Fréttablaðið - 18.01.2007, Síða 83
18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR46
maturogvin@frettabladid.is
VÍNVIÐURINN
Einar Logi Vignisson
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Margir hafa kynnst kókosmjólk á
síðustu árum, enda er hún skemmti-
leg viðbót við matargerðina. „Í
Taílandi er hún til dæmis notuð í
karrírétti og súpur og til þess að
búa til desert,“ sagði Ning de Jesus
hjá Sælkerabúðinni á Suðurlands-
braut og Nings. Hann ætti að vita
ýmislegt um málið, því í Sælkera-
búðinni má fá allt frá mjólkinni og
kókosdufti til eftirréttagerðar, til
fersks kókoskjöts. „Ég sel nánast
allt nema tréð,“ sagði Ning hlæj-
andi.
Afurðir kókoshnetunnar eru
almennt taldar búa yfir nokkrum
lækningamætti. Nýlegar rann-
sóknir sýna að í kókoshnetuolíu sé
að finna sýrur sem vinni á HIV-
veirunni. Þessar sýrur, sem einnig
er að finna í móðurmjólk, virka
vel á fjöldann allan af veiru- og
bakteríusýkingum, og að sögn
Nings, gallsteina.
„Við seljum kókoshnetusafa
sem margir Íslendingar, og Asíu-
búar, kaupa við gallsteinum. Marg-
ir hafa losnað við steina eftir að
drekka hann,“ sagði hann. Hægt
er að kynna sér lækningamátt
kókoshnetuolíu á netinu, en Ning
bendir á að hún sé jafnframt notuð
sem fegrunarmeðal. „Asíubúar og
Indverjar bera hana oft í hárið.
Það gerir hárið mýkra og gefur
því glans,“ sagði hann. „Svo er líka
búið til krem úr kókosmjólkinni,“
bætti hann við.
Kraftur kókoshnetunnar
NINg dE jEsUs Í Sælkerabúðinni hjá
Ning má fá nánast allt kókostengt, nema
tréð sjálft. fréttablaðið/hari
kRaftmIkIL kókoshNEta afurðir
kókoshnetunnar eru taldar búa yfir
ýmiss konar lækningamætti.
Athugaðu...
...að avókadó þroskast
mun hraðar ef það er sett
í poka ásamt epli eða
banana. Það er því engin
ástæða til að örvænta
þó að allar lárperurnar í
búðinni séu grjótharðar.
Lífrænt ræktuð vín og hollusta eru þema janúarmánaðar. Í næstu viku
ætla ég að kíkja á hitaeiningarnar sem fylgja blessuðu alkóhólinu en
áður er vert að klára umfjöllunina um lífrænt ræktuðu vínin. Fyrst
aðeins um ofnæmi sem ég fjallaði um í fyrsta pistil ársins. Ég hef
fengið fyrirspurnir frá mígrenisjúklingum sem segjast þola hvítvín
betur en rauðvín og spyrja um ástæður þess. Um þetta er afar lítið
vitað en talið tengjast því að engin tannín (eða barkarsýra) eru í
hvítvíni. Þetta er efnið sem myndast þegar hýðið og jafnvel steinarnir
er látið gerjast með safanum eins og í rauðvínsframleiðslu. Virka efnið
í barkarsýrunni binst mjög auðveldlega öðrum efnum og getur þannig
virkað sem ofnæmishvati. Þess ber að geta að efnið er ekki alslæmt því
þessu sama efni eru þökkuð heilsusamleg áhrif rauðvíns á æðakerfið.
Lífrænt ræktuð vín hafa verið í mikilli sókn undanfarin ár, bæði hjá
þeim sem vilja forðast aukefni í mat og eins þeim sem vilja að mann-
kynið gangi sómasamlega um jörðina. Þessa miklu vitundarvakningu
hafa margir matvælaframleiðendur spilað inn á og lífræni bransinn er
orðinn stórbissness sem stundum snýst meira um ásýnd en innihald. Í
víngeiranum voru minni háttar framleiðendur sem fókuseruðu meira á
aðferðina en gæðin áberandi í byrjun en það hefur breyst mikið.
