Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 42

Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 42
Strákarnir okkar 2 Íslenska handboltalandsliðið er eina landslið okkar Íslendinga sem hefur komist inn í úrslitakeppni stórmóts og þangað eru nú strákarnir okkar komnir í 24. sinn. Ísland hefur verið með á fimm Ólympíuleikum og fjórum Evrópu- mótum en HM í Þýskalandi sem hefst um helgina verður fimmtánda heimsmeistaramót Íslands frá því að við tókum fyrst þátt á HM í Austur- Þýskalandi árið 1958. Íslenska landsliðið er í 14. sæti á afrekalista HM-keppninnar þar sem gefin eru stig fyrir sæti sem þjóðirnar hafa náð í úrslitakeppni HM. Ísland náði sínum besta árangri á HM í Kumamoto í Japan 1997. Liðið var þá undir stjórn Þorbjarn- ar Jenssonar, tapaði aðeins einum leik og vann sjö af níu leikjum sínum. Tapleikurinn, sem var með einu marki (25-26) gegn Ungverj- um í 8 liða úrslitum, sá til þess að íslenska liðið spilaði um 5. sætið í stað þess að komast í undanúrslitin. Íslenska liðið vann bæði Spánverja og Egypta í leikjum um 5. til 8. sæti og bætti þar með sinn besta árang- ur en íslenska liðið hafði tvisvar náð 6. sætinu, fyrst á HM í Vestur- Þýskalandi 1961 og svo aftur í Sviss 1986. Síðan Ísland var með í fyrsta sinn á HM í Austur-Þýskalandi árið 1958 hafa aðeins farið fram þrjár heims- meistarakeppnir án þátttöku íslenska landsliðsins. Ísland missti af HM í Svíþjóð 1967, HM í Vestur-Þýska- land 1982 og svo HM í Egyptalandi 1999. Pólverjar og Danir skildu íslenska liðið eftir í undanriðli fyrir HM 1967 og Danir fóru síðan alla leið í úrslitaleikinn. Ísland tók þátt í B-keppninni í Frakklandi 1981 og var þremur sætum frá því að komast á HM í Vestur-Þýskalandi. Ungverjar skildu síðan Ísland eftir í undanriðl- inum fyrir HM í Egyptalandi 1999 en íslenska liðið tapaði 20-24 í úrslita- leik úti í Ungverjalandi í lokaleik liðanna í riðlinum. Ungverjar end- uðu síðan í 11. sæti á HM 1999. HM í Þýskalandi verður því fjórða heims- meistaramótið í röð og það níunda af síðustu tíu sem íslenska landsliðið fær að spreyta sig. Alfreð Gíslason er tíundi þjálf- arinn sem stjórnar íslenska lands- liðinu og sá fimmti í röð sem hefur spilað sem leikmaður landsliðsins á HM. Alfreð lék 11 leiki á HM 1986 í Sviss og HM 1990 í Tékkóslóvakíu. Þorbjörn Jensson er bæði sá þjálfari sem stjórnað hefur íslenska liðinu í flestum leikjum á HM (15) sem og sá þjálfari sem hefur unnið flesta leiki (9). Hallsteinn Hinriksson og Bogdan Kowalczyk eru hins vegar þeir tveir þjálfarar sem hafa komið íslenska liðinu tvisvar meðal þeirra tíu bestu. Markvörðurinn Guðmundur Hrafnkelsson er leikjahæsti leik- maður Íslands í úrslitakeppni HM en hann lék 43 leiki á sex heimsmeist- aramótum frá 1990 til 2003. Guð- mundur bætti met Geirs Sveinsson- ar á HM í Frakklandi árið 2001 en Geir lék 31 leik í úrslitakeppni HM. Þeir Ólafur Stefánsson (36), Patrek- ur Jóhannesson (34) og Dagur Sig- urðsson (33) hafa síðan allir komist upp fyrir Geir. Geir á hins vegar enn metið yfir flesta leiki sem fyrirliði en hann hefur 23 sinnum leitt íslenska liðið fram á HM, þremur oftar en Dagur sem kemur næstur. Ólafur Stefánsson verður tíundi fyrirliði íslenska landsliðsins á heimsmeist- aramóti. Ólafur Stefánsson er langmarka- hæsti leikmaður Íslands á HM en hann hefur skorað 152 mörk í 36 leikjum (4,2 mörk í leik), 31 marki meira en næsti maður sem er Patrek- ur Jóhannesson með 121 mark. Axel Axelsson er hins vegar sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk að með- altali í leik á HM en hann skoraði 32 mörk í 6 leikjum á HM 1974 og 1978, eða 5,3 mörk í leik. Kristján Arason er þar í öðru sæti með 5 mörk að meðaltali í 13 leikjum á HM 1986 og 1990. Átta sinnum meðal tíu bestu þjóða heims Íslenska handboltalandsliðið er að fara að keppa á