Fréttablaðið - 18.01.2007, Síða 79

Fréttablaðið - 18.01.2007, Síða 79
n n TÓNLEIKAR c 21.00 Hljómsveitirnar Mammút og Slugs leika á Café Amsterdam. n n OPNANIR c 17.00 Stephan Stephensen, öðru nafni President Bongo, opnar sýn- ingu í 101 Gallerý við Hverfisgötu. n n SÝNINGAR c 11.00 Færeysku listmálarnir Edward Fuglø, Astri Luihn, Sigrun Gunnarsdóttir, Torbjørn Olsen, Eyðun av Reyni og Ingálvur av Reyni sýna verk sín í menningar- miðstöð Hafnarfjarðar í Hafnarborg. Listamennirnir á sýningunni Sýningin stendur til 4. febrúar. c 11.00 Sýningin Frelsun litarins/ Regard Fauve í Listasafni Íslands geymir verk frönsku expressjónist- anna frá upphafi 20. aldar. Sýningin kemur frá Musée des beaux-arts í Bordeaux í Frakklandi, 52 verk eftir þrettán listamenn, þar á meðal meistarana Renoir og Matisse. c 13.00 Myndlistarmennirnir Jóhann Torfason og Hlynur Helgason sýna verk sín í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Sýningarnar standa til 28. janúar. c 15.00 Listasafninu á Akureyri standa yfir tvær sýningar. Annars vegar á verkum Jóns Óskars, sem kallast Les yeux de l‘ombre jaune eða Augu Gula-Skuggans og hins vegar innsetning eftir bandaríska listamanninn Adam Bateman en sýning Bateman ber heitið Tyrfingar. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JANÚAR 15 16 17 18 19 20 21 Fimmtudagur Hjónin Stefán Höskuldsson flautu- leikari og Elizaveta Kopelman halda tónleika í Salnum í Kópa- vogi á morgun á vegum Tíbrár- tónleikaraðarinnar. Á efnisskrá kvöldsins eru verk eftir Bach, Fauré, Debussy og Prokofiev. Árið 2004 var Stefán tilnefndur annar flautuleikari við Metropo- litan-Óperuhljómsveitina í New York sem er undir stjórn James Levine. Stefán er eini Íslendingur- inn sem hefur hlotið stöðu við þá hljómsveit. Auk þessa er Stefán meðlimur í Metropolitan-Kamm- erhljómsveitinni sem kemur árlega fram í Carnegie Hall. Á Íslandi hefur Stefán haldið fjölda einleikstónleika og konserta með hljómsveit; sem dæmi má nefna einleikstónleika í Listasafni Íslands og tónleikaröð Ýmis. Árið 2003 spilaði Stefán „La Notte“- flautukonsert eftir Vivaldi með Kammersveit Reykjavíkur og í júní 2006 frumflutti hann á Íslandi svo eftirminnilega flautukonsert eftir Lowell Liebermann með Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Elizaveta er margverðlaunaður hljóðfæraleikari, hefur komið fram sem einleikari í Bretlandi, Evrópu, Bandaríkjunum og Suður- Ameríku og spilað debut-tónleika og almenna tónleika við frægustu tónlistarhús heims. Á Tíbrár-tón- leikum í nóvember frumflutti hún allar prelúdíur og fúgur Dímítríj Sjostakovitsj. Saman hafa þau hjónin komið fram víðs vegar um Evrópu og hlotið lof fyrir framm- stöðu sína enda eru þau listafólk á heimsmælikvarða. Tónleikarnir í Salnum hefjast kl. 20. Samstilling í Salnum ELIzAVETA KOPELmAN OG STEFáN HöSKuLdSSON Hafa leikið saman víðs vegar um Evrópu. Það er fjör í kórum. Í vor mun kór- inn Vox academica flytja Ein deutsches Requiem eftir J. Brahms í fyrstu viku maí ásamt liðlega 40 manna sinfóníuhljóm- sveit og einsöngvurum. Kórinn hefur ævinlega leitast við að fá til samstarfs við sig afbragðs tónlist- armenn og í Ein deutsches Requi- em munu Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Kristinn Sigmundsson syngja einsöng í verkinu, auk félaga úr Jón Leifs Camerata sem leika undir stjórn hljómsveitar- stjórans Hákonar Leifssonar. Þetta er semsagt alvöru dæmi. Vox academica hefur undan- farin ár skapað sér nafn og sess í íslensku tónlistarlífi og á nú traustan hóp áheyrenda, enda er kórinn skipaður söngfólki með víðtæka reynslu af tónlist og legg- ur áherslu á metnaðarfulla og fjöl- breytta dagskrá. Kórinn heldur að jafnaði þrenna tónleika á ári og hefur lagt áherslu á að flytja að minnsta kosti eitt stórt kórverk með hljómsveit ár hvert. Meðal klassískra kórverka sem kórinn hefur flutt má nefna Requiem eftir Fauré, Chichester Psalms e. Bernstein, Gloria e. Vivaldi, Carmina burana eftir Orff og Requiem e. Mozart og Christ lag in Todesbande e. Bach. Meðal samtímaverka má nefna Lincoln Mass eftir Úlfar Inga Haraldsson, African Sanctus eftir David Fanshawe og Hjörturinn skiptir um dvalarstað eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson svo fátt eitt sé nefnt. Á síðustu aðventu flutti kórinn jóla þáttinn úr Messíasi eftir Händel, og Magnificat eftir Bach og hlaut mjög góðar viðtök- ur. Þar sem Deutches Requiem er rómantískt verk og útheimtir stærri kór getur Kammerkórinn Vox academica boðið nýju söng- fólki til þáttöku í þessum fyrir- hugaða flutningi verksins. Ein- göngu er verið að leita að kórvönu fólki sem hefur einhverja reynslu af tónlistariðkun eða tónlistar- námi. Kóræfingar eru í Melaskól- anum í Reykjavík á þriðjudags- kvöldum frá 19:30 – 22:15 og fyrsta mánudag í hverjum mánuði frá 18:30 – 22:30. Hér gefst því kór- fólki gott tækifæri til að taka þátt í merkilegum flutningi. Stjórnandi og stofnandi Vox academica er Hákon Leifsson, en frekari upp- lýsingar má finna á www.habil.is/ vox. -pbb Raddir vantar í kór TÓNLIST Vox Academica vantar fleiri raddir til að syngja stórvirki í vor. FIMMTUDAGUR 18. janúar 2007 43 DJAMMIÐ UM HELGINA: Allt um djammið TÓNLISTARVEISLA Á GRAND ROKK Fimmtudagskvöld: SOUTH RIVER BAND Laugardagskvöld: LAY LOW
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.