Fréttablaðið - 18.01.2007, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 18. janúar 2007 13
sTokkhólMUR, Ap Tryggingastofn-
un Svíþjóðar hyggst leggja niður
1.400 störf vegna niðurskurðar, sem
eru tæp níu prósent
starfsmanna. „Við
verðum að nota þau
fjárráð sem
skattgreiðendur
veita okkur á
árangursríkan og
skynsamlegan hátt,“
sagði Curt Malm-
borg, yfirmaður stofnunarinnar,
sem taldi niðurskurðinn geta valdið
vandamálum í byrjun en mundu til
lengri tíma litið leiða til meiri
skilvirkni. Helmingur fólksins er
niðurskurðurinn tekur til mun fá
uppsagnarbréf en hinum helmingn-
um verður boðið að segja upp eða
fara á eftirlaun, samkvæmt
tilkynningu sem stofnunin sendi frá
sér í gær. - sdg
Svíar spara í félagslega kerfinu:
Leggja niður
1.400 kerfisstörf
Carl
MalMborg
vígalegar valkyrjur Þessar tvítugu
konur miða á skotmark í sextíu metra
fjarlægð í Toshiya-bogfimikeppninni í
Kína. Alls tóku tvö þúsund keppendur
núna þátt í þessari árlegu keppni.
nordicphoTos/Afp
sTjóRnsýslA Mörður Árnason,
alþingismaður Samfylkingar, vill
að Geir Haarde forsætisráðherra
upplýsi hvaða ráðherra ríkis-
stjórnarinnar fékk afnot af
Ráðherrabústaðnum við Tjarnar-
götu að kvöldi föstudagsins 29.
september 2006. Þetta kvöld
kvaddi þingflokkur framsóknar-
manna Halldór Ásgrímsson,
fyrrverandi forsætisráðherra og
formann Framsóknarflokksins.
Að sögn framsóknarmanna var
sú veisla sem haldin var í ráðherra-
bústaðnum þetta kvöld greidd af
þeim sjálfum. „Telur forsætisráð-
herra eðlilegt að ráðherra útvegi
Ráðherrabústaðinn til boðs á vegum
aðila utan Stjórnarráðsins, til
dæmis þingflokks?“ spyr Mörður
enn fremur í fyrirspurn sinn. - gar
Fyrirspurn til forsætisráðherra:
Hver má nota
ráðherrabú-
staðinn?
FélAGsMál Ungt fólk er í miklum
meirihluta þeirra sem sækja
starfsendurhæfingu hjá geðsviði
Landspítalans. Þetta segir Elín
Ebba Ásmundsdóttir, forstöðu-
maður iðjuþjálfunar á geðdeild
Landspítala. Hún segir helming
skjólstæðinga sinna undir 25 ára
aldri og 80 prósent þeirra yngri en
35 ára.
Í nýrri rannsókn kom fram að
hvergi á Norðurlöndum er jafn
mikið af ungum öryrkjum og á
Íslandi. Einnig er bent á að öryrkj-
um vegna geðraskana hefur mikið
fjölgað og er talið að þeirri þróun
verði ekki snúið við nema til breyt-
inga komi á kerfinu.
Elín segir að nauðsynlegt sé að
skoða þessi mál ítarlega og bendir
á að henni þyki engan veginn rétt-
lætanlegt að starfsendurhæfing
sé hýst á Landspítalanum, sem
eigi fyrst og fremst að vera bráða-
sjúkrahús. Ekki sé gott fyrir ungt
fólk að fara inn á sjúkrahús í
starfsendurhæfingu.
Pétur Blöndal alþingismaður
segir þróunina uggvænlega, bæði
fyrir þjóðfélagið sem og það fólk
sem verður öryrkjar. Nefnd á
vegum forsætisráðuneytisins,
sem Pétur starfar innan, hyggst
skila tillögum að nýjum lausnum í
öryrkjamálum innan skamms.
„Markmiðið er að horfa á
örorku út frá öðrum sjónarhorn-
um, rækta getu öryrkja og sjá til
þess að þeir haldi tengslum við
vinnumarkaðinn. Einnig hefur
verið bent á að kerfið sé óskaplega
flókið og úr því þarf að bæta,“
segir Pétur. - kdk
Ungt fólk er í meirihluta þeirra sem sækja um endurhæfingu á geðdeild LSH:
Helmingur fólksins yngri en 25 ára
TæknI PlayStation 3 leikjatölvan,
sem Sony fyrirtækið setti á
markað í Bandaríkjunum og
Japan í nóvember, hefur selst í
meira en tveimur milljónum
eintaka.
Markmið Sony er að hafa selt
sex milljónir véla fyrir lok mars á
þessu ári. Fyrsta þess mánaðar
fer leikjatölvan í sölu í Evrópu og
verður hún þá fáanleg hér á
Íslandi.
PlayStation 2 er söluhæsta
leikjatölva allra tíma en
PlayStation 3 er sú útgáfanna
þriggja sem hraðast hefur náð
tveggja milljóna króna markinu.
- sdg
Kemur á markað hér 1. mars:
PlayStation 3
vélar rokseljast
nepAl, Ap Fyrrverandi skæruliðar maóista í Nepal
hófu í gær að afhenda vopn sín friðargæsluliðum á
vegum Sameinuðu þjóðanna, eftir að fulltrúar
byltingarsinna sóru eiða sem fulltrúar á bráða-
birgðaþjóðþing landsins. Með 83 sæti af 330 mynda
maóistar næststærsta þingflokkinn.
Með afvopnun skæruliðanna er tímamótafriðar-
samkomulag að komast til framkvæmda í Nepal
eftir áratugarlangan óróa og borgarastríð sem
kostað hefur um 13.000 manns lífið. Maóistar, sem
nutu stuðnings stórs hluta sveitafólks, héldu úti
uppreisn gegn konungsstjórninni í landinu en féllust
á að hætta vopnaðri baráttu eftir að Gyanendra
konungur hætti að reyna að stjórna landinu sem
einráður. Þá tókst samkomulag milli þeirra sjö
flokka sem fengu fulltrúa kjörna á þing í síðustu
kosningum og maóista um að koma saman nýju
bráðabirgðaþingi og bráðabirgðaríkisstjórn með
aðild allra flokkanna.
Fulltrúar allra flokkanna hafa enn fremur komið
sér saman um nýja stjórnarskrá, sem verður í gildi
til bráðabirgða uns næsta réttkjörna þing kemur
saman, sem hafa mun lýðræðislegt umboð til að
samþykkja varanlega stjórnarskrá og gera þar með
út um það hvort landið verði áfram konungsríki eða
ekki. - aa
Sóru eiða Maóistar sverja eið sem fulltrúar á nepalska þing-
inu í Katmandú í gær. Mynd/Ap
Tímamótafriðarsamkomulag að komast til framkvæmda í Nepal:
Afvopnun skæruliða er hafin
elín ebba
ÁSMundSdóttir
forstöðumaður
iðjuþjálfunar
á geðdeild
Landspítala segir
helming skjól-
stæðinga undir
25 ára aldri og
80 prósent þeirra
yngri en 35 ára.