Fréttablaðið - 18.01.2007, Side 24

Fréttablaðið - 18.01.2007, Side 24
 18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR24 hagur heimilanna Matur & NæriNg Ása guðrún KristjÁnsdóttir, næringarfræðingur Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja í það ef Fréttablaðið kemur einhverntímann ekki. 550 5600 Ekkert blað? - mest lesið Staðhæfinguna um að grænmeti sé hollt og gott þekkja allir. Hollustan er þó misjafnlega mikil. Í garðyrkjustöðinni Melum á Flúðum hefur bóndinn Guð- jón Birgisson hafist handa við ræktun tómata sem eiga að vera hollari en flestir þeir tómatar sem almenn- ingur þekkir, og þykja þeir þó einna hollastir af því grænmeti sem völ er á. „Þetta eru kallaðir lýkópen-tómat- ar,“ segir Guðjón Birgisson garð- yrkjubóndi þegar hann er spurður um vöruna. Hann útskýrir því næst að nafnið dragi tómaturinn af efninu lýkópeni en það er í flokki karótína sem þykja öflugt andoxunarefni. Áhugi á þessu efni hefur aukist mjög á síðustu árum vegna þess hve rannsóknir hafa eindregið bent til þess að neysla grænmetis hafi áhrif gegn krabba- meini og hjartasjúkdómum. Efnið lýkópen kemur þar mjög við sögu þó enn hafi ekki fengist afdráttar- lausar sannanir á virkni þess. Lýkópen gefur tómatinum rauða litinn og segir Guðjón því afar mikilvægt að tómötunum sé gefinn tími til að þroskast og roðna á tómatplöntunni. Í nýja afbrigð- inu sem hann hefur til ræktunar er lýkópenið nær þrefalt meira en í öðrum tómötum. Þar með eru kostir þessara tómata ekki upp- taldir því Guðjón segir þá einnig mun bragðmeiri en flesta aðra tómata sem boðið er upp á auk þess sem þeir eru ræktaðir með vistvænum aðferðum. „Við erum tveir í Evrópu sem ræktum þessa tegund, ég er einn á Íslandi en hinn er í Hollandi,“ segir Guðjón. Til gamans má geta þess að í gagnasafni doktor.is kemur fram að við rannsóknir á lýkópeni hafi verið sýnt fram á að í flestum tilfellum var meira af þessu efni í íslenskum tómötum heldur en innfluttum. „Þetta er búið að vera í þrjár vikur í verslunum og allt búið í bili. Ég held að helsti markhópur- inn fyrir þessa vöru séu þeir sem hugsa um heilsuna en ég held að matgæðingar sem vilja hafa mikið bragð af grænmetinu sem þeir nota taki þessari tegund einnig fagnandi,“ segir garðyrkjubónd- inn Guðjón, sem er nú í óða önn að huga að þessari nýjung í íslenskri matargerð. karen@frettabladid.is Tómatar gegn hjartasjúk- dómum og krabbameini grænmetis- og ávaxtaneysla er lítil hérlendis og mun minni en það sem ráðlagt er, að grænmeti og ávextir séu borðaðir fimm sinnum á dag. rannsakað hefur verið hvaða þættir hafa áhrif á ávaxta- og grænmetisneyslu barna á Íslandi og niðurstöðurnar sýna að aðgengi barna að grænmeti og ávöxtum hefur mest áhrif. Því er mikilvægt að ávextir og grænmeti séu til heima og notaðir í skóla, leikskóla og dagvist. Margir skólar hafa grænmetis- og ávaxtastund og það er góð leið til að venja börn á að borða grænmeti og ávexti oftar. Það er einnig mikilvægt að barni finnist það eiga auðvelt með að borða ávexti og grænmeti ef það vill það á annað borð. fullorðnir þurfa því bæði að hafa ávexti og grænmeti á