Fréttablaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 80
 18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR44 bio@frettabladid.is Af HvítA tjAldinu Þórarinn Þórarinsson Kvikmyndin Foreldrar, seinni helmingur tvíleiks Ragnars Bragasonar leikstjóra og leikhópsins Vesturports, verður frum- sýnd í Háskólabíói annað kvöld. Bergsteinn Sigurðs- son ræddi við Ragnar og Nönnu Kristínu Magnús- dóttur leikkonu. Þegar Ragnar Bragason leitaði til Vesturports eftir samstarfi stóð til að gera eina mynd undir nafninu Kvikyndi. Sex leikarar bjuggu til jafnmargar persónur. Handritið var þróað í spunavinnu og þandist út eftir því sem á leið og þegar upp var staðið voru tveir kostir í stöðunni: fækka persónum eða gera tvær myndir. Sá síðari var valinn; síðastliðið haust litu Börn dagsins ljós og nú er komið að Foreldrum. Líkt og fyrri myndin segir Foreldrar sögu þriggja mann- eskja sem eiga það sameiginlegt að hafa misst fótanna í lífinu. Ingvar E. Sigurðsson leikur tann- lækninn Óskar sem lífið virðist leika við en þegar að er gáð stendur fjölskyldulífið á brauð- fótum; Víkingur Kristjánsson leikur viðskiptafræðinginn Einar sem gengur vel í vinnunni á meðan hann bíður þess að kona sín sjái að sér og taki aftur saman við hann og Nanna Kristín leikur Katrínu, konu sem yfirgaf son sinn á sínum tíma og fór til Sví- þjóðar en er komin aftur og von- ast til að endurheimta hann. Sjálfstæð verk Myndirnar eru sjálfstæðar þótt þær hafi upphaflega verið hugs- aðar sem ein heild. „Fólk þarf ekki að vera búið að sjá Börn til að sjá þessa, þó að það sé auðvit- að ekkert verra,“ áréttar Nanna Kristín. Ragnar segir hins vegar eðlilegt að þeir sem sáu fyrri myndina og líkaði hafi vænting- ar til þessarar. „Fólk vill auðvit- að verða fyrir svipuðum áhrifum og ég vona auðvitað að það gerist að því leyti að fólk verði ánægt með að hafa séð eitthvað sem skiptir máli, persónur af holdi og blóði og raunverulegar tilfinn- ingar.“ Nanna Kristín kveðst hins vegar hafa verið smeyk um of mikinn samanburð. „Þetta er ekki eftirmynd af þeirri fyrri heldur önnur mynd. En miðað við viðbrögðin sem ég hef fengið upplifir fólk þær sem sitthvort verkið og ber þær ekki jafn mikið saman og ég hélt að yrði gert. En ég vona auðvitað að áhrifin verði þau sömu að því leyti að myndin skilji eitthvað eftir og fái jafnvel fólk til að hugsa eitthvað um eigið líf.“ ný stéttaskipting Ólíkt Börnum fjallar Foreldrar um fólk ofar í þjóðfélagsstigan- um en Nanna Kristín segir það ekki hafa verið meðvitaða ákvörðun að gera verk sem köll- uðust þannig á. „Hvert okkar bjó til sinn karakter og Ragnar var sá eini sem hafði yfirsýn yfir þá alla. Að lokum stóðum við hins vegar uppi með sex frábærar sögur, ákváðum að gera tvær myndir og Ragnar sá um að raða persónunum saman. En mér finnst það takast mjög vel hvern- ig myndirnar vega salt milli tveggja þjóðfélagshópa.