Fréttablaðið - 18.01.2007, Side 31

Fréttablaðið - 18.01.2007, Side 31
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is fasteignir heimili heilsa hús börn nám ferðir matur bílar tíska atvinna brúðkaup tilboð o.fl. Helen hefur breiðan fatasmekk en dregur línuna við skófatnað kúasmala. Helen Svava Helgadóttir hefur lengi haft áhuga á tísku. Hún hefur gaman af því að kaupa sér vandaðan fatnað en verslar yfirleitt bara í einni búð í Reykjavík - Kron Kron. „Mér finnst vanalega bara fínustu fötin þar og er alltaf ánægðust eftir að hafa verslað í Kron Kron,“ segir hún. Kjólinn sem Helen klæðist á myndinni er keyptur í Kron Kron og skórnir líka en þeir eru hannaðir af Vivienne West- wood, sem er einn af uppáhaldshönnuðum hennar. Helen Svava fylgist almennt vel með því sem er að ger- ast í tískuheiminum, bæði í umhverfi sínu og fjölmiðlum. „Ég fletti blöðum, tek eftir þessu í sjónvarpi og úti á götu,“ segir hún og hvað varðar flottar konur sem hún tekur sér- staklega eftir nefnir Helen fyrirsætuna Kate Moss og leik- konuna Chloë Sevigny. „Þær eru báðar mjög flottar og til fyrirmyndar og Hugrún sem á Kron Kron er alltaf tipp- topp.“ Fatasmekkur Helenar er breiður, en hún dregur þó lín- una við kúrekastígvél og segir að hún myndi aldrei ganga í slíkum skófatnaði. „Og þó... ég þarf að passa mig á því hvaða yfirlýsingar ég kem með vegna þess að oftast þegar ég hef sagt eitthvað svona þá fer ég flíkina næsta dag,“ segir hún og hlær. Maðurinn skapar fötin og fötin skapa manninn. Helen segist yfirleitt klæða sig eftir líðan og kýs fremur að vera „þunglynd“ í fínum kjól heldur en stórri hettupeysu. „Ef mig langar að komast í einhverja ákveðna líðan þá get ég klætt mig eftir því og ég held að það sé miklu skemmtilegra að vera fallega klædd í þunglyndiskasti heldur en að vera púkaleg. Það virkar í það minnsta betur svona út á við.“ mhg@frettabladid.is Aldrei í kú- rekastígvél „Ég held að það sé miklu skemmtilegra að vera fallega klædd í þunglyndiskasti heldur en að vera púkaleg.“ FRÉTTABLAðið/RósA vefverslunin Army.is býður upp á herfatnað og fylgihluti. Útivistarfólk og skotveiðimenn ættu líka að finna þar eitthvað við sitt hæfi. skráning er hafin í Íslandsmót einstaklinga með forgjöf, en það fer fram í Keiluhöllinni dagana 3. til 6. febrúar næst- komandi. Olíuburður verður sá sami og hefur verið í deildinni. sjá www.kli.is útsala stendur yfir í verslun iKEA að Kauptúni 4 í Garðabæ en útsölulok eru 21. janúar næstkomandi. Á vefsíðunni www.ikea.is er hægt að skoða brot af því sem er í boði. alþjóðlegur jógadagur er 21. janúar. Jóga verður stundað milli klukkan 11 og 13 á mis- munandi tímasvæðum heims svo það verður samfellt jóga í 24 klukkustundir umhverfis jörðina. Laugar bjóða fólki til þátttöku án greiðslu. allt hitt [tíska heilsa heimili] góðan dag! í dag er fimmtudagur- inn 18. janúar, 18. dagur ársins 2007. sólarupprás hádegi sólarlag reykjavík 10.48 13.38 16.29 akureyri 10.52 13.23 15.54 Heitt vatn á innan við mínútu Hraðsuðukatlar eru margs konar að lit og hönnun en þjóna allir sama hlutverki. heimili Stjörnum prýddur gullinn Hnöttur Tískuspekúlantar sökkva nú tönnum sínum í fataval stjarn- anna á rauða dreglinum. tíska reyna legígræðslu GEFuR KOnum sEm EKKi GETA ÁTT BöRn nýJA vOn. Læknar í new York ætla sér að græða leg úr látinni konu í líffæraþega. Aðgerðin er ætluð konum sem ekki getað orðið óléttar vegna skemmda á legi. Áður en kona fer í aðgerðina er búið að taka egg úr henni og frysta. Þau eru frjóvguð og komið fyrir í nýja leginu eftir aðgerðina í von um óléttu. Aðgerðin er ekki hættulaus og hafa læknar bent á að verði leginu hafnað á miðri meðgöngu séu bæði móðir og barn í mikilli hættu. - tg 20%afslætti % afsláttur 15-30%afsláttur 20%afsláttur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.