Fréttablaðið - 18.01.2007, Qupperneq 70
18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR34
nám, fróðleikur og vísindi
1999
2003
2005
80
5
1.
08
1
90
7
62
5
2001
Háskólinn í Reykjavík brautskráir 258 nemendur næstkomandi
laugardag. Flestir útskrifast frá viðskiptadeild, 130 manns. Þá
ljúka 111 nemendur prófi frá tækni- og verkfræðideild og 17
brautskrást frá lagadeild.
Brautskráningin verður síðasta embættisverk dr. Guð-
finnu S. Bjarnadóttur, sem verið hefur rektor skólans frá
stofnun hans. Svafa Grönfeldt, nýr rektor skólans, tekur við í
kjölfarið og verða formleg skipti á úskriftinni sjálfri.
Við brautskráninguna flytur formaður háskólaráðs,
Bjarni Ármannsson, erindi og verðlaun frá
Viðskiptaráði verða veitt fyrir besta náms-
árangur í hverri deild.
Útskriftin fer fram í Háskólabíói og hefst
klukkan 13.
n Brautskráning
Síðasta embættisverk rektors
Í Hafnarfjarðarkirkju er staðið fyrir öflugri fullorðinsfræðslu og þar eru oft
spennandi námskeið í boði. Nú er í þriðja sinn sett á laggirnar námskeið þar
sem sannleiksgildi Da Vinci lykilsins verður rannsakað.
Fyrri námskeið um þetta efni hafa verið gríðarlega fjöl-
sótt enda Da Vinci lykillinn afar vinsæl bók.
Námskeiðið er sett upp sem eins konar leynilögreglu-
námskeið. Stóru spurningarnar sem koma fram í bókinni
verða til umræðu og þátttakendur bregða sér í leynilög-
regluferð aftur í tímann til að leita að sönnunargögnum.
Uppruni Nýja testamentisins verður skoðaður og teknar
fyrir spurningar á borð við þær hvort Jesús gæti hafa
verið giftur.
Nánari upplýsingar má finna á www.hafnarfjardar-
kirkja.is.
n Námskeið
Leyndardómar Da Vinci lykilsins
Útskrifuðum tölvunarfræð-
ingum hefur fækkað stór-
lega undanfarin ár. Eftir-
spurn eftir tölvumenntuðu
fólki hefur aukist á sama
tíma. Útskriftarnemar fá
fjölda atvinnutilboða án
þess að leita nokkuð, segir
sviðsstjóri hjá Háskólanum
í Reykjavík.
Útskrifuðum tölvunarfræðingum
á Íslandi hefur fækkað um fimm-
tíu prósent undanfarin þrjú ár. Á
sama tíma hefur eftirspurn eftir
tölvunarfræðingum á atvinnu-
markaðnum aukist.
Árið 2004 útskrifuðust 153 með
BS-gráðu í tölvunarfræði eða hug-
búnaðarverkfræði frá Háskóla
Íslands og Háskólanum í Reykja-
vik. Útskrifaðir með sömu gráður
árið 2006 voru 72. Útlit er fyrir að
á þessu ári verði enn færri útskrif-
aðir.
„Tölvunarfræðin er háð sveifl-
um í tæknigreinum um allan heim
og það er kannski að fæla nemend-
ur frá,“ segir Ebba Þóra Hvann-
berg, deildarstjóri tölvunar-
fræðideildar Háskóla Íslands.
„Eftir aldamótin var talsverð-
ur samdráttur, þegar internetból-
an svokallaða sprakk og eftir-
spurn eftir tölvunarfræðingum
dróst saman í kjölfarið. Síðustu
tvö árin hefur vinnumarkaðurinn
verið að taka vel við sér og eftir-
spurnin er orðin mun meiri.“
Hún segist sjá fyrir uppsveiflu
hjá tölvunarfræðinemendum á
næstu árum vegna eftirspurnar-
innar, enda auðvelt fyrir fólk að
fá vinnu í þessum geira í dag.
Yngvi Björnsson, sviðsstjóri
tölvunarfræðisviðs hjá Háskólan-
um í Reykjavík, tekur undir orð
Ebbu.
„Ásókn í tölvunarfræðinga
hefur aldrei verið meiri. Þeir sem
útskrifuðust hjá okkur síðast voru
allir komnir með vinnu við útskrift
og margir höfðu fengið 4-5
atvinnutilboð án þess að leita
nokkuð.”
Hann segist ekki vita almenni-
lega hvers vegna svo fáir leggi
stund á nám í tölvunarfræði í
dag.
„Það er kannski einhver nörda-
stimpill á þessu, ég veit það ekki.
Tölvukennsla hefur líka farið
minnkandi í framhaldsskólum
síðan námsáætlunin var endur-
skoðuð í kringum aldamótin,“
segir hann.