Jafnframt hafa æ fleiri framleiðendur sem stunda lífræna ræktun
fengið sér vottun enda er hún orðin mikilvægt markaðstæki. Vottunin
kostar hinsvegar töluverða fjármuni og því hafa margir minni fram-
leiðendur ekki enn útvegað sér hana. Einn slíkur er ítalska vínhúsið
Fontodi sem gerir alveg prýðilegt chianti classico vín (1.890 kr.).
Lífræn ræktun hefur náð mikilli útbreiðslu í Bandaríkjunum
og þarlend fyrirtæki taka fyrirbærið alla leið eins og sjá má á
umbúðum og framsetningu Bonterra-vínhússins. Hér fæst í
vínbúðum Bonterra Cabernet Sauvignon (1.990 kr.), fágað og
skemmtilegt vín. Von er á fleiri vínum frá Bonterra í vínbúðir á
næstunni og bíð ég sérstaklega spenntur eftir framúrskar-
andi víni þeirra úr þrúgunni viognier. Bonterra er í eigu hins
þekkta framleiðanda Fetzer sem hefur gefið út að fyrirtækið
stefni að því að gera alla framleiðslu sína lífræna á næstu
árum.
Í nýjasta hefti Gestgjafans er Dominique Plédel Jónsson
með vandaða umfjöllun um lífrænt ræktuð vín. Vínið frá
Bonterra fær fjórar stjörnur hjá henni og það gera líka
t.d. frönsku vínin frá Chapoutier og Pujol sem margir
vínunnendur kannast við. Besta umsögn, fjóra og hálfa
stjörnu og titilinn vín mánaðarins, fær Domaine
d’Aupilhac Montpeyroux (2.200 kr.) sem er lítill fram-
leiðandi í Languedoc. Þar ræður hugsjónin eins og hjá
Fontodi þótt vottunina vanti.
Á botNINN hVoLft:
lífrænt ræktuð matvæli eru oft dýrari en önnur matvæli og gildir
það sama um vínin. Kosta oft um 2.000 kr. en sum eru ódýrari eins
og Domaine d’aupilhac lou Maset (1.600 kr.) sem er fínt að byrja á
áður en ráðist er á stóra bróður, Montpeyroux.
Góð lífrænt ræktuð vín
Sóley Tómasdóttir vara-
borgarfulltrúi er ekki hrifin
af uppskriftum. Hún hefur
engu að síður mjög gaman
af því að elda.
„Uppskriftir eru ekki mín sterk-
asta hlið, ég elda bara eftir tilfinn-
ingu,“ segir Sóley, sem kvaðst
hafa átt í þó nokkrum erfiðleikum
með að setja saman þessa upp-
skrift. „Ég sá þetta einhvern tíma
í matreiðsluþætti Jamie Oliver og
gerði svona eftir minni,“ segir
Sóley, enda heitir brauðið góða
Jamie-brauð á heimili hennar.
Sjónvarpskokkurinn geðþekki
er í þó nokkru uppáhaldi hjá
Sóleyju. „Ég horfði alltaf mikið á
Eldað eftir tilfinningu
LÍtIÐ fyRIR UppskRIftIR Sóley tómasdóttir er afar hrifin af hugmyndafræði sjón-
varpskokksins Jamie Oliver, og fer frekar eftir henni en uppskriftum. fréttablaðið/róSa
hvaða matar gætirðu síst verið án?
líklega epla. ég er nánast háð þeim. Þau
geta komið í stað flest alls annars.
besta máltíð sem þú hefur fengið:
Það var á sveitaveitingastað í gömlum
kvennaskóla í Norður-Þýskalandi. ég var
rétt komin holdvot og vindbarin frá túr út
í frísnesku eyjarnar og okkar beið ferskur
aspas í forrétt, kálfalund í aðalrétt og nýtínd
jarðaber í eftirrétt. Með kjötinu voru bara
kartöflur, ekkert annað. Einfalt, úr góðu
hráefni og því fullkomið.
