Fréttablaðið - 18.01.2007, Síða 50

Fréttablaðið - 18.01.2007, Síða 50
Strákarnir okkar 10 „Það eru einmitt um tuttugu ár síðan okkar kjarni tók þátt í þessu í fyrsta sinn, í Sviss 1986. Það var eftir að hafa náð ágætis árangri á Ólympíu- leikunum 1984. Það var mikil eft- irvænting og spenna, handboltinn var hærra skrifaður hérna heima en hann er í dag enda er áreiti á almenning mun meira núna. Það var mikið fjallað um þessa keppni á Íslandi og fyrsti leikur var gegn Suður-Kóreumönnum en þeirra lið var óskrifað blað á þessum tíma. Við höfðum verið að gæla við að komast langt í keppnina og töldum Tékka aðalmótherja okkar í riðl- inum,“ sagði Kristján Arason en íslensku strákarnir gerðu sig seka um vanmat í fyrsta leik mótsins. „Það átti að halda smá Þjóðhátíð og ganga frá liði Suður-Kóreu. Í leiknum vissum við hins vegar ekki hvað var að gerast alveg frá fyrstu mínútu. Þeir spiluðu okkur sundur og saman og við töpuðum stórt. Þeir komu okkur gjörsamlega á óvart og andrúmsloftið eftir leikinn var eftirminnilegt. Það vissi eng- inn hvað ætti að segja og því var dauðaþögn. Menn geta rétt ímynd- að sér hvernig ástandið á Bogdan þjálfara var á þessari stundu.“ Eftir áfallið í fyrsta leik rifu menn sig upp og lögðu Tékkland og Rúmeníu. „Þannig náðum við að komast áfram og höfnuðum í sjötta sæti. Fyrir utan leikinn gegn Suður-Kóreu var þessi keppni mjög vel spiluð af okkar hálfu. Þegar maður skoðar þann leik sér maður snerpuna og hraðann sem bjó í suður-kóreska liðinu og þekkist vel í handboltanum í dag. Það má segja að þeir hafi gjörbylt handboltanum, þeir urðu þess valdandi að hraðinn varð miklu meiri. Það má segja að Guðjón Valur sé leikmaður í heims- klassa í dag vegna þessara breyt- inga sem urðu eftir þetta,“ sagði Kristján. „Á þessum tíma var GSM-væð- ingin ekki hafin, menn fóru ekki inn á netið eða neitt heldur fengum við send skeyti að heiman. Við urðum alveg varir við stuðning að heiman og spennan jókst mikið eftir að við unnum Tékkland. Þá varð áhuginn gríðarlegur, það er sérstakt að taka þátt í svona mótum. Ef það geng- ur vel er hóteldvölin ekkert mál en ef á móti blæs getur þetta orðið ótrúlega langur tími. Það er kúnst hjá þjálfara að fara milliveg, brjóta upp erfiða stemningu og sjá líka til þess að menn séu ekkert kærulausir. Léttleikinn verður að vera til stað- ar,“ sagði Kristján. Það var galli á Bogdan að hann átti það til að læsa menn inn í her- bergjum. Allir áttu að vera farnir að sofa klukkan ellefu eftir leik en það gat enginn sofnað þá. Mikið adrenalín í gangi og maður lá bara og taldi kindur. Við höfum síðan lært það af nágrannaþjóðum okkar að það skiptir miklu máli að brjóta upp hótelið og njóta þess að vera í heimsmeistarakeppni.“ Kristján er spenntur fyrir að sjá komandi keppni í Þýskalandi. „Liðið býr yfir gríðarlegum hraða og það er helsti styrkleiki þess. Þá þarf varnarleikurinn að skila sínu og við verðum að ná svona fimmtán vörðum skotum til að þetta gangi. Ég tel að ef við spilum um eitt af átta efstu sætunum sé það fínn árangur og allt fyrir ofan sjötta væri frábær árangur,“ sagði Kristján Arason. Bogdan læsti menn inni Kristján Arason er einn besti handknattleiksmaður sem Ísland hefur átt og er Ólafur Stefánsson sá eini sem hefur skorað fleiri mörk fyrir landsliðið en hann. Kristján segir HM 1986 eftirminnilegasta mót sem hann hafi tekið þátt í. Kristján ArAson Einn besti handboltamaður Íslands fyrr og síðar. ■■■■ { Strákarnir okkar á HM } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Guðlaugur Þór Þórðarson, alþing- ismaður: Ólafur Stefánsson er og verður alltaf lykilmaður í liðinu og ég reikna með að Guðjón Valur verði einnig sterkur. Ég trúi á þetta lið og spái því 5.-6. sæti á mótinu. Freyr Eyjólfsson, útvarps- og tón- listarmaður: Guðjón Valur verður að öllum líkindum stjarna liðsins, hann er í fantaformi þessa dagana. Ef við komumst upp úr riðlinum tel ég að allt geti gerst. Patrekur Jóhannesson, handbolta- maður: Margir koma til greina og ég spái því að það verði fleiri en ein stjarna. Ég vona að markverðirnir finni sig vel. 5.-8. sæti væri frábær árangur. Alma Guðmundsdóttir, söngkona Nylon: Ísland hafnar í fimmta sætinu og Ólafur Stefánsson verður skærasta stjarnan í íslenska liðinu. Raggi Bjarna, tónlistarmaður: Við endum í sjötta sætinu og Einar Örn Jónsson mun eiga frábært mót. Sebastian Alexandersson, þjálfari Selfyssinga: Ég hef trú á því að liðið hafni í 5.-8. sæti í ljósi meiðsla leik- manna. Ég held að hornamennirnir verði bestir í íslenska liðinu. Strákarnir okkar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.