„Krakkar hafa ekki jafn mikil
tækifæri til að kynnast tölvunar-
fræðinni öðru vísi en að einfald-
lega nota tölvu. Þá verður þetta
ekki jafn framandi og kemst ekki
í tísku.“
„Ég get tekið undir það að það
mættu vera fleiri að útskrifast í
þessu fagi,“ segir Torfi Markús-
son, starfsmannastjóri hjá TM
Software.
„Það er vont fyrir fagið að það
séu svona miklar sveiflur í fjölda
útskrifaðra.“ salvar@frettabladid.is
Ekki nógu margir
tölvunarfræðingar
að Störfum Ebba Þóra Hvannberg, deildarstjóri tölvunarfræðideildar Háskóla
Íslands, segist sjá fyrir uppsveiflu hjá tölvunarfræðinemendum á komandi árum.
Auðvelt sé fyrir fólk að fá vinnu í þessum geira í dag.
Mikið hefur breyst á undanförnum
áratugum hvað varðar móttöku
útlendinga sem koma hingað til
lands til að vinna eða stunda nám,
segir Paolo Turchi, skólastjóri
Málaskólans Lingva. Hann hefur
ákveðið að bjóða áhugasömum upp
á grunnnámskeið í íslensku fyrir
útlendinga í mars, þeim að kostn-
aðarlausu.
Turchi þekkir móttöku útlend-
inga hér á landi af eigin reynslu,
en hann fluttist hingað til lands frá
Ítalíu fyrir rúmum tveimur ára-
tugum og hefur starfað sem tungu-
málakennari og kennt Íslending-
um ítölsku.
„Mér hefur fundist umræðan
um innflytjendur á frekar lágu
plani hér á landi undanfarið, svo
mig langaði aðeins að rífa upp
umræðuna. Mig langar að leggja
mitt af mörkum,“ segir Turchi.
Um er að ræða vikunámskeið
sem kennir nemendum grunninn í
mannlegum samskiptum í íslensku;
að heilsa, þakka fyrir sig og fleira
í þeim dúr. Námskeiðið fer fram
12.-15. mars næstkomandi og er
pláss fyrir 30 nemendur. Hægt er
að skrá sig á www.lingva.is.
„Mér finnst stundum vegið að
útlendingum hér á landi, þegar
þeir eru fengnir til að vinna alla
daga fram á kvöld, og fá svo skít-
kast af því þeir tala ekki íslensku.
Hvernig getur fólkið lært íslensku
strax? Ég var þrjú ár í háskóla
áður en ég gat tjáð mig almenni-
lega,“ segir Turchi.
Námskeiðið sem boðið verður
upp á í Lingva verður með sama
hætti og námskeið sem fjölmargir
Íslendingar hafa sótt í erlendum
tungumálum, en Turchi leggur
meira upp úr því að ná grunnfærni
frekar en málfræði, og lætur nem-
endur gjarnan endurtaka setning-
ar til að ná tökum á þeim.
„Auðvitað býð ég líka upp á
málfræðitíma, en þetta er aðferð
sem hentar vinnandi fólki sem vill
alltaf læra allt strax. Þetta er hag-
nýtt nám, við köllum þetta örnám-
skeið, það tekur bara viku. Síðan
geta menn komið aftur og lært
meira,“ segir Turchi.
- bj
Skólastjóri tungumálaskóla býður upp á ókeypis íslenskunámskeið:
Vill taka vel á móti útlendingum
PaoLo turchi „Mig langar að leggja
mitt af mörkum.“ FRéttBlAðið/HöRðUR
Kvennaskólinn í Reykjavík er einn
allra elsti skóli landsins. Hann var
stofnaður árið 1874 af hjónunum
Þóru og Páli Melsteð og var, eins
og nafnið gefur til kynna, eingöngu
ætlaður konum. Á þeim árum var
litla menntun að fá fyrir stúlkur og
var Kvennaskólinn fyrsta mennta-
stofnunin sem bauð stúlkum upp á
formlega menntun. Í upphafi voru
nemendurnir tíu og kennararnir
þrír sem kenndu launalaust þar til
Alþingi samþykkti að veita skólan-
um styrk.
