Fréttablaðið - 18.01.2007, Síða 78

Fréttablaðið - 18.01.2007, Síða 78
 18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR42 Leikfélag Selfoss frumsýnir og frumflytur á Íslandi safn einþáttunga og smásagna eftir Anton Tsjekov, undir yfirskriftinni Hnerrinn, annað kvöld. Hnerrinn er 66. verk Leikfélags Selfoss, en félag- ið hefur starfað óslitið frá árinu 1958 og hefur alla tíð verið einn af máttarstólpum menningarstarf- semi í sveitarfélaginu. Hörður Sigurðarson leikstýrir verkinu og þýddi hann einnig enska leikgerð Michaels Frayn. Frayn hefur þýtt fjölda verka Tsjekovs auk þess að vinna leikgerðir úr smásögum leikskáldsins sem þekktur er fyrir lúmskan húmor sinn og glöggar mannlýs- ingar. Fimm þeirra sagna setti Frayn saman í eitt verk sem ber nafn sögunnar um hnerrann. Áhorfendur mega því eiga von á skemmtilegri kvöldstund með persónum Tsjekovs, þeir kunna að mæta uppáþrengjandi rithöfundum, sorgmæddum trúðum, þunglyndum ekkjum og fleiri furðukarakt- erum í sönnum rússneskum sagnaanda. Sýningar leikhópsins fara fram í Litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi. - khh Furðusögur frá Rússlandi Tsjekovskar kenjar Leikfélag Selfoss sýnir Hnerrann, leikgerð byggða á smásögum Antons Tsjekov. Óseldum miðum er tekið að fækka á sýningar San Francisco-ballettsins sem kemur hingað á Listahátíð í vor og verður með sjö sýningar í Borgarleikhús- inu. Þar er sextíu manna flokkur á ferð og verða ein- vörðungu verk eftir Helga Tómasson á dagskránni. Á blaðamannafundi í gær var tilkynnt að Landsbankinn yrði aðalkostandi heimsókn- arinnar en Flugleiðir leggja sitt til, hingað flígur Helgi með sínu fríða föruneyti til sýninganna í þeirra boði. Heimsóknin boðar upphaf afmælisárs San Francisco- dansflokksins sem á að baki 75 ára sögu. Helgi er að koma heim og nú verð- ur okkur löndum hans í fyrsta sinn boðið upp á heila dagskrá af döns- um hans: þeir eru allir frá síðustu árum en Helgi hefur stýrt San Francisco-ballettinum í rúma tvo áratugi. Enginn íslenskur svið- slistamaður hefur átt annan eins feril og Helgi Tómasson og hann myndar á sinn sérstaka hátt glæsi- legan boga sem á upptök sín aftur í bláupphafi ballettsins á Íslandi til þessa dags. Saga hans er böðuð ævintýra- ljóma: snemmsumars 1947 sneri Friðbjörn Björnsson heim til Íslands og dansaði með litlum hópi dansara frá Konunglega danska Ballettinum í Iðnó og fór að auki heim til Vestmannaeyja. Þar sá ungur drengur ballett í fyrsta sinn og heillaðist: þetta vildi hann gera. Hann var á sjötta ári. Tíu ára var Helgi kominn til Reykjavíkur og í nám í Listdansskóla Þjóðleikhúss- ins. Þar lenti hann undir verndar- væng Erik Bidsted og Lisu konu hans. Hann fékk því sinn stranga skóla í klassískri hefð Bournon- ville-skólans en um leið sinn skerf af pantómímunni sem Bidsted kunni svo vel. Fimm árum og mörgum sýn- ingum síðar tóku þau hann með sér til Hafnar til starfa í Tívolí. Tækifæri Helga kom fáum árum seinna þegar Ballet USA undir stjórn Jerome Robbins kom til Reykjavíkur 1959. Robbins var snöggur að lesa hina fullkomnu byggingu hins unga dansara og útvegaði honum styrk til náms í School of American Ballet: tvítug- ur var Helgi ráðinn til Robert Joffrey-flokksins og fór í fyrstu sýningarferð flokksins til Sovét- ríkjanna. Hann var ráðinn til Harkness tveim árum síðar og varð helsti dansari flokksins næstu sex árin. Hann var kepp- andi fyrir hönd Bandaríkjanna á Alþjóðlegu danskeppninni í Moskvu 1969 en varð að lúta í lægra haldi fyrir Baryshnikov - heimamanni. Segja sumir að þar hafi tekist á tvö heimsveldi. Árið eftir varð hann aðaldans- ari New York City Ballet og var um fimmtán ára skeið: hann var með afbrigðum fjölhæfur túlk- andi, bæði verk Robbins og Bal- anchine voru honum töm. Allir helstu danshöfundar heimsins vildu semja fyrir hann verk. Ferill hans til þessa tryggði honum sess í danssögu heimsins á 20. öld en 1985 sneri hann kvæði sínu í kross og tók við stjórn San Francisco- ballettsins þar sem hann hefur setið á friðarstóli síðan. Úrvinnsla hans á hefðbundnum aðferðum klassíska dansins nýtur alþjóð- legrar viðurkenningar og aðdáun- ar. Helga hefur skort þá fram- hleypni að glæsilegur ferill hans er fáum kunnur: í dansheiminum íslenska er nafn hans logagyllt: það er því mikill happafengur að Landsbankinn, Flugleiðir, Lista- hátíð, Leikfélag Reykjavíkur og San Francisco-ballettinn skuli leggjast á eitt að fá hann hingað heim með flokk sinn og verk. Sigurjón Árnason bankastjóri var að vonum upp með sér á blaða- mannafundi í gær að geta lagt þessu lið. Efnt verður til sögusýn- ingar á vegum Leikminjasafns Íslands um sögu Helga og hans glæsilega feril og um leið sögu San Francisco-ballettsins. Ferill þessa glæsilega listamanns er á enda kominn: Helgi verður 65 ára í haust. Hann getur brátt hætt að stjórna því stórfyrirtæki sem Ballettinn í San Francisco er. Dansar hans eru víða fluttir og lík- lega getur hann, kæri hann sig um, fylgt þeim áfram og styrkt enn yfirburðastöðu sína í sögu ballettsins sem danshöfundur og sá meistari sem hann er. Raunar er furðulegt að íslensk stjórnvöld hafi ekki hlutast til um að ævifer- ill hans væri skráður á bók - sú bók væri til útgáfu á þremur tungumálum: ensku, dönsku og íslensku - svo einstakur sem þessi kurteisi og virti listamaður er. Helgi kemur heim í vorið LisTdans Helgi Tómasson balletdansari og danshöfundur í síðustu heimsókn sinni hingað. Sjö ár eru frá síðustu heimsókn San Francisco-ballettsins en Landsbankinn styrkir heimsóknina nú. LisTdans Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, og Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, ganga frá samn- ingi um tilstyrk bankans við heimsókn San Francisco Ballet. Framkvæmdastjóri flokksins, Robert Russo, fylgdist með. „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.