boðstólum og einnig að kenna börnum og aðstoða þau við að njóta þeirra. Það er erfitt fyrir litlar hendur að taka utan af appelsínu og banana getur verið erfitt að opna og því þurfa þau oft hjálp. fyrir yngri börn er gott að skera ávexti, til dæmis epli eða perur í litla bita sem þau geta tínt upp í sig sjálf. smám saman er svo hægt að kenna þeim að bjarga sér meira sjálf. Það er ekki sjálfsagt mál fyrir unga neytendur að leita í hollustuna og við fullorðnir þurf- um að hjálpa þeim. Ávextir eru almennt aðgengilegri fyrir börn en grænmeti. grænmeti er yfirleitt borðað sem hluti af máltíð og er því enn meira í höndum foreldra en barnanna og þar skiptir færni í matreiðslu líka máli. umhverfi og félagslegir þættir virðast líka hafa meiri áhrif á grænmetisneyslu en ávaxtaneyslu, meðal annars vegna þess að ávaxta- neysla er almennari. flest börn vilja frekar hrátt grænmeti en soðið og auk þess vilja þau frekar grænmetið eitt og sér en blandað í salat eða mat. Það er misjafnt hvaða ávextir og grænmeti börnum finnst gott en eftir því sem bragðlaukarnir þroskast geta þau borðað fleiri tegundir. Það þarf að fá þau til að smakka grænmetið nokkrum sinnum til að þau venjist því, lítið í einu er nóg. Ávaxta- og græn- metisneysla foreldra hefur mikil áhrif á börn og vinir hafa líka áhrif, sérstaklega á stelpur. Vinir hafa auðvitað meiri áhrif eftir því sem börnin eldast en til dæmis meðal ellefu ára barna hafa foreldrar langmest áhrif, því börn læra það sem fyrir þeim er haft. www.mni.is grænmetis- og ávaxtaneysla barna guðjóN birgissoN garðyrkjubóNdi segir lýkópen-tómatana höfða til þeirra sem huga að heilsunni sem og matgæðinga. fréttablaðið/guðjón birgisson > Meðalverð á kílói af rúsínum Útgjöldin fyrir þá sem versla erlendis, hvort sem er í gegnum netverslun eða þegar ferð- ast er, getur Evrópska neytendaaðstoðin komið að góðum notum, til dæmis ef varan reynist gölluð. Eins og fram kemur á heimasíðu neytendasamtakanna ns.is sjá samtökin um rekstur skrifstofunnar á Íslandi. Ýmsar upplýsingar um neytendaaðstoðina, ráð til kaupenda og réttindi þeirra má finna á heimasíðu Evrópsku neytendaað- stoðarinnar á Íslandi ena.is. n Þjónusta Evrópsk neytendaaðstoð „Hver einasti sígarettupakki sem ég hef keypt í gegnum árin hefur verið afar slæm kaup,“ segir sjónvarpsmaðurinn góðkunni Þórhall- ur gunnarsson og dæsir við tilhugsunina. Við lauslega útreikninga kemur í ljós að Þórhallur hefur eytt um það bil sjö og hálfri milljón í sígarettupakka í gegnum tíðina. „ég hef reykt um það bil einn og hálfan pakka á dag frá því ég var ungling- ur. Það er víst ekki allt of sniðugt,“ bætir hann við. Þórhallur viðurkennir að honum hafi þótt margar af þeim stundum sem hann átti með sígarettu í hönd ánægju- legar en hann hafi nú hamingjusamlega snúið baki við þess- um forna fjandvini sínum, sígarettunni. um bestu kaup ævinnar hefur hann lítið að segja. „ég held að ég hafi aldrei á ævinni gert góð kaup. Verðgildi þess sem ég kaupi hrynur alltaf strax. ætli ég verði nú samt ekki að nefna nikótínnefúðann sem ég nota núna. Hann er dýr en mikið óskaplega hefði ég nú getað gert