. Pilturinn
þarf að greiða sakarkostnað í
málinu að upphæð rúmlega 300
þúsund krónur. - ifv
Veittist að öryggisverði:
Skilorð fyrir að
stinga öryggis-
vörð með hnífi
bíLAR Jón Örn Pálsson vélvirki
varð fyrir því óláni að bíl hans var
stolið þar sem hann stóð á bílasölu
JR bíla á Bíldshöfða í Reykjavík.
Bílnum var stolið um miðjan
desember, en Jón komst ekki að
því fyrr en hann ætlaði að gá að
bílnum fyrir jól. Enginn á bílasöl-
unni lét hann vita að bíll hans væri
horfinn.
Bíllinn er af tegundinni Mer-
cedes Benz og er metinn á tæpar
tvær milljónir. Hann var upphaf-
lega tuttugu manna rúta en Jón
Örn breytti honum sjálfur í húsbíl.
Lögreglan rannsakar nú stuldinn.
„Ég ætlaði að kíkja á bílinn rétt
fyrir jól en þá var hann ekki á
svæðinu,“ segir Jón Örn. „Þegar
ég talaði við starfsmennina á bíla-
sölunni sögðust þeir hafa haldið að
ég hefði tekið hann eitthvert
kvöldið.“
Páll Vikar, sölustjóri hjá JR
bílum, segir eigendur bíla á bíla-
sölunni sífellt vera að sækja þá í
tíma og ótíma. „Við erum með
lyklana að þessum bíl og héldum
því bara að eigandinn hefði komið
og sótt bílinn eins og gerist svo
oft,“ segir hann. „Þess vegna
létum við eigandann ekki vita.“
Benzinn hans Jóns er gull-
sanseraður og með stórum
geymslukassa aftan á bílnum. Þeir
sem gætu hafa séð hann eru beðnir
um að hafa samband við lögregl-
una á höfuðborgarsvæðinu. - sþs
Stórum húsbíl var stolið af bílasölu á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir jól:
Létu eiganda bílsins ekki vita
Bíllinn Jón Örn, sem er vélvirki, gerði
bílinn sjálfur upp og breytti honum úr
tuttugu manna rútu í fullbúinn húsbíl.
icelandair útnefnt
Icelandair hefur verið útnefnt til
Íslensku vefverðlaunanna í tveimur
flokkum; fyrir besta útlit og viðmót
og bestu fyrirtækis- eða stofnanavefi.
Icelandair keppir í þessum flokkum
við miði.is, Leirvogstungu ehf, Trygg-
ingamiðstöðina, Landsbanka Íslands,
Glitnir, 66° north og Íbúðalánasjóð.
ViðurkEnning