Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.01.2007, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 18.01.2007, Qupperneq 76
 18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR40 Tónleikaformið hefur átt nokkuð undir högg að sækja í umræðunni undanfarið. Það vakti t.d. nokkra athygli þegar einn af okkar fremstu hljóðfæraleikurum hélt því fram í Hlaupanótunni á Rás 1 fyrir skömmu að hann væri eiginlega hættur að fara á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar; þeir hljómuðu nefnilega miklu betur í stofunni heima. Jónas Sen gekk lengra í Lesbókargrein skömmu fyrir jól. Hann komst að þeirri niðurstöðu að mun auðveldara væri að „upplifa kjarna tónlistarinnar“ heima í stofu úr góðum hátölurum af því að þar fengi maður að vera „í friði með tónlistinni“. Jónas fullyrti að tónleikar væru „málamiðlun“ og vísaði til kanadíska píanistans Glenn Gould í þessu samhengi. Eins og frægt er orðið dró Gould sig í hlé frá tónleikahaldi og lék einungis í hljóðveri síðustu átján ár ævi sinnar. Hann var sannfærð- ur um að tónleikar væru úrelt listform og að hljómplatan yrði eini miðill tónlistarflutnings í framtíðinni. Gould hélt því t.d. fram í sjón- varpsviðtali að „hinn fullkomni andlegi samruni“ í tónlist ætti sér eingöngu stað milli flytjandans í hljóðverinu og hlustandans sem sæti við græjurnar heima í stofu. Heimur án tónleika? Maður spyr sig óneitanlega hvernig væri umhorfs ef þessar hugmyndir Goulds hefðu náð fótfestu. Heimurinn væri jú frekar dapurlegur ef engir væru tónleikarnir. Hvað klassíska heiminn varðar er óraunhæft að halda að það gæti yfirhöfuð gengið upp. Er t.d. hægt að ímynda sér klassískan tónlistarnema sem kæmi aldrei fram á tónleikum? Hann gæti hugsanlega leikið fyrir kennarann sinn og færi svo beina leið í stúdíóið. Líklega myndi upprennandi virtúósum heimsins fækka allverulega við það eitt. Markaður fyrir klassískar upptökur er tiltölulega smár og væntanlega þyrftu margir tónlistarmenn að finna sér annað starf. Sinfóníuhljómsveitir sem ekki hefðu gulltryggða útgáfusamninga færu á hausinn. Og tónleikagagnrýni myndi auðvitað heyra sögunni til. Skelfileg framtíðarsýn, ekki satt? Tónleikar eru ekki málamiðlun Auðvitað er upplifun manna af tónleikum ekki alltaf jákvæð og má jafnvel lítið út af bera. Í grein sinni telur Jónas upp allt það sem getur truflað tónleikagestinn: hljómburður er misjafn, sætin oft óþægileg, fólk hóstar, GSM-símar hringja, ofvirk smábörn hlaupa meðfram bekkjunum, ljósmyndarar smella af án afláts og stundum er meira að segja klappað á vitlausum stöðum, „sem eyðileggur stemninguna“. En það getur margt truflað heima í stofu líka. Síminn á það til að hringja þar ekki síður en í tónleikasalnum, og dyrabjall- an í ofanálag; nágranninn slær blettinn um helgar með tilheyrandi drunum; kannski gleymir maður brauðsneið í ristinni og rankar ekki við sér fyrr en reykskynjarinn er farinn í gang. Við getum líka séð málið frá bæjardyrum hljóðfæraleikarans í stað þess að einblína á hlustandann. Það er mun meira álag að spila fyrir fullan sal af fólki en fyrir hljóðnema eða sjónvarpsvél. Margt getur farið úrskeiðis og einbeitingin verður að vera algjör. En þegar vel tekst til er ekki hægt að bera saman tónleika og stúdíóupptöku. Í nýlegum pistli sagði ég m.a. að lifandi tónlistarflutningur á sviði fyrir framan fullan sal af áheyrendum væri „einstakt fyrirbæri, andrúmsloftið er rafmagnað og flytjandinn leggur allt í sölurnar“. Góðar undirtektir áheyrenda geta orðið til að tvíefla flytjandann, sem spilar jafnvel betur fyrir vikið og uppsker enn meira þakklæti. Á góðum tónleikum verður til ólýsanlegt orkuflæði milli sviðs og salar, nokkuð sem aldrei verður sett af stað heima í stofu. Hvað flytjandann snertir geta tónleikar aldrei orðið málamiðlun. Þörfin fyrir lifandi list Þvert á móti kjósa sífellt fleiri tónlistarmenn að taka geisladiska sína upp „live“ í þeirri von að takist að fanga hið sérstaka andrúms- loft