“ Ragnar bætir við að umræðan um stéttaskiptingu á Íslandi hafi komist á nýtt stig undanfarin ár. „Kannski ekki stéttaskipting sem slík heldur félagsleg vandamál og samþjöppun þeirra sem eru lægra settir í ákveðin hverfi. Á sama tíma hefur hins vegar verið mikil umræða um nýja stétt hina moldríku. Það eru því komnar þrjár stéttir á Íslandi og skipt- ingin á milli þeirra er skýr. For- eldrar fjallar um fólkið þarna á milli, venjulega Íslendinga sem búa ágætlega, eiga góða bíla og hafa einhverja menntun. Einu sinni var þetta bara „stétt-in“ en er nú millistétt.“ lykilaugnablikin Persónur myndarinnar eiga það sameiginlegt að glíma allar við djúpstæð vandamál. „Ég held að það helgist af því að hver og einn leikari mótar sinn karakter og vill auðvitað sýna hvað í sér býr,“ segir Nanna Kristín og hlær. „Þess vegna bjuggu allir til flókn- ar persónur í erfiðum aðstæðum. Það hefur ábyggilega verið erfitt fyrir Ragga að hafa hemil á okkur,“ bætir hún við og leik- stjórinn kinkar kolli. „Maður þurfti vissulega að eima spírann. Þetta eru langar sögur og stútfullar af persónu- legum einkennum sem þurfti að skera niður þannig að þær rím- uðu saman í heild. En hvað vanda- málin sem persónurnar glíma við snertir þá er það regla í kvik- myndum og öllu að ef það er ekki verið að fjalla um lykilaugnablik í lífi fólks er ekki þess virði að segja frá því. Persóna Nönnu til dæmis yfirgefur son sinn en áttar sig síðar á að hún hafði gert mistök og reynir að endurheimta barnið sitt; það verða ekki mikið stærri atburðir á lífsleið fólks.“ Litlir peningar - mikið ævintýri foreldrAr Frá vinstri: Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ragnar Bragason, Ingvar E. Sigurðsson og Víkingur Kristjánsson. FRéttaBlaðIð/gVa Hvaða mynd sástu síðast í bíó? little Miss Sunshine. Hvaða mynd sástu síðast á myndbandi? Constant gardener. Hvaða kvikmynd hefur haft mest áhrif á þig? Chorus line, all that Jazz, Footloose, Flashdance, Dirty Dancing, Havana Nights, 8 Mile, Breakfast at tiffany‘s, Cinema Paradiso, Raising Victor Vargas, Syriana, turtles Can Fly. Hefur þú grátið í bíó? alltaf. uppáhalds íslenska persónan: Baddi í Djöflaeyjunni. Mesta kvikmyndastjarna allra tíma: audrey Hepburn. Mesta hetja hvíta tjaldsins: Jimmy ‘B-Rabbit’ Smith, Jr. Mesti skúrkurinn: george W. Bush í Fahrenheit 9/11 eða bara hvar sem er. Hver er versta kvikmynd sem þú hefur séð? Man ekki. Reyni að sjá ekki vond- ar myndir. ef þú fengir að velja þér kvik- mynd til að leika í, hvernig væri söguþráðurinn, hver væri leikstjóri og hver myndi leika á móti þér? Diego luna og gael garcia Bernal myndu leika á móti mér, takk fyrir. Marshall Mathers fengi líka hlutverk. Söguþráð- urinn myndi teygja anga sína milli heimshorna Suður-ameríku, asíu og afríku og fjalla um baráttu þriðja heims fólks við alþjóðleg stórfyrirtæki á borð við Dow Chemical, Pfizer, Exxon, alcoa, Halliburton o.fl. og glæpi þess gegn mannkyninu, en eftir hetju- lega baráttu okkar við þessi stórfyrirtæki yrðum við líklega drepin af CIa, al Qaeda sögð ábyrg og einhver í Mið- austurlöndum hengdur fyrir. Bahman ghobadi gæti leikstýrt. kvikMyndAnjörðurinn: HAnnA björk vAlSdóttir blAðAMAður Reyni að sjá ekki vondar myndir Vi nn in ga r v er ða af he nd ir hj á B T S m ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví að ta ka þ át t e rtu ko m in n í S M S k lú bb . 