Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 74

Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 74
 18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi Tjáðu þig! Viltu breyt’eikkurru? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg 50MB frítt myndasvæði! Búðu til myndaalbúm á síðunni þinni! Ný útlit í viku hverri! Búðu til eigið útlit eða veldu tilbúið! Viltu sýn’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg Í mínum bókum þýðir vetrartíð á borð við þá sem hefur ríkt í Reykjavíkinni undanfarna daga að fólki beri að leggjast undir feld, telja á sér tærnar og bíða þess að hún líði hjá. Þar sem ég bý hins vegar svo vel að geta hreinlega klætt mig í feldinn og tekið hann með mér hefur mér gefist færi á að fylgjast með brölti borgarbúa í sköflunum. Athuganir mínar hafa leitt það í ljós sem mig hefur alltaf grunað: heimskauta- refurinn á ekki séns í íslenska kvendýrið hvað varðar titilinn harðgerasta skepna í heimi. Ég er yfirlýstur aumingi og lítil keppnismanneskja, svo ég er stikkfrí í baráttunni um titilinn þann. Sem kuldaskræfa hef ég heldur ekki mikinn skilning á afl- inu sem drífur kynsystur mínar áfram, íklæddar hámark þremur flíkum í gaddinum. Það spaugileg- asta finnst mér nú samt að fylgj- ast með þeim skakklappast í gegn- um skaflana á tíu sentímetra háum hælum. Ég er ekki frá því að of háir hælar séu skaðræðustu tískumistök sem konur geta gert. Það má vel vera að þeir lengi leggi og ýti réttum stöðum á líkaman- um fram og öðrum út, en það kemur bara ekki að neinum notum ef göngulagið líkist einna helst blindfullum elg. Og trúið mér, það er alls ekki óalgengt. Þeim sem mig þekkja á væntan- lega eftir að finnast það áhuga- vert, svo ekki sé meira sagt, að ég taki hér að mér að útdeila tísku- ráðum. Sérstaklega í ljósi þess að síðustu daga hef ég iðulega farið út úr húsi með hárið í bendu, ómál- uð og í fötum sem var aldrei ætlað að hittast - allt með hlýindi og sem minnsta fyrirhöfn að leiðarljósi. Ég þramma áfram í að meðaltali fjórum peysum, með húfu, vett- linga, risatrefil og íklædd feld á stærð við rúmteppið mitt á hverj- um snjóþungum degi. Ég viður- kenni að ég er kannski ekki yfir- gengilega smart, en ég næ að fóta mig. Það er eina tískuráðið sem ég get gefið: fótfesta er grundvöllur lekkerheita. stuð milli stríða Harðgerasta skepna heims sUnnA Dís MásDóTTIR tekur ekki þátt í baráttunni um titilinn Takk fyrir kvöldið Maggi minn, ég skemmti mér stórkostlega. Ég skemmti mér sömuleiðis frábærlega vel, við verðum að gera þetta sem fyrst aftur. Já og enn og aftur takk fyrir matinn! Ég þori ekki einu sinni að hugsa til þess hvað kostar að láta fljúga með ekta taílenskan mat alla leið frá Taílandi. Allt fyrir þig Fjóla mín! Jæja hættið nú! Það er fólk að reyna að sofa hérna ... Jesús! Stærðfræði! Dönskustíll! Skólaball! Afmælisdagur Pálínu! Líffræði- próf! Líffræði- próf! Fundur! Eftirseta! Samfélags- fræði! Þú ert hálffölur, Palli minn. Svona líta menn út þegar dauðar endur ofsækja þá! Og sigurvegarinn fyrir óhugnanlegasta búninginn er .... Mikið væri ég til í að vita hvað hann gerir þegar ég er ekki hér ... Hvað meinarðu að þú sért ólétt, ég er ólétt! Ég er líka ólétt! Hvenær komstu að þessu? Í síðustu viku! Sama hér, hvað ertu komin langt á leið? Átta vikur! Sama hér! Við eigum eftir að tútna út saman! Það verður æði að vera ekki ein að standa í þessu!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.