Fréttablaðið - 18.01.2007, Side 68
18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR32
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
icex-15 6.845 -0,59% Fjöldi viðskipta: 537
Velta: 7.731 milljónir
HLUtAbréF Í úrVALSVÍSitÖLU: 365 4,57 -2,14% ... Actavis 70,10
-0,99% ... Alfesca 4,92 -0,61% ... Atlantic Petroleum 548,00
+0,37% ... Atorka 6,94 +0,29% ... Bakkavör 63,60 +0,16% ...
Eimskipafélagið 33,10 +0,00% ... FL Group 28,90 +0,70% ... Glitnir
24,90 +0,00% ... Kaupþing 905,00 -0,22% ... Landsbankinn 29,00
-2,36% ... Marel 75,00 +0,00% ... Mosaic Fashions 14,70 -1,34% ...
Straumur-Burðarás 18,00 -1,10% ... Össur 112,50 -0,44%
MEStA hæKKUn
FL Group +0,70%
Atlantic Petroleum +0,37%
icelandair +0,35%
MEStA LæKKUn
Landsbankinn -2,36%
tryggingamiðstöðin -2,19%
365 -2,14%
Fjárfestahópur sem samanstend-
ur af Baugi Group, fjárfestingar-
félagi Skotans Toms Hunter og
Halifax Bank of Scotland,
vinnur að því að taka yfir
bresku garðvörukeðjuna
Blooms of Bressingham,
að sögn Financial Times.
Þetta er sami hópur og
tók yfir Wyevale
Garden Centres í
apríl í fyrra fyrir
fjörutíu milljarða
króna.
Tilboðið myndi
hljóða upp á 85 pens á
hlut, sem svarar til
fjögurra milljarða króna fyrir allt
félagið. Stjórn Blooms greindi frá
því í fréttatilkynningu til Kaup-
hallarinnar í Lundúnum að hún
ætti í viðræðum við fjárfesta
en þær væru á frumstigi.
Stjórnendur félagsins
voru nokkuð sáttir við
söluna síðustu tvo mán-
uði ársins 2006. Veltan
jókst um 19,4 prósent á
milli ára, þar af um 7,5
prósent að öllu
óbreyttu. - eþa
Vilja eignast blóma-
keðjuna Blooms
bætA Við SiG bLómUm
Baugur skoðar yfirtöku á
Blooms ásamt fjárfestum.
Stork-fyrirtækjasamstæðunni í
Hollandi hefur verið meinað að
verja stjórn fyrirtækisins falli á
hluthafafundi með því að beita
atkvæðarétti nýútgefinna hluta-
bréfa á hluthafafundi í dag.
Dómur þar að lútandi féll í
Amsterdam í Hollandi síðdegis í
gær.
Í dómnum kemur fram að sett
verði í gang rannsókn á því hvort
stjórn Stork hafi brotið lög um
stjórnarhætti.
Fundurinn í dag er haldinn að
beiðni stærstu hluthafa í sam-
stæðunni, bandarísku fjárfest-
ingasjóðanna Paulson og Cen-
taurus, en þeir hafa deilt við
stjórnina um stefnu. Sjóðirnir
vilja selja jaðarstarfsemi frá
samstæðunni en stjórnin hefur
sett sig upp á móti því.
Sjóðirnir kærðu jafnframt
stjórn Stork fyrir að ætla að gefa
út og beita hlutabréfum í deil-
unni.
Í október samþykkti hluthafa-
fundur með 87 prósentum
atkvæða að skipta félaginu upp,
en stjórnin hefur ekki viljað fara
að vilja hluthafanna.
Matvælavinnsluvélafyrir-
tækið Marel, sem einnig á hlut í
Stork, hefur áhuga á að kaupa
Stork Food Systems og hafa með
dómnum í gær heldur aukist lík-
urnar á því að af því geti orðið.
- óká
Vopn slegin úr hönd-
um stjórnar Stork
Kaupþing er talið upp
með stærstu fyrirtækj-
um í vali fjármálafyrir-
tækja á bestu lántakend-
um heims. Bankinn er
í þriðja sæti yfir bestu
lántakendur í hópi
fjármálafyrirtækja og
í sjötta til níunda sæti
yfir þá lántakendur sem
staðið hafa sig hvað best.
Viðskiptaritið EuroWeek
stendur fyrir valinu.
