Fréttablaðið - 18.01.2007, Síða 33

Fréttablaðið - 18.01.2007, Síða 33
FIMMTUDAGUR 18. janúar 2007 3 Austurlenskir sloppar eru í tísku. Svo virðist sem blómaskreyttir silkisloppar í austurlenskum stíl séu nýjasta æðið í Holly- wood. Þar sést nú hver stjarn- an á fætur ann- arri íklædd slíkri flík við hátíðleg tilefni, svo sem leik- konurnar Kath- erine Heigl og Heather Graham, sem er kannski ekki ýkja skrítið með hliðsjón af því hversu fallegir og þægilegir slopparnir eru. Auk þess sem má para þá við ólíkan fatnað, allt frá gallabuxum upp í pils, eftir því við hvaða tækifæri á að nota sloppana. Asískir sloppar inni Katherine Heigl með slopp utan yfir pils. Heather Graham í slopp við buxur. Úr háborg tískunnar bergþór bjarnason skrifar frá parís á skíðum skemmti ég mér trallala... Útsölurnar eru vel tímasettar fyrir þá sem ætla sér í vetrarfrí í Frakklandi, til dæmis á skíði. Á skíðasvæðum í Frakklandi hefur reyndar sama vandamálið verið á ferðinni og heima á Íslandi. Snjórinn hefur látið eftir sér bíða þennan veturinn og veðráttan verið einstaklega mild þó að loks- ins hafi nú snjóað á Fróni og það svo um munar. Þess vegna er nóg úrval af vetrarklæðnaði á útsöl- unum og hægt að fata sig upp fyrir skíðaferðir með allt að 80 prósenta afslætti. Það munar um minna þegar skíðavörur eru ann- ars vegar. Auðveldasta og ódýr- asta leiðin er að skreppa í sport- búðir eins og „Go sport“ eða „Decatlone“ sem eru eins konar íþróttastórmarkaðir og sinna nánast öllum íþróttagreinum. Fyrir þá sem vilja ekki neina almúgavöru er auðvitað hægt að leita til tískuhúsanna, sem þó einbeita sér misjafnlega mikið að almennilegum vetrarvörum er henta til vetrar- eða skíða- ferða. Til dæmis hefur Prada í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á fallegar vetrarúlpur og þá ýmist úr dúni eða ekki. Sum tískuhúsanna bjóða öðru hvoru upp á vetraríþróttavörur eins og skíði eða snjóbretti í tak- mörkuðu upplagi, sem að sjálf- sögðu selst vel því alltaf eru við- skiptavinir sem borga hvað sem er til að vera öðruvísi og skera sig frá meðaljónunum. Því er auðvitað ekki saman að líkja að renna sér á Chanel-skíðum eða spóka sig í „moonboots“ með brúnu tweed-mynstri sem smell- passar við brúnu Prada-úlpuna. Það vill þó oft vera þannig að lúxustískuvara er ekki endilega gerð til þess að verjast kulda og stunda íþróttir í frosti og snjó heldur meira til að sýna sig og sjá aðra. Stundum er því vissara að halda sig við verönd skíðahót- elsins og drekka heitt súkkulaði en að týnast í Ölpunum. Nema náttúrlega að fara um allt með GPS-tæki. Á flottari skíðastöðum eins og til dæmis í Chamonaix er svo auðvitað hægt að kaupa lúxus- klæðnað á staðnum því tískuhús- in eru mörg hver með útibú á þessum stöðum sem einungis eru opin meðan á skíðatímabilinu stendur. Tískuhúsin eru sömu- leiðis sérhæfðari á skíðastöðun- um og bjóða þar varning sem er jafnvel ófáanlegur í höfuðborg- inni. En það er líklega vissara að halda sig við viðurkennd vetrar- merki eins og Lafuma eða Northface, svo dæmi séu tekin, sem reyndar hefur borið meira á í París í vetur en áður þrátt fyrir að hitinn hafi nú ekki enn farið nema í nokkra dag í 1-2 gráður í mínus. Nánast hlýrabolaveður fyrir sanna víkinga. Svo væri auðvitað ráð að skella sér ein- faldlega á einn galla frá 66° Norður, sem hlýtur að standast eitt skíðaferðalag í Ölpunum komandi frá hinu ísakalda landi. XSTREAM DESIG N AN 07 01 002 Fjörður • Hafnarfirði • 565 7100 SJÁLFSSTYRKING FRAMKOMA OG LÍKAMSBURÐUR INNSÝN Í FYRIRSÆTUSTÖRF FÖRÐUN UMHIRÐA HÚÐAR OG HÁRS UNDIRBÚNINGUR FYRIR MYNDATÖKU MYNDATAKA (12 SV/HV MYNDIR) TÍSKUSÝNINGARGANGA FÍKNIEFNAFRÆÐSLA LEIKRÆN TJÁNING NÆRINGARRÁÐGJÖF Umsjónarkennarar: Kristín Ásta Kristinsdóttir Gestakennarar: Kolbrún Pálína Helgadóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir ofl. Allir þáttakendur fá Eskimo boli, viðurkenningaskjal og 10 sv/hv myndir. Námskeiðinu líkur með stórri tískusýningu. Verð 17.900 kr. Skráning er hafin í síma 533-4646 og á www.eskimo.is. FRAMKOMU& FYRIRSÆTUNÁMSKEIÐ SJÖ VIKNA NÁMSKEIÐ HEFJAST 23. OG 25. JANÚAR. Kuldaskór á alla fjölskylduna 30-50 % afsláttur Frábær verð frá 2.495 Sendum í póstkröfu Firði Hafnarfirði S: 555-4420
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.