Er einhver matur sem þér finnst vondur?
Eiginlega finnst mér allur matur góður en
ég finn þó fyrir minnkandi spenningi fyrir
stórsteikum.
Leyndarmál úr eldhússkápnum:
Ostar. Það er alltaf hægt að rigga upp góða
máltíð ef maður á osta.
hvað borðar þú til að
láta þér líða betur?
Það fer eftir því af hverju
vanlíðanin stafar. Ef ég er
orkulaus langar mig í fitu,
til dæmis sviðasultu.
hvað áttu alltaf til í
ísskápnum?
G-mjólk í kaffið.
Ef þú yrðir föst á eyðieyju,
hvað tækirðu með
þér?
baunir. Þær
geymast vel
og standa
lengi og
vel með
manni.
hvað er það skrítnasta sem þú
hefur borðað?
líklega ostrur. ég hafði þráð að
smakka þær allt frá því ég las
Önnu Karenínu sem unglingur.
Pantaði þær svo við fyrsta
tækifæri á góðum fiskréttastað
í london en brá í brún þegar
ég áttaði mig á því að þær voru
bornar fram lifandi. En með
hjálp sítrónunnar, og
minninganna, lét ég
mig hafa það.
matgæÐINgURINN sVaNfRÍÐUR jóNasdóttIR bæjaRstjóRI
Dreymdi um ostrur á unglingsárum
JamiE-brauð
Deig:
450 g hveiti
20 g salt
300 ml ylvolgt vatn
1 bréf þurrger
1 msk sykur
Kryddolía:
1/2 dl ólífuolía
Handfylli af fersku kryddi
2-4 hvítlauksrif
Fylling:
1 pk parmaskinka
100 g ferskur mozzarella-ostur
80 g rifinn ferskur parmesanostur
4 harðsoðin egg skorin í 4 báta
búið til deigið. blandið sykri og
geri út í vatnið og bíðið þar til gerið
hefur blandast vel. blandið saman
hveiti og salti og setjið vökvann út í.
hnoðið og látið deigið hefast í 20-30
mínútur.
blandið saman innihaldi krydd-
olíunnar og látið standa á meðan
deigið hefar sig.
fletjið deigið út í ca 80 sm langa
og 10-15 sm breiða lengju. Skvettið
hluta af kryddolíunni á deigið og
raðið skinku, osti og eggjabátum eftir
lengjunni. lokið svo lengjunni eins
og umslagi, með því að klemma
endana saman eftir endilöngu
utanum innihaldið. Skvettið restinni
af kryddolíunni yfir og bakið í ofni
við 180°C í 15-20 mínútur, eða þar til
brauðið er orðið hæfilega dökkt.
hann og varð fyrir miklum inn-
blæstri af matreiðslubókunum
hans, þó að ég hafi aldrei fylgt
uppskriftunum beint,“ segir Sóley,
sem eldar frekar eftir hugmynda-
fræði að eigin sögn. „Það sem mér
finnst frábært við Jamie Oliver er
hugmyndafræðin – að nota ferskt
hráefni og vinna með það,“ segir
hún. „Aðrir matreiðsluþættir eru
ekki það sama. Það vantar ein-
hvern veginn ferskleikann,“ bætir
hún við.
Sóley segist vera dugleg að elda
heima við. „Það er bara dekur að
elda góðan mat. Þá hefur maður
það ofsalega huggulegt,“ segir
hún. Kökur eru þó ekki ofarlega á
vinsældalistanum hjá henni. „Ég
held að það sé af því að get ekki
farið eftir uppskrifum, ég hef enga
tilfinningu fyrir kökum. Ég bý
frekar til salöt og eitthvað dótarí,“
segir Sóley, sem bendir á að fyll-
ingunni í Jamie-brauðinu megi
auðveldlega skipta út eftir tilfinn-
ingu og smekk hvers og eins.
Kryddi í olíunni má eins skipta út,
en Sóley mælir með rósmaríni og
timjani. sunna@frettabladid.is