tónleikanna. Rússneski píanistinn Grigorí Sokolov stígur ekki lengur fæti í hljóðver; það gerði Svjatoslav Richter heldur ekki síðustu áratugina sem hann lifði. Anne-Sophie Mutter hljóðritaði nýverið fjölda geisladiska með fiðlutónlist Mozarts og allt eru það tónleikaupptökur þar sem reynt er að „fanga stemninguna“ sem skapaðist við flutninginn. Henni finnst hún spila betur fyrir fólk en fyrir upptökutæki. Við sækjumst eftir því að fara á tónleika ekki vegna þess að þeir séu ávallt fullkomnir, heldur af því að þeir fullnægja einhverri djúpstæðri þörf manneskjunnar til að upplifa það sem er stærst og sterkast í lífinu í samfloti við aðra, að deila reynslu sinni, að verða hluti af hinni mögnuðu stemningu sem skapast þegar vel tekst til í listflutningi. Það er í það minnsta ennþá til fólk sem velur leikhús fram yfir heimabíó, myndlistarsýningu fram yfir listaverkabók, sinfóníutónleika fram yfir útvarpsútsendingu. Sem betur fer. Tónleikar - til hvers? > Dustaðu rykið af... gamanmyndinni Groundhog Day frá 1993. Geðstirður og sjálfumglaður veðurfrétta- maður lærir að meta lífið og endurtekninguna í amer- ískum smábæ en þar fagna menn degi múrmeldýrsins 2. febrúar. Sinfóníuhljómsveit Íslands nýtur liðsinnis Judith Ingólfsson fiðluleikara á tónleikum sínum í kvöld. Judith er íslenskum tónleikagestum að góðu kunn en hún hefur margsinnis komið fram á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands, síðast árið 2003 þegar hún lék þríleikskonsert Beethovens ásamt Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Vovka Ashkenazy. Judith er margverðlaunaður hljóðfæraleikari en hún ólst upp hér á landi til sjö ára aldurs og lærði fyrst á fiðlu hjá Gígju Jóhannsdóttur í Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Judith segir að reynsla sín af tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands, sem hún sótti sem barn ásamt foreldrum sínum, hafi átt drjúgan þátt í því að hún ákvað að feta tónlistarbrautina. Judith hefur nú verið búsett í Bandaríkjunum um árabil og hlotnast þar ýmsar vegtyllur fyrir list sína. Judith leikur fiðlukonsert eftir Mozart en hljómsveitin mun síðan flytja sjöundu sinfóníu Bruckners. Stjórnandi á tónleikunum er Petri Sakari, sem einnig á að baki farsælt samstarf með sveitinni. Hann hefur í tvígang verið aðalstjórnandi hennar, samtals í sjö ár og hefur stjórnað henni á vel á annað hundrað tónleikum frá því að hann sté fyrst á stjórnandapallinn í Háskólabíói. Petri Sakari er eftirsóttur stjórnandi víða um lönd, bæði í tón- leikahöllum og óperu- húsum, og starfar nú sem listrænn stjórnandi og aðalhljómsveit- arstjóri Sinfóníu- hljómsveitarinnar í Turku. Hljóðfæraleikari á heimaslóð JuDiTH ingólfsson fiðuleikari Leikur með Sinfóníu- hljómsveitinni í kvöld. Kl. 11.00 Sýning á verkum Guðrúnar Öyahals myndlistarmanns hefur verið opnuð á 1. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15. Sýningin nefnist Iðnaðarlandslag og er ellefta í röð sýninga á verkum listamanna sem eiga listaverk í Artóteki - listhlöðu í Borgarbókasafni. Í hinu snyrtilega húsnæði gallerís i8 á Klapparstíg stendur frakkaklæddur gestur og heldur myndlist- armanni á snakki. Mynd- listarmaðurinn er búinn að koma fyrir tveimur stórum stálplötulaga verkum á gólfinu en umhverfis eru 32 ferhyrnd en aflöng verk í römmum: öll sýna það sama – fleyg úr áttunum 32 á áttavitanum. Í ljós kemur að skáldið á skorna tilvitnun á annarri stálplötunni en á henni stendur „Það er óhjá- kvæmilegt að sigla“. Í hana er skorinn báruveggur af hafinu sem okkur er svo vel kunnugt. Þegar litið er umhverfis má sjá að þessi áletraða plata er hringur og er skorin úr hinni sem er ferningur en inni í henni hringlaga op og allt í kring á blárönd hringsins stend- ur skráð „norður“. Þar er núll- punkturinn, þaðan liggja allar áttir norður – þar er Suðurpóllinn – endimörk heimsins. Kristinn E. Hrafnsson sýnir myndlist sína í gallerí i8. Það er Sigurður Pálsson skáld sem er í heimsókn frá vinnustofu sinni. Tilvitnunin á stálinu er frá honum komin: er reyndar líka einkennis- orð Eimskipafélagsins og gamall rómverskur málsháttur. Við verð- um að fara áfram, vera á ferðinni, ekki vera í stað, heldur af stað. Þegar við höfum hrakið skáldið út á Klapparstíginn þar sem það segist ganga fram og til baka í leit að bjargi til að standa á föstum fótum, einhverjum fastastað, þá segir Kristinn hægur að vanda: „Það er þetta að fara, að leita, að finna einhvern stað utan þess sem staðið er á.