Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 12

Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 12
12 18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR SAMGönGUMál Nefnd um einka- framkvæmd í samgöngum telur brýnt að finna fjáröflunarleiðir til að sinna mikilvægum samgöngu- framkvæmdum. Með einkafram- kvæmd, sem byggist á veggjöld- um, megi auka tekjur til vegamála. Þetta kemur fram í skýrslu sem nefndin hefur skilað til samgöngu- ráðherra. Í niðurstöðum segir að einka- framkvæmd sé álitleg leið ef hún að núvirði sé ódýrari kostur en eigin framkvæmd, ef hagkvæm leið til gjaldtöku sé fyrir hendi og vegfarendur geti valið aðra leið þegar sértækri gjaldtöku sé beitt. Nefndin telur koma til greina að vinna einstök, arðsöm eða brýn verkefni í einkaframkvæmd þótt veggjald og bein framlög þriðja aðila standi ekki undir öllum kostnaði og vill samstarf um einkaframkvæmd ef áhugaaðili tryggir fjármagn í formi veggjalds eða beinna framlaga sem standi undir kostnaði að langmestu leyti. Í niðurstöðum nefndarinnar segir að auka þurfi gagnsæi ákvarðanatöku og breyta vinnu- lagi við röðun framkvæmda. Ýmsum brýnum verkefnum verði ekki sinnt nema til komi aukin fjárframlög. Auk einkafram- kvæmdar hefur verið bent á „nýja gjaldtöku af umferðinni sem mið- ist við stað og stund notkunar vegakerfisins,“ segir einnig. - ghs við Hvalfjarðargöng Nefnd samgönguráðherra telur að einkafram- kvæmd sé álitleg leið ef möguleikar til gjaldtöku séu fyrir hendi, svipað og gert er við Hvalfjarðargöngin. Nefnd um einkaframkvæmd í samgöngumálum um fjáröflun til vegamála: Einkaframkvæmd álitleg leið bAnDARíkIn, Ap Meira en fimmtíu manns hafa látist í níu ríkjum Bandaríkjanna í miklum vetrar- hörkum undanfarna daga sem hafa haft í för með sér ísingu, snjókomu, flóð og hvassviðri. Þúsundir manna hafa leitað í neyðarskýli eftir að rafmagn fór af víða vegna kuldans. Seinni- partinn í gær voru um 340 þús- und heimili og fyrirtæki ennþá án rafmagns. Í Kaliforníu hefur frost eyði- lagt þrjá fjórðu af sítrusupp- skerunni, að eins milljarðs dala virði. Ríkisstjórinn, Arnold Schwarzenegger, hefur í kjölfar- ið beðið alríkisstjórnvöld um neyðaraðstoð. Bandaríska veðurstofan spáði áframhaldandi frosti í dag en von væri á sólskini sem ynni á ísnum á fimmtudag eða föstudag. - sdg Ríkisstjórinn í Kaliforníu hefur beðið bandarísku alríkisstjórnina um neyðaraðstoð: Fimmtíu látnir í vetrarhörkum vetrarríki Rafmagnslínur þola illa þungann af ísingunni eins og sjá má af þessari rafmagnslínu í Oklahoma sem ber nánast við veginn. myNd/ap550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Við höldum með þér! ... ef þú kemur við á næstu Olís-stöð og lætur fylla bílinn af eldsneyti. Þannig færðu fría áfyllingu á rúðupissið í kaupbæti. Meðan við fyllum á geturðu svo fengið þér pylsu og kók á tilboði.Þorratilboð á þjóðarrétti Íslendinga pylsa og kók 199kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.