sínu fimmtánda HM en liðið var fyrst með fyrir 49 árum og náði sínum besta árangri í Kumamoto 1997. Fyrstur í 32 ár Bjarki Sigurðsson varð fyrsti Íslendingurinn í 32 ár til að vera valinn í HM-lið en hann sló í gegn á HM í Svíþjóð 1993. Fréttablaðið/GH í úrvalsliði HM á íslandi Geir Sveinsson sést hér ásamt þeim sem voru valdir í úrvalslið HM á Íslandi 1995. Fréttablaðið/Brynjar Gauti sjötta sætið Ísland náði sjötta sætinu á HM í Sviss 1986. Góðar stundir Það er alltaf mikil stemmning í íslenska landsliðinu á HM. Fréttablaðið/Hilmar Þór á leikjaMetið Guðmundur Hrafn- kelsson hefur leikið fleiri leiki á HM en nokkur annar Íslendingur, samtals 43 leiki í sex keppnum. Fréttablaðið/Hilmar Þór ólyMpíusæti í HöFn Sigfús Sigurðsson faðmar hér til vinstri Ólaf Stefánsson eftir að Ísland hafði náð 7. sætinu á HM 2003 og tryggt sig inn á Ólympíuleika. Fréttablaðið/Hilmar Þór FiMMti MarkaHæstur Kristján Arason varð 5. markahæsti maður HM í Sviss. í liði Mótsins 1997 Valdimar Grímsson var frábær á HM í Kumamoto 1997.  Fréttablaðið/ÞÖK eitt aF 152 MörkuM Ólafur Stefánsson er markahæstur Íslendinga á HM. Fréttablaðið/Uros Hocevar Flestir HM-leikir: Guðmundur Hrafnkelsson 43 Ólafur Stefánsson 36 Patrekur Jóhannesson 34 Dagur Sigurðsson 33 Geir Sveinsson 31 Valdimar Grímsson 26 Júlíus Jónasson 23 Bjarki Sigurðsson 22 Gústaf Bjarnason 22 Guðjón Valur Sigurðsson 20 Flest HM-Mörk: Ólafur Stefánsson 152 Patrekur Jóhannesson 121 Valdimar Grímsson 95 Geir Sveinsson 87 Guðjón Valur Sigurðsson 85 Kristján Arason 65 Dagur Sigurðsson 59 Bjarki Sigurðsson 54 Róbert Julian Duranona 54 Einar Örn Jónsson 52 Gústaf Bjarnason 51 Sigurður Valur Sveinsson 51 Besti áranGur íslands á HM 1938-2005: 1997 Þorbörn Jensson 5. sæti 1961 Hallsteinn Hinriksson 6. 1986 Bogdan Kowalczyk 6. 2003 Guðmundur Guðmundsson 7. 1993 Þorbergur Aðalsteinsson 8. 1964 Karl G. Benediktsson 9. 1958 Hallsteinn Hinriksson 10. 1990 Þorbergur Aðalsteinsson 10. 1970 Hilmar Björnsson 11. 2001 Þorbjörn Jensson 11. 1978 Birgir Björnsson 13. 1995 Þorbergur Aðalsteinsson 13. 1974 Karl G. Benediktsson 14. 2005 Viggó Sigurðsson 15. úrslitaleikir HM 1938-2005: 1938 Riðlakeppni (Þýskaland vann) 1954 Svíþjóð-Vestur-Þýskaland 17-14 1958 Svíþjóð-Tékkóslóvakía 22-12 1961 Rúmenía-Tékkóslóvakía 9-8 1964 Rúmenía-Svíþjóð 25-22 1967 Tékkóslóvakía-Danmörk 14-11 1970 Rúmenía-Austur-Þýskal. 13-12 1974 Rúmenía-Austur-Þýskal. 14-12 1978 Vestur-Þýskal.-Sovétríkin20-19 1982 Sovétríkin-Júgóslavía 30-27 1986 Júgóslavía-Ungverjaland 24-22 1990 Svíþjóð-Sovétríkin 27-23 1993 Rússland-Frakkland 28-19 1995 Frakkland-Króatía 23-19 1997 Rússland-Svíþjóð 23-21 1999 Svíþjóð-Rússland 25-24 2001 Frakkland-Svíþjóð 28-25 2003 Króatía-Þýskaland 34-31 2005 Spánn-Króatía 40-34 Björn Bjarnason, dóMsMála- ráðHerra: Ólafur Stefánsson ef meiðsli stöðva hann ekki. Við leikum um þriðja sætið og vinnum auðveldlega. Hanna Guðrún steFánsdóttir, leikMaður Hauka: Fimmta til sjöunda sæti, við gerum kröfur. Pet- ersson verður stjarnan og svo munu Óli og Guðjón Valur standa fyrir sínu. þorsteinn GuðMundsson, Grín- isti: Felix Bergsson verður stjarna mótsins og Ísland mun hafna í 75. sæti. andri snær MaGnason, rit- HöFundur: Ég hef ekki fylgst með handbolta í 70 ár og get því ekki svarað. loGi ólaFsson, FótBoltaþjálFari: Engin spurning að það verður nafni minn Geirsson sem stelur senunni og ég spái því að Ísland tapi naum- lega leiknum um þriðja sætið. daGur siGurðsson, HandBolta- þjálFari: Ég vona að Logi Geirs verði stjarnan og tel 5.-10. sæti raunhæft. ■■■■ { Strákarnir okkar á HM } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ siv FriðleiFsdóttir, HeilBriGðis- ráðHerra: Guðjón Valur Sigurðsson verður stjarnan. Við höfnum í þriðja sæti og náum vel pússuðu bronsi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.