Kaupþing hlýtur góða einkunn í
yfirferð nýútkomins tölublaðs við-
skiptaritsins EuroWeek á síðasta ári
og er ofarlega á blaði í vali á bestu
lánþegum í hópi fyrirtækja og stofn-
ana. Hjá Kaupþingi eru menn í sjö-
unda himni yfir árangrinum.
Bankinn er þannig í þriðja sæti
yfir bestu lánþega í flokki fjármála-
fyrirtækja (Best financial
institution borrower) og
kemur þar á eftir ING
Groep sem er í öðru sæti
og skoska bankanum
HBOS. Þá er Kaupþing í
sjötta til níunda sæti yfir
þá lántakendur í heim-
inum sem þykja hafa staðið sig hvað
best (Most impressive borrower of
2006). Þar deilir Kaupþing sætinu
með Eksportfinans, General Elect-
ric Capital Corp og HBOS). Í þeim
flokki trónir í efsta sæti Evrópski
fjárfestingabankinn.
Guðni Aðalsteinsson, fram-
kvæmdastjóri fjárstýringar Kaup-
þings, segir að þar á bæ séu menn
bæði stoltir og glaðir yfir árangrin-
um. „EuroWeek spyr útgefendur
og fjárfestingabanka hverjir
þeir telji að hafi skarað fram
úr, bæði sem fjárfestingabanka
og einnig sem útgefendur
skuldabréfa,“ segir hann og
telur ekki lítið afrek að hafa
skorað jafnhátt sem skulda-
bréfaútgefandi í flokki þar
sem allt sé undir, hvort sem
það eru þjóðríki, bankar,
tryggingafélög eða annað. „Þarna
er í raun allt undir, bæði landið og
miðin beggja vegna Atlantshafsins
og við auðvitað að keppa við banka,
fyrirtæki og stofnanir sem eru
margfalt stærri en við.“
Guðni segir erfitt að átta sig á í
svipinn hverju valið kunni að skila
bankanum, en ljóst sé að með þessu
sé vakin athygli á góðum árangri
hans á síðasta ári. „Fyrst og fremst
er þetta viðurkenning á því að við
höfum verið að gera rétta hluti. Við
erum enda ekki síst ánægð með þetta
í ljósi mótbyrsins sem bankakerfið
hér varð fyrir í upphafi síðasta árs.
Samt kemur þarna í ljós í kjöri meðal
aðila á markaði, bæði kaupenda og
seljenda, að við séum þriðji besti
bankaútgefandinn og sjötti útgef-
andinn yfir heildina sem þykir hafa
staðið sig best.“ olikr@frettabladid.is
Kaupþing í hópi vin-
sælustu lánþega heims
HÖFUðStÖðVAr KAUPþiNGS Í reyKjAVÍK Góður rómur er gerður að Kaupþingi í
vali útgefenda skuldabréfa og fjárfestingabanka á þeim sem best hafa staðið sig á
síðasta ári í nýjasta tölublaði tímaritsins EuroWeek. FréttABLAðið/GVA
GUðNi AðALSteiNSSoN
Innritun í símum 588-3630 og 588-3730, eða í skólanum að Síðumúla 17, tölvu-
póstur: ol-gaukur@islandia.is Í boði er fjölbreytt nám með vönduðu námsefni
fyrir alla aldursflokka, bæði byrjendur og þá sem kunna eitthvað fyrir sér.
Nánari upplýsingar um skólann og námsleiðir er að fá á heimasíðunni:
www.gitarskoli-olgauks.is eða í skólanum á innrit-
unartíma, en innritað er alla virka daga kl. 14:00
til 17:00.
ww
w.g
itar
sko
li-o
lga
uks
.is
Hægt að fá leigða
HEIMAGÍTARA
kr. 3500 á önn
INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17
G
A
U
K
U
R
–
G
U
T
E
N
B
E
R
G
Heimasíða:
www.gitarskoli-olgauks.is
588-3630
588-3730
mArKAðSPUNKtAr...
Danól og Ölgerðin Egill Skallagríms-
son, sem verið hafa í eigu Einars
Kristinssonar og fjölskyldu undan-
farin ár, hafa verið seld aðalstjórn-
endum fyrirtækjanna, Andra Þór
Guðmundssyni og Októ Einarssyni.
MP Fjárfestingarbanki ætlar að opna
útibú í Vilníus í Litháen á fyrsta
fjórðungi þessa árs. Útibússtjóri
verður Litháinn Dmitrijus Dutovas,
sem hefur mikla reynslu á fjármála-
mörkuðum í Eystrasaltsríkjunum og
Austur-Evrópu.
Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað
að ekki sé ástæða til að aðhafast
vegna kaupa verktakafyrirtækisins
Björgunar, dótturfélags Jarðborana,
á Sæþóri í lok september í fyrra.
Vísbending um umræðu í flokknum
Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og
eigandi talnakönnunar og heims, er glöggur
maður og skrifar oft hnyttinn og hittinn
texta. hann hefur árum saman haldið
úti því merka tímariti Vísbendingu
þar sem ýmis hagræn málefni eru
krufin. Í nýjasta hefti Vísbendingar
skrifar Benedikt athyglisverðan pistil,
þar sem hann leggur lóð á vogar-
skálar umræðu um evru og krónu.
Benedikt gagnrýnir þar með hárfínum
hætti viðbrögð við þeirri umræðu
sem túlka má sem svo að hann
hafi vissar áhyggjur af því
hvernig flokksbræður hans
í Sjálfstæðisflokknum taki á
umræðunni. „Sjálfstæðismenn
eiga í ákveðinni tilvistarkreppu
vegna evrunnar. Í stað þess að
hlusta á rök atvinnulífsins hafa
þeir fest sig í gömlum hugmyndum Margrétar
thatcher, en hún sá ekkert gott koma frá megin-
landi Evrópu,“ segir Benedikt í pistlinum.
evran er skynsemi
Benedikt gagnrýnir með réttu aðra tilhneig-
ingu í umræðunni, sem er að líta á evru sem
efnahagsaðgerð í yfirstandandi vanda. „...
Evran er ekki lausn á neinum yfirstandandi
vanda heldur væru Íslendingar að skipta um
efnahagsumhverfi tækju þeir hana
upp.“ Þarna er kjarni málsins og
hafa ekki aðrir orðað það mikið
betur. Benedikt tekur fastar
á en margir sem hafa verið
að feta braut efasemda um
krónuna sem framtíðarmynt
og klykkir út með því að
segja; „Stuðningur við evr-
una er ekki trúaratriði heldur
einfaldlega skynsemi.“
Peningaskápurinn...
Halla Tómasdóttir, framkvæmda-
stjóri Viðskiptaráðs Íslands, hlaut
FKA-viðurkenninguna 2007, aðal-
verðlaun Félags kvenna í atvinnu-
rekstri, sem veitt voru við hátíðlega
athöfn síðdegis í gær. Þakkarviður-
kenningu félagsins fékk svo Guðrún
Erlendsdóttir, fyrrverandi forseti
Hæstaréttar, en hvatningarverðlaun
félagsins komu í hlut Guðbjargar
Glóðar Logadóttur, eins eigenda
Fylgifiska.
Halla tók fyrir ári við starfi
framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs
og þykir hafa staðið sig frábærlega í
miklum óróa sem í byrjun ársins
einkenndi erlenda umfjöllun um
íslenskt efnahagslíf. „Halla einhenti
sér í það verkefni að mennta alþjóð-
lega fjölmiðla, fjármálagreinendur
og fjárfesta um íslenska hagkerfið,
en svokölluð Mishkin-skýrsla Við-
skiptaráðs og alþjóðleg kynning og
dreifing á henni var lykilþáttur í
þeim viðsnúningi sem varð í nei-
kvæðri umræðu síðastliðið vor,“
sagði Margrét Kristmannsdóttir,
formaður félagsins, í ræðu sinni
áður en hún afhenti Höllu verðlaun-
in.
Þá veitti FKA verðlaun í nýjum
flokki, svokallað Gæfuspor, en það
verður eftirleiðis veitt fyrirtæki
sem verið hefur óhrætt við að ráða
konur í stjórnunarstöður og gerir
konum hátt undir höfði. Þau verð-
laun hlaut að þessu sinni Atorka,
sem á og rekur fimm fyrirtæki, en í
fjórum af þeim fimm fyrirtækjum
eru konur framkvæmdastjórar. - óká
FKA verðlaunar konur
VerðLAUNAAFHeNDiNG Birna Einarsdóttir, Margrét Kristmannsdóttir, Jón Sigurðsson,
Guðrún Erlendsdóttir, halla tómasdóttir, Guðbjörg Glóð Logadóttir og Þorsteinn Vilhelms-
son við afhendingu verðlauna Félags kvenna í atvinnurekstri.