Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 17
FIMMTUDAGUR 18. janúar 2007
InDónesíA, AP Dauðsföll sem rakin
eru til fuglaflensusmits í heimin-
um, frá því það greindist fyrst í
mönnum árið 2003, eru nú komin
yfir 160 eftir að tvær konur og
unglingspiltur dóu úr veikinni á
sjúkrahúsi í Djakarta í Indónes-
íu. Kínversk yfirvöld hafa einnig
tilkynnt um fyrsta dauðsfallið af
völdum fuglaflensu síðan í júlí.
Og nú hafa japönsk yfirvöld stað-
fest að 4.000 kjúklingar á ali-
fuglabúi syðst í Japan hefðu
drepist úr hinu skæða H5N1-
afbrigði fuglaflensuveirunnar. Í
Japan er annars aðeins vitað um
eitt tilfelli þar sem maður smit-
aðist af veirunni, en enginn hefur
dáið úr slíku smiti þar í landi.
Í Indónesíu eru þetta fyrstu
dauðsföllin af völdum fuglaflensu
frá því í haust. Að minnsta kosti
60 manns hafa dáið úr veikinni í
landinu frá því hið skæða H5N1-
afbrigði veirunnar smitaðist
fyrst úr alifuglum í menn á árinu
2003. Þetta er meira en þriðjung-
ur allra dauðsfalla af völdum
veikinnar í heiminum, svo vitað
sé.
Enn sem komið er berst fugla-
flensusmit ekki í menn nema þeir
séu í mjög náinni snertingu við
sýkta fugla og mannfallið af völd-
um veikinnar er aðeins brotabrot
af þeim hundruðum þúsunda sem
deyja á hverju ári í þróunarlönd-
unum úr ýmsum smitsjúkdómum
sem auðveldlega væri hægt að
lækna.
Sérfræðingar í faraldursfræð-
um óttast hins vegar að fugla-
flensuveiran kunni að stökk-
breytast þannig að hún smitist
auðveldlega frá manni til manns,
en gerist það gæti hún valdið
heimsfaraldri sem kostað gæti
milljónir manna lífið líkt og
spænska veikin svonefnda árið
1918. - aa
Fuglaflensa orðin árviss vágestur:
Ný dauðsföll í Asíu
© GRAPHIC NEWS
EDS -- DATA CORRECT AS AT 10:30GMT, J NUARY 10, 2007
CurrentAffairs
MED,OVR :Medical
BIRD FLU: Third wave claims victim in Indonesia
Duncan Mil, Phil Bainbridge, Jordi Bou, Mario Lendvai, Mike Tyler, Julie Mullins (research)
GRAPHIC NEWS
Adobe Illustrator version 8.01
2 columns by 129mm deep
10/1/2007
WHO
20518
CATEGORY:
IPTC CODE:
SUBJECT:
ARTISTS:
ORIGIN:
TYPE:
SIZE:
DATE:
SOURCES:
GRAPHIC #:
STANDARD MEASURES (SAU)
Picas
12p5
25p7
38p9
52p
65p1
78.p3
millimetres
52.3
107.7
163.2
219.0
274.4
329.7
© Copyright 2007 Graphic News. Reprint by permission only.
The credit “GRAPHIC NEWS” must appear with all uses of this graphic image.
8 Ely Place, London EC1N 6RY, United Kingdom.
Tel: +44 (0)20 7404 4270. Fax: +44 (0)20 7404 4290
Width
1 col
2 col
3 col
4 col
5 col
6 col
Þriðja bylgja fuglaflensu lætur á sér kræla
Fyrsta bylgja: Hröð út-
breiðsla í alifuglum í Asíu.
Skætt afbrigði veirunnar
smitar menn. Af 117 sem
vitað er að smitast deyja 64.
Önnur bylgja: Smit berst með
farfuglum til Quinghai-vatns í
Kína í maí 2005 og síðan til Evr-
ópu, Afríku og Miðausturlanda.
Yfir 90 manns deyja.
Þriðja bylgja: Nýtt
„Fujian“-afbrigði veir-
unnar greinist í Kína,
Laos, Malasíu og
Víetnam.
Heimild: WHO
Qinghai
Víetnam
Kína
Tyrkland
Írak
Heildarfjöldi sýktra: 266
Sýkt svæði
jan. - júl. júl. - des.
Taíland
Kambódía
Indónesía
Aserbaídsjan
Egyptaland
Djíbúti
1 maður
sýktur
Sýktir fuglar fundnir
á árinu 2006
2003 2 0 0 4 2 0 0 5 2 0 0 6
Heildarmannfall: 160
17
4
5
10 2
14
42
6
60
ÞýskAlAnD, AP Íhaldsmenn í
Bæjaralandi slógu því á frest
í gær að gera út um það
hvort flokksleiðtoganum og
forsætisráðherranum
Edmund Stoiber yrði gert að
draga sig í hlé.
Þrýst er á Stoiber að
hætta við að bjóða sig fram
til endurkjörs eitt kjörtíma-
bilið enn, þegar kosið verður
til héraðsþings Bæjaralands
á næsta ári, en hinn 65 ára
gamli Stoiber hefur farið
fyrir héraðsstjórninni óslitið
í fjórtán ár.
Stuðningur kjósenda við endurtekið framboð Stoibers fer þverrandi
í skoðanakönnunum. Ekkert augljóst arftakaefni er þó í sjónmáli. - aa
Íhaldsmenn í Bæjaralandi:
Þrýst á Stoiber að hætta
Edmund StoibEr Skundar á flokksfund CSU í
Wildbad Kreuth í gær. fréttablaðið/ap
VInnUMARkAðUR Atvinnu-
auglýsingar á pólsku
skila fleiri umsóknum
til auglýsandans en
hinar, segir Júlíus
Kristjánsson, starfs-
mannastjóri Hýsingar,
vöruhótels við Skútu-
vog.
Síðustu helgi auglýsti
Júlíus eftir starfsmönn-
um í Fréttablaðinu, bæði
á íslensku og á pólsku.
Umsóknir voru þrjátíu talsins og
25 þeirra voru frá Pól-
verjum.
Í auglýsingunni var
tekið fram að greitt væri
yfir taxta Verzlunar-
mannafélags Reykjavík-
ur. „Við höfum frétt af
því að oft sé farið illa með
þetta fólk,“ segir Júlíus.
„En okkar kerfi er þannig
að við veljum ekki eftir
þjóðerni, kyni eða aldri.
Við veljum og borgum
eftir hæfni fólksins.“ - kóþ
25 svöruðu auglýsingu sem var á pólsku:
Pólskan virkar vel
JúlíuS
KriStJánSSon