Fréttablaðið - 18.01.2007, Qupperneq 72
18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR36
kevin costner er 52 ára í dag
„Ef þú gerir þér ekki grein fyrir eigin
takmörkunum muntu aldrei ná langt
í lífinu.“
Leikarinn góðkunni sem kom hingað til lands fyrir
nokkrum árum fæddist þennan dag árið 1955.
merkisatburðir
1642 Abel Tasman er fyrsti
Evrópubúinn sem kemur til
Nýja-Sjálands.
1865 Þrælahald er afnumið í
Bandaríkjunum.
1894 Konur í Suður-Ástralíu
eru þær fyrstu í landinu
til að fá kosningarétt og
kjörgengi á Alþingi.
1930 Hótel Borg tekur til starfa
með opnun veitingasala.
Gistihúsið var tekið í notk-
un í maí.
1969 Leigubílstjóri finnst
myrtur í Reykjavík. Við tók
umfangsmikil rannsókn,
án þess þó að nokkur væri
fundinn sekur um glæpinn.
1969 Á Korpúlfsstöðum verður
eldsvoði þannig að miklar
skemmdir verða á húsum
og hluti af Skjalasafni
Reykjavíkur brennur inni.
Á þessum degi fyrir fjörutíu árum var Albert
DeSalvo, sem sagðist vera hinn frægi Boston-
kyrkjari, dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjun-
um fyrir rán, líkamsárás og kynferðisbrot.
DeSalvo sagðist hafa myrt þrettán einhleypar
konur í Boston á árunum 1962 til 1964. Ollu
morðin mikilli skelfingu í borginni. Konunum,
sem voru á aldrinum 19 til 85 ára, var nauðgað
og síðan kyrktar til bana á heimilum sínum. Í
sumum tilfellum sáust för eftir einhvers konar
borða á hálsum þeirra.
Hinn 35 ára DeSalvo var ekki dæmdur fyrir
neitt morðanna því engin sönnunargögn þess
efnis höfðu fundist.
Við réttarhöldin, sem stóðu yfir í viku,
reyndi lögfræðingur DeSalvo að sýna fram á að
skjólstæðingur sinn væri sekur um morðin en
ætti einnig við geðræn vandamál að stríða. Þess
vegna ætti hann að afplána dóm sinn á hæli.
DeSalvo var aftur á móti dæmdur heill heilsu og
ekki sekur um morðin.
Árið 1973 var DeSalvo myrtur af öðrum fanga.
þetta gerðist: 18. jANúAR 1967
„Boston-kyrkjarinn“ í lífstíðarfangelsi
albert desalvo Fjörutíu ár eru liðin síðan DeSalvo
var dæmdur í lífstíðarfangelsi. FRéTTABLAðið/GETTyimAGES
Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar,
Ari Huynh
veitingamaður,
andaðist 15. janúar á Landspítalanum Fossvogi.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Margrét Huynh og börn hins látna.
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Þórir Guðmundsson
bifreiðastjóri, Brekkubæ 33,
sem andaðist fimmtudaginn 11. janúar, verður jarð-
sunginn frá Árbæjarkirkju föstudaginn 19. janúar kl.
15.00.
Hlíf Samúelsdóttir
Hreggviður Óskarsson Hafdís G. Halldórsdóttir
Guðmundur Þórisson Sigrún Jónsdóttir
Elsa Þórisdóttir Daníel H. Skúlason
Samúel Þórisson Margrét Kristjánsdóttir
Björgvin Þórisson
María G. Þórisdóttir Ingi B. Erlingsson
afabörn og langafabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
Þóra Kristín Eiríksdóttir
Efstaleiti 12, Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 14. janúar verður jarðsungin frá
Kópavogskirkju þriðjudaginn 23. janúar kl. 15.
Tómas Árnason
Eiríkur Tómasson Þórhildur Líndal
Árni Tómasson Margrét Birna Skúladóttir
Tómas Þór Tómasson Helga Jónasdóttir
Gunnar Guðni Tómasson Sigríður Hulda Njálsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Sigurlaug Gísladóttir
áður til heimilis að Sóltúni 12, Keflavík,
sem lést sunnudaginn 14. janúar, verður jarðsett
föstudaginn 19. janúar kl. 14 frá Keflavíkurkirkju.
