Fréttablaðið - 18.01.2007, Síða 35

Fréttablaðið - 18.01.2007, Síða 35
FIMMTUDAGUR 18. janúar 2007 5 Zucchelli lagði sig einnig fram við að hafa fatnaðinn sem þægilegastan. Þessi fatnaður ber ákveðinn keim af klæðaburði margra poppstjarna níunda áratugarins. Margt á sýningunni var í hefðbundn- ari kantinum, eins og til dæmis þessi stílhreinu jakkaföt. Herraföt Italo Zucchelli frá Calvin Klein vekja eftirtekt. Fatalína hönnuð af hinum þekkta Italo Zucchelli fyrir Calvin Klein hefur vakið jákvæð viðbrögð gagnrýnenda, sem hafa sumir hverjir haft á orði að hún sameini alla bestu eiginleika tískuhönnuð- arins. Zucchelli, sem hefur um langt skeið þótt með framúrstefnulegri hönnuðum í karlatísku, er sagður hafa leitað aftur til níunda áratug- arins eftir hugmyndum og fært fram til samtímans, ef ekki fram- tíðarinnar, með vorlínu sinni. Zucchelli var ófeiminn við að para saman talsvert ólíkar flíkur, svo sem sumarlega jakka við glansandi stuttbuxur, hálfgagn- sæjar, ljósar peysur við þröngar, ljósbláar teygjubuxur eins og poppstjörnur klæddust gjarnan á níunda áratugnum, köflóttar ermaskyrtur við vel girtar buxur og svo mætti lengi telja. Efnasamsetning fatalínunnar vekur ekki síður athygli. Einn gagnrýnenda er til að mynda svo yfir sig hrifinn af samsetning- unni að hann sagði hana henta vel í fræðiritgerð um meðhöndlun efna. Þá þykir Zucchelli vera frem- ur djarfur í litavali. Hann blandar hefðbundnum litum á borð við brúnan, gráan, svartan og hvítan á smekklegan hátt saman við heldur framúrstefnulegri liti eins og fjólubláan, túrkísbláan og sjávargrænan, svo dæmi séu tekin. Að vísu hefur notkun Zucchell- is á þröngum teygjubuxum farið fyrir brjóstið á einhverjum, þær skilja heldur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið. Eins og fyrr segir þykir útkom- an þó á heildina séð vel heppnuð, jafnvel þótt lýsingin hér að ofan gæti gefið annað til kynna. Fata- lína Zucchellis er talin einkenn- ast af einfaldleika, fágun og þæg- indum svo fátt eitt sé nefnt. Er samstarf Zucchellis og Calvins Klein því talið hafa borið af sér ríkulegan ávöxt.  -rve Þessi svarti jakki og buxur með gulrótar- sniði henta vel fyrir skemmtanalífið. Framúrstefnu- legt og flott Þessar stuttbuxur koma sér vafalaust vel í sumar. Sumum fannst þröngu buxurnar skilja heldur lítið eftir handa ímyndunaraflinu. Óhætt er að segja að þessi sýningar- dama hafi skinið skært á sýningu Soniu Rykiel. Þessi athyglisverða flík er frá Hussein Chalayan. Nýjasta tískuæðið er að klæð- ast stórum steinum. Fyrst voru það gull og silfur, nú eru það stórir steinar. Tísku- hönnuðir eru í síauknum mæli farnir að skreyta fötin sín með kristöllum á stærð við loftsteina. Marc Jacobs reið á vaðið með steinaskreyttum satínhúfum, veskjum og sandölum með hæla- böndum og vilja spekúlantar meina að aðrir hafi fylgt í fót- spor hans. Til að mynda segir hönnuður- inn Andrew Gn skraut sitt vera undir áhrifum frá geimnum, ís og Japan samtímans. Þá þykja perluskreyttir kjólar Emilios Pucci helst minna á yfirborð tunglsins. Luella Bartley er sögð hafa farið pönkuðu leiðina með þessa stefnu, með því að nota spegla- brot til að skreyta „skriðdreka- kjólana“ sína. Burberry Prorsum, Huseein Chalayan og Sinha-Stanic þykja öllu hófsamari en Bartley, með gimsteina- og hnappaskreyttar flíkur í fínlegri kantinum. -rve Loftsteinaregn á sýningapöllunum Kjóll með steinaskreyttu hálsmáli frá Esteban Cortazar. Þetta áhugaverða höfuðfat kemur frá Marc Jacobs. - 60% afsláttur af öllum vörum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.