Allt fram til ársins 1977 var skólinn eingöngu ætlaður stúlkum en það haust
hóf fyrsti pilturinn nám við skólann. Skólinn varð framhaldsskóli árið 1979 og
fyrstu stúdentarnir útskrifuðust árið 1982. Frá árinu 1909 hefur skólinn verið til
húsa að Fríkirkjuvegi 9 en skólinn býr við fremur þröngan húsakost. Nemendur
skólans eru um 550 talsins og starfsmenn eru 55.
n Skólinn
Kvennaskólinn í reykjavík
> Fjöldi barna í leikskólum sem nutu
sérstaks stuðnings
Kjarni málsins
Það eru líklega ekki margir á Íslandi sem
geta kallað sig kínverskukennara. Það getur
Magnús Björnsson hins vegar gert enda
lætur hann sér ekki nægja að kenna Kín-
versku hjá Símenntun Mímis heldur kennir
hann einnig við Asíuver Íslands í Háskóla
Íslands og á Akureyri. „ég er nú bara að
kenna einn kúrs sem er hluti af námi í
kínverskum fræðum. Kúrsinn heitir Viðskipti
við Kína og þarna er fjallað um Kína í við-
skiptafræðilegu ljósi,“ segir Magnús og bætir
því við að menning og saga landsins komi
vissulega einnig við sögu.
Viðskipti við Kína hafa aukist á undan-
förnum árum og Magnús er ekki í vafa um
að Kína sé orðið land tækifæranna. „Það
er ekki spurning að það verður sífellt meiri
þörf fyrir fólk með þekkingu á þessu sviði.
Námskeiðið sem ég kenni er góður grunnur.
Þarna er fjallað um hvernig best sé að kom-
ast inn á þennan stóra markað og hvernig
best sé að hegða sér í samskiptum við
Kínverja,“ segir Magnús og bætir
því við að fólk úr ýmsum deildum
hafi áhuga fyrir námskeiðinu. „ég
kenni í Háskóla Íslands og flestir
nemendur koma þaðan en svo er
einnig stór hópur á Akureyri sem
fylgist með í fjarkennslu.“
Magnús er með MA-gráðu í
alþjóðastjórnmálum frá Kínverska
þjóðarháskólanum í Peking. „ég
bjó í Kína í fimm og hálft ár
og tala fína kínversku í
dag þótt hún hafi
verið stremb-
in í fyrstu.
Síðustu
tvö árin eða svo hef ég kennt kínversku
hjá Mími og það er mjög skemmtilegt,“
segir Magnús, sem kennir bæði
byrjendum og lengra komnum.
„Það er auðvitað takmarkað hve
mikið hægt er að læra á svona
námskeiði en þetta gengur
bara ljómandi vel. Kínverskan er
erfið og þetta er svolítið eins og
að læra tvö tungumál í einu því
það er strembið að læra inn á
ritmálið og læra öll táknin,“ segir
Magnús, sem vinnur við ýmislegt
annað samhliða kennslunni. „ég
er að sýsla bæði í viðskiptum
og ferðaþjónustu við
Kína og svo hef ég líka
haft nóg að gera við
þýðingar.“
KeNNariNN: MAGNÚS BJöRNSSoN KÍNVERSKUKENNARi
Ekki svo flókið að kenna kínversku
Næstkomandi þriðjudag, 23. janúar, verður haldinn fræðslufundur á vegum
skólaþróunarsviðs við Háskólann á Akureyri. Þar flytur dr. Þóroddur Bjarnason,
prófessor við HA, erindi sem hann nefnir Svæðisbundinn munur á félagslegri
þátttöku grunnskólanema af erlendum uppruna.
Unglingum af erlendum uppruna hefur fjölgað talsvert hér á landi á undan-
förnum árum. Rætt hefur verið um að þessi hópur standi höllum fæti í samfé-
laginu en lítið hefur þó verið rannsakað í þeim efnum. Í Erindi Þórodds verða
málefni þessara unglinga skoðuð í ljósi viðamikillar könnunar á heilsu og lífs-
kjörum skólanema sem lögð var fyrir alla nemendur í 10. bekk á Íslandi vorið
2006. Fræðslufundurinn verður í stofu 16 í Þingvallastræti 23 og hefst kl. 16.30.
Að erindi loknu gefst fundarmönnum tækifæri til fyrirspurna og umræðna.
n fræðslufundur
félagsleg þátttaka grunnskólanema
Sú breyting er nú á námi í leiklistardeild listaháskólans að tekið verður inn á
þrjár brautir deildarinnar annað hvert ár. teknir verða inn allt að tíu nemendur í
leikaranám, tíu í fræði og framkvæmd og sex í dansnám.
Sem fyrr verður leikaranámið fjögurra ára nám til BFA-gráðu, fræði og fram-
kvæmd, þriggja ára nám til BA-gráðu og í stað eins árs diplómabrautar í dansi
verður boðið upp á þriggja ára BA-nám í dansi. Með tilkomu dansbrautar og
námsins í fræðum og framkvæmd fækkaði umsóknum í leikaranámið og þess
vegna var brugðið á það ráð að breyta inntökuferlinu á þennan hátt.
Þeir sem hugðu á inntökupróf vorið 2007 verða því að bíða um sinn.
n Listaháskólinn
Breytingar á inntöku í leiklistardeild
Heimild: Hagstofa Íslands