Sigurður Gíslason Ólafsson Guðbjörg Ingimundardóttir
Sigurbjörn Björnsson Þóra Þórhallsdóttir
Halldór Björnsson Hulda Harðardóttir
Gísli Grétar Björnsson Guðrún Jónsdóttir
Lilja Björnsdóttir
Símon Björnsson
Guðmundur M. Björnsson Halldóra Birna Gunnarsdóttir
Ísleifur Björnsson Ingigerður Guðmundsdóttir
Hrönn Björnsdóttir Friðrik Steingrímsson
Friðbjörn Björnsson Guðrún Helgadóttir
Ómar Björnsson
Viggó Björnsson Evelyn Eikemo
Barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og
langafi,
Óskar Ragnarsson
húsasmíðameistari, Lagarfelli 9b, Fellabæ,
Egilsstöðum,
sem lést laugardaginn 13. janúar, verður jarðsunginn
frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 20. janúar kl. 14.00.
Þröstur Elvar Óskarsson Hulda Kristín Guðmundsdóttir
Hrönn Björnsdóttir Hörður Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskulegur bróðir okkar og frændi,
Sigurður Kristján
Vilhelmsson
Sævarlandi,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 7. janúar
síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Hvammskirkju,
Laxárdal, laugardaginn 20. janúar kl. 11.
Systkini hins látna og aðrir vandamenn.
Ástkær bróðir okkar og frændi,
Kristján Kristjánsson
(Danni)
lést á elliheimilinu Grund 12. janúar. Útförin fer fram í
Árbæjarkirkju föstudaginn 19. janúar kl. 11.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Kristján Helgason
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Ársæll Guðsteinsson
rafvirki, Dalvegi 16c, Kópavogi,
lést á líknardeild Landakotsspítala þriðjudaginn
9. janúar. Hann verður jarðsunginn frá Háteigskirkju
fimmtudaginn 18. janúar kl. 13.00.
Pálína K. Pálsdóttir
Sigurður Ársælsson Anna Dóra Guðmundsdóttir
Vilborg Ósk Ársælsdóttir Finnbogi G. Kristinsson
Páll H. Ársælsson
Guðrún H. Ársælsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
50 ára afmæli
Margrét Jónsdóttir
þroskaþjálfi , Spóahólum 20, 111 Reykjavík.
Í dag þann 18. janúar 2007 er hún 50
ára og fagnar deginum með fjölskyldu
sinni. Í tilefni þess býður hún ætting j-
um og vinum til veislu laugardaginn
20. janúar 2007 á Sportbarnum,
Hverfi sgötu 46, 101 Reykjavík.
Veislan hefst kl. 18.55.
timamot@frettabladid.is
KRiSTiNN péTuRSSON:gefurútfyrstubloggbókíslands
Á fullt erindi á pappír
Kristinn Pétursson undir-
býr útgáfu fyrstu bloggbók-
ar Íslands. „Ég veit að Beta
rokk gaf út einhverja svona
bloggbók,“ sagði Kristinn,
„en þetta verður örugglega
ein fyrsta íslenska bókin
með efni sem hefur allt
verið birt á netinu áður,“
sagði hann. Það eru þó ekki
skrif Kristins sjálfs sem
munu rata í bókina, heldur
færslur bloggarans og Norð-
firðingsins Jóns Knúts
Ásmundssonar. Jón Knútur,
sem er búsettur á Egilsstöð-
um, hafði þó lítið um málið
að segja. „Ég blogga bara.
Ég á í sjálfu sér ekkert að
vera meðvitaður um þetta,“
sagði Jón Knútur, sem
kvaðst hafa orðið var við að
hann ritskoðaði sjálfan sig
eftir að bókarút-
gáfan barst í tal. „Þetta
verður bara blogg á bók, það
er ekkert plott í þessu eða
söguþráður,“ sagði Jón, sem
hefur verið iðinn við blogg-
ið frá árinu 2003.
Útgefandinn Kristinn er
með fingurna í ýmsum verk-
efnum og heldur úti nokkr-
um vefjum undir merkjum
Mínervu miðlunar og
útgáfu. Bloggbókin verður
þó fyrsta verkefnið sem
hann sendir frá sér í bókar-
formi. „Ég er búinn að vera
með það lengi á teikniborð-
inu að gefa út ferðahand-
bækur fyrir Íslendinga, en
það er seinlegt þegar maður
er að stússast í því að skrifa
sjálfur. Þegar einhver annar
er tilbúinn með efni sem
manni líkar og vill að fleiri
fái að lesa er bara um
að gera að slá til,“
sagði Kristinn.
Hann er þó ekki
frá því að blogg-
bókin geti að ein-
hverju leyti fall-
ið undir
ferðasöguhatt-
inn. „Allir prósa-
textar eru náttúr-
lega ferðasögur í
gegnum eitt eða
tvö andartök eða
daga,“ sagði Krist-
inn. „Textar Jóns
eru margir minn-
ingabrot, skemmtisög-
ur, sjálfskrufning
með þægilegum
jón knútur Höfundur
bloggbókarinnar lætur yfir-
vofandi útgáfu lítið á sig fá.