9 9 k r/s ke yt ið . FRUMS Ý ND 19. JA NÚA R ÞA Ð I Ð A R A LLT A F L Í F I! SENDU SMS JA NMF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA FYRIR T VO! V INNINGAR ERU B ÍÓMIÐAR F YR IR T VO, DV D MYNDIR OG M ARGT FLE IR A! 9 HVER VINNU R 3 VIKUR ÁTOPPNUM ÍUSA! FYRST A STÓRM YND ÁRSIN S! GoTT Gláp tHe PreStige Hugvitsamleg og krefjandi mynd að hætti leikstjórans Christopher Nolan sem er með efnilegri mönnum í bransanum í dag. APocAlyPto Hörkuspennandi og ofbeldisfullur frumskógar- hasar frá Mel gibson sem er í miklum jötunmóð þegar hann segir sögu ungs frumbyggja sem berst gegn ofurefli fyrir lífi sínu og fjölskyldu sinnar. ...ef það er ekki verið að fjalla um lykilaugnablik í lífi fólks er ekki þess virði að segja frá því. Ísleifur B. Þórhallsson er einn af mínum skárri kunningjum í bíóbransan- um en ég ætla samt að láta það eftir mér að ausa drenginn löngu tíma- bæru lofi sem hann á fyllilega inni fyrir. Ég gæti rakið það sem Ísleifur hefur gert fyrir íslenska bíómenningu í löngu máli með því að telja upp allar þær kvikmyndahátíðir sem hann hefur staðið fyrir á undanförnum árum, nefnt allan þann fjölda þekktra leikara, leikstjóra og framleiðanda sem hann hefur fengið til landsins og leyft áhorfendum að komast í tæri við og síðast en ekki síst minnst á að sumir af þessum gestum hafa skotið hér rótum, sett svip sinn á íslenskt skemmtanalíf og komið landinu, íslenskum fatnaði, tónlist og öðru betur á kortið úti í hinum síminnkandi stóra heimi. Allt þetta réttlætir fyllilega að drengurinn fái klapp á bakið en þarna leynast þó ekki ástæðurnar fyrir því að ég hugsa til hans með hlýhug þessa dagana. Ísleifur blés á dögunum nýju lífi í fyrirtæki sitt Græna ljósið og hefur sett sér það takmark að frumsýna í það minnsta eina „sjálfstæða mynd“ á tveggja vikna fresti. Og það sem er mest um vert þá eru ekki gerð hlé á sýningum Græna ljóssins. Gallinn við íslenska bíómenningu er sá að það sem Ísleifur er að gera ætti að þykja svo sjálfsagt að það ætti ekki að þurfa að hafa orð á því og flestar þær myndir sem hann hefur sýnt á hátíðum og mun bjóða upp á hjá Græna ljósinu ættu með réttu að skila sér hratt og örugglega í almenn- ar sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum. Íslenskur bíómarkaður og þá um leið íslenskir bíógestir er því miður svo vanþroska að það þarf enn sérstakar hátíðir með tilheyrandi húllum- hæi eða sértækar aðgerðir til þess að koma myndum sem ekki eru löðrandi í Hollywoodslepju á framfæri. Græna ljósið er því að taka að sér ákveðið uppeldis- hlutverk sem ætti með réttu að vera óþarft en verði viðbrögð bíógesta við næstu myndum sem boðið verður upp á í líkingu við vinsældir Little Miss Sunshine líður vart á löngu þar til hlutverk Græna ljóssins verður óþarft og það þykir sjálfsagt og þá um leið gróðvænlegt að koma jaðarmyndum beint í almennar sýningar. Þá má líka óska þess að sá íslenski plagsiður að gera hlé á sýningum mynda leggist að mestu af um leið. Á meðan ástandið er eins og það er má maður þakka fyrir menn eins og Ísleif sem nenna að eyða tíma og orku í að leiðrétta kúrsinn. Ekkert afsakið hlé, bara gott bíó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.