Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.01.2007, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 18.01.2007, Qupperneq 16
16 18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR STjóRnMál Margrét Sverrisdóttir segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formann Frjálslynda flokksins, hafa leikið af sér með stuðnings- yfirlýsingu við Magnús Þór Haf- steinsson í varaformannsembætti flokksins í hádegisfréttum Stöðv- ar 2 í gær. Hún hafi nú enga sér- staka ástæðu til að fara ekki alla leið gegn Guðjóni í formannsfram- boð, en hún tilkynnti í fyrradag að hún sæktist eftir varaformann- sembætti Magnúsar. „Mér finnst það ansi harkalegt að Guðjón sé ekki bara hlutlaus í þessu og leyfi okkur að taka þennan slag á eigin forsendum. Ef það er búið að mynda svona kosninga- bandalag er það bara til að fella mig og ef ég á að hlaupa á þennan vegg, þá get ég alveg eins farið alla leið.“ Margrét segir þetta líkt kjafts- höggi, því hún hafi með framboði sínu verið að rétta fram sáttar- hönd til formannsins. „Þeir greini- lega vanmeta þá sem fylgja mér og nú hefur Guðjón gerst sekur um röð afleikja. Formaðurinn er að kasta stríðshanskanum og mér finnst hann stefna flokknum lóð- beint í klofning með þessari afdráttarlausu og óþörfu yfirlýs- ingu.“ Margrét hefur ekki tekið endanlega ákvörðun en talar um „snarbreytta stöðu“ sína. Guðjón Arnar segir lífssýn sína hafa ráðið úrslitum. Hann standi með sinni áhöfn. „Magnús hefur staðið sig vel sem varaformaður og fer vaxandi. Ef maður hefur góða áhöfn á maður auðvitað ekki að lýsa því yfir að maður sé í vafa með áhöfn sína og hefði Margrét verið í hans sporum síðustu fjögur árin hefði ég örugglega stutt hana. Hins vegar er öllum frjálst að bjóða sig fram og það er hlutverk landsþingsins að kjósa í allar stöð- ur. Margrét er búin að vinna fyrir okkur í flokknum í mörg ár og hefur gegnt fjölda af trúnaðar- stöðum. Ég er ekki að segja að hún standi sig illa. Ég er bara að segja fólki að ég hef góðan stýrimann og ég sé enga ástæðu til að vera að skipta honum út.“ Guðjón vill lítið gefa fyrir hugs- anlegan klofning og segir það vera „einkennilega framsetningu að tala um klofning þótt einhver fari í framboð og fái ekki það emb- ætti sem sóst var eftir“.  klemens@frettabladid.is Margrét íhug- ar framboð til formanns Margrét Sverrisdóttir segir Guðjón Arnar hafa kast- að stríðshanskanum með stuðningsyfirlýsingu sinni við Magnús Þór. Staða hennar sé nú snarbreytt. Margrét SverriSdóttir Útilokar ekki að hún fari „alla leið“ og bjóði sig fram gegn Guðjóni Arnari, formanni flokks- ins. Hann hafi fúlsað við útréttri sáttarhönd. FréttAblAðið/teitur Ef ég á að hlaupa á þennan vegg, þá get ég alveg eins farið alla leið. MargrétSverriSdóttir Katrín Edda Svansdóttir - sölumaður í þjónustuveri RVR V 62 22 B Skrifstofuvörur á janúartilboði Bréfabindi A4, 5cm og 8cm kjölur. 148kr. Mopak ljósritunarpappír, 5x500 blöð í ks. 1.240kr. ks. Á tilboði í janúar 2007 Bréfabindi, ljósritunar-pappír, merkipennar, töflutússar og veggklukka Merkipennar, 898kr. pk. bláir, svartir, rauðir og grænir, 12 stk í pk. Við minnum ríkisstofnanir og sveitarfélög á eftirtalda rammasamninga: RK 02.15: Ritföng og skrifstofuvörur. RK 02.01: Ljósritunarpappír. ÚTSAL A ÚTSAL A Ú ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A Ú A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSAL A ÚTSA ÚTSA ÚTS Ú TSALA ÚTSAL A ÚTSAL A A A PARNIR Íslensku 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI vIðURkennInG Guð- mundur J. Oddsson, sem starfar við útibú Logos lögmannsþjón- ustunnar í Lundúnum, hefur af breska fag- tímaritinu The Lawyer verið valinn einn af 40 athyglisverðustu erlendu lögfræðingun- um í Bretlandi. Segir The Lawyer að Guðmundur hafi einn síns liðs komið á fót úti- búi fyrir Logos í Lundún- um með það að markmiði að nýta tækifæri sem auknar fjárfestingar Íslendinga í Bretlandi hafi í för með sér. „Svo vel hefur gengið hjá Guðmundi að Logos hefur nú sent annan lög- fræðing til Lundúna og stefnir enn fremur að því að ráða reynda breska lögmenn til starfa,“ segir í The Lawyer. -gar Íslenskur lögfræðingur vekur eftirtekt í Lundúnum: Einn athyglisverðra erlendra lögmanna guðMundurJ.OddS- SOnForstöðumaður útibús lögmanns- þjónustunnar logos í london. peRSónUveRnD Tryggingafélög og leigubílastöðvar eiga ekki að fá aðgang að upplýsingum í saka- skrá. Þetta er niðurstaða Persónu- verndar, sem Ríkissaksóknari ósk- aði eftir umsögn frá eftir að embættinu bárust beiðnir frá tryggingafélagi og leigubílastöð sem vildu upplýsingar úr saka- skránni. Persónuvernd segir Vega- gerðina en ekki leigubílastöðvar gefa út atvinnuleyfi til leigubíl- stjóra og geta fylgst með að þeir hafi sakavottorð í lagi. Þá verði ekki séð að almannahagsmunir standi til þess að tryggingafélög geti fengið afhentar upplýsingar úr sakaskrá. -gar Tryggingafélögum og leigubílastöðvum synjað: Fá ekki aðgang að sakaskránni LeigubíLarleigubílastöð fær ekki aðgang að sakaskrá. FréttAblAðið/vilHelm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.