“ Hann segir verkin sín ekki neinn leiðarvísi. Þetta eru útiverk og merking þeirra ráðist talsvert af því hvar þau lendi, stál- in tvö. Þau eru skorin af Geisla- tækni. „Ég hef alltaf leitað til fremstu fagmanna hverju sinni og þetta eru snillingar.“ Hann segir mér síðan af áttavitanum og átt- unum 32 sem þar eru til: „Þar fyrir utan eru engar áttir. Þetta stendur fyrir möguleikana, hvað við gerum, hvað við eigum marga möguleika.“ En hvað með norðrið sem er í allar áttir, spyrjum við? „Það fer eftir samhenginu,“ segir Kristinn. „Þetta getur verið um einsýni almennt.“ Fyrir utan liggur Klapp- arstígurinn frá gömlu Klöppinni, rétt undan honum Kjaftaklöppin þar sem Reykvíkingar komu saman síðla dags og skiptust á tíð- indum og fylgdust með bátunum koma inn og – sigla burt. „Það er þetta með áttirnar. Það er fínt að fá mikið af góðum hugmyndum og fara hratt yfir. Nú erum við að leggja Örfiriseyna undir nýja byggð og menn horfa á eyjarnar. Gleyma því að það koma aðrir á eftir okkur og verða líka að hafa sína möguleika. Þessi verk eru að vissu leyti opin, en þau benda ekki aðeins á brottförina, heldur líka staðinn sem við erum á og honum eigum við að sýna væntum- þykju.“ Sýning Kristins E. Hrafnsson- ar verður opnuð í dag í i8. Eins og segir í fréttatilkynningu frá Klapparstígnum er Kristinn E. Hrafnsson (f. 1960) einna þekkt- astur fyrir verk sín á opinberum vettvangi, útiverk og skúlptúra sem unnir eru inn í umhverfið. Á sýningunni í i8 sýnir hann tvö stór gólfverk og grafíkmyndir. Krist- inn stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Aka- demie der Bildenden Künste í München í Þýskalandi. Verk hans er að finna á öllum helstu lista- söfnum á Íslandi. - pbb Áttleysur og útþráin MynDlisT Kristinn við verk sín á Klapparstíg FRéTTABLAðIð/HeIðA Níu myndir hafa verið valdar til að berjast um fimm tilnefningar til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin en þetta kemur fram á vef Hollywood Reporter. Meðal þeirra eru danska myndin Efter brylluppet í leikstjórn Susanne Bier og Volver eftir spænska leikstjórann Pedro Alm- odóvar en hún þykir af mörgum kvikmyndaspekingum mjög sig- urstrangleg. Kvikmyndin Börn eftir Ragnar Bragason var full- trúi Íslendinga en hún hlaut ekki náð fyrir augum fulltrúa aka- demíunnar. Þær breytingar urðu á valinu frá síðustu árum að 61 mynd var valinn úr þeim hundruðum mynda sem sendar voru inn. Þrjátíu með- limir akademíunnar sjá síðan um að horfa á myndirnar og velja þær fimm sem fá hina eftirsóttu tilnefningu en þær verða tilkynnt- ar á þriðjudaginn í næstu viku. Óskarsverðlaunin verða afhent 25. febrúar við hátíðlega athöfn í Kodak-höllinni í Los Angeles. Danir eru bjartsýnir á gott gengi kvikmyndar Susanne Bier og telja að nærvera Mads Mikkel- sen gæti skorið úr um hvort myndin hljóti tilnefningu eður ei. Mikkelsen skaust upp á stjörnu- himininn á síðasta ári með frammistöðu sinni sem ómennið Le Chiffre í James Bond-mynd- inni Casino Royale. Meðal ann- arra þekktra kvikmyndagerðar- manna sem eiga kvikmynd í þessum flokki má nefna hinn hol- lenska Paul Verhoven með mynd sína Black Book og Florian Henckel von Donnersmarck með hina rómuðu þýsku kvikmynd The Lives of Others. - fgg Börn ekki meðal útvalinna sigursTrangleg Kvikmynd Pedros Almodóvar þykir koma sterklega til greina sem besta erlenda kvikmyndin á Óskarsverðlaununum. menning@frettabladid.is Með á nóTunuM árni Heimir ingólfsson !
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.