margt skemmtilegt við þessar milljónir sem ég hef eytt í síg- arettur í gegnum tíðina,“ segir Þórhallur og stynur þungan af eftirsjá yfir verstu kaupum ævi sinnar. NEytaNdiNN: ÞórHallur gunnarsson Hefur eytt milljónum í sígarettur Það er mikil plága þegar reykinga- lykt er í fötum, til dæmis eftir kaffi- húsaferð. sérstak- lega fyrir þau okkar sem ekki reykja og eru viðkvæm fyrir reyk. Þá er þjóðráð að leggja flíkurnar á heitan og góðan stað, til dæmis á ofninn. Þá læðist lyktin úr, þannig að óþarfi er að fara með flíkina í hreinsun. Margt fólk reynir nefnilega að viðra fötin sín en reynslan hefur kennt mér að svona lykt fer alls ekki úr í kulda. Þetta hefur gjörbreytt lífi mínu og nú fer ég mun sjaldnar í hreinsun með fötin! GoTT HúsRáð ÚtrEykt föt á ofNiNN n Ása Björk Ólafsdóttir Fríkirkjuprest- ur kann ráð við reykingalykt í fötum. 229 267 315 301 HEiMild: Hagstofa Íslands 1996 1999 2002 2005 brotalamir eru á merkingum á matvælum, einkum varðandi reglur um magnmerkingar á pakkningum og staðsetningu merkinga á vörunni en einnig um inni- haldslýsingar, upplýsingar um ábyrgðaraðila og fleiri atriði sem þarfnast lagfæringa. jónína stefánsdóttir, sérfræðingur hjá umhverfisstofnun, segir að þetta eigi sérstaklega við um það að telja innihaldsefni upp í réttri röð eftir magni og svo að merkja samsett innihaldsefni í vöru. „Það er ótrúlega mikið sem er að, þó að manni finnist eiga að vera einfalt að fara eftir þessum reglum,“ segir jónína stefánsdóttir, sérfræð- ingur hjá umhverfisstofnun. reglur um merkingar gilda fyrir öll matvæli og hafa allir framleiðendur skyldum að gegna við að gefa upplýsingar á aðgengilegan og skiljanlegan hátt. úrbætur vegna athugasemda eru í ferli og má vænta þess að merkingar verði lagfærðar.w n umhverfisstofnun brotalamir í merkingum fyrir þá sem eru að íhuga að kaupa sér harðan disk í tölvu, skjákort eða annað tölvutengt gæti það verið þess virði að kíkja á vefsíðuna vaktin.is. Þar má finna verðsamanburð á fjöldanum öllum á vörum hjá tólf íslenskum söluaðilum. Misjafnt er hvenær verð hefur síðast verið uppfært, en nýjasta uppfærslan er samdægurs og hjá sex af þessum tólf söluaðilum hefur verðið verið uppfært á þessu ári. n Þjónusta Verðvöktun á tölvuvörum innkaup, verslun, matur, matvara file name : dsC_6304.jPg file size : 1.2Mb (1269440 bytes) date taken : fšs, 10. jan 2003 0:17:09 image size : 2000 x 1312 pixels resolution : 300 x 300 dpi bit depth : 8 bits/channel Protection attribute : off Camera id : n/a Camera : niKon d1H Quality Mode : finE Metering Mode : Matrix Exposure Mode : Manual speed light : Yes focal length : 70.0 mm shutter speed : 1/13 seconds aperture : f9.0 Exposure Compensation : 0.0 EV White balance : auto lens : 70-200 mm f2.8 flash sync Mode : rear Curtain Exposure difference : +0.2 EV flexible Program : no sensitivity : iso640 sharpening : normal image type : Color Color Mode : Mode ii (adobe rgb) Hue adjustment : 3 saturation Control : n/a tone Compensation : normal latitude(gPs) : n/a longitude(gPs) : n/a altitude(gPs) : n/a

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.