Fréttablaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 91
54 18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is ÍþRóTTIR Fréttablaðið fjallaði á dögunum um launamál formanns KSÍ og kom fram í þeirri umfjöll- un að fjórir einstaklingar réðu launum Eggerts Magnússonar, formanns KSÍ, og að aðeins sex vissu hversu há launin væru enda kostnaður vegna formannsins ekki sundurgreindur í ársreikningi sambandsins og hans ekki heldur getið í fjárhagsáætlunum. Fréttablaðið fór á stúfana í kjöl- farið og aflaði sér upplýsinga um launakjör formanna hinna stóru boltagreinanna - handbolta og körfubolta - ásamt upplýsingum um kjör forseta ÍSÍ. Eggert Stein- grímsson, gjaldkeri KSÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið á dögun- um að hann hefði alltaf litið á málið þannig að formaður KSÍ og forseti ÍSÍ væru með svipuð laun. Ekki hvílir nein leynd yfir laun- um forseta ÍSÍ. Allt síðan árið 1996 hefur kostnaður vegna forseta ÍSÍ verið sundurgreindur í ársreikn- ingum sambandsins. Starf forseta ÍSI er ekki skilgreint sem launað starf eða fullt starf. Forseti, framkvæmdastjórnar- menn og nefndarmenn innan starf- semi ÍSÍ sinna sínum störfum í sjálfboðaliðavinnu en ÍSÍ telur rétt að greiða forsetanum risnu og útlagðan kostnað vegna álags sem fylgir starfinu. Laun forseta ÍSÍ eru 120 þús- und krónur á mánuði sem eru greiddar í formi risnu. Greiðsl- an kemur til vegna símanotkun- ar, fatnaðar og ýmissa atriða sem tengjast því að vera í emb- ætti forseta ÍSÍ. Af þessari greiðslu er síðan dregin stað- greiðsla. Guðmundur Ingvarsson, for- maður HSÍ, sagðist ekki þiggja nein laun fyrir sína vinnu í þágu handboltans. Hann er með um 5.000 króna dagpeninga er hann ferðast erlendis á vegum sam- bandsins. Guðmundur sagði að allur gangur væri þó á því hvort hann þæði dagpeninga og stund- um ferðaðist hann á vegum HSÍ án þess að taka nokkuð fyrir. Hannes Jónsson, formaður KKÍ, kemur á annan hátt að starfi síns sambands en Guð- mundur en Hannes tekur virkan þátt í rekstri sambandsins og eyðir drjúgum tíma á skrifstofu sambandsins þar sem hún er undirmönnuð að þeirra mati. Fyrir þá vinnu þiggur Hannes 50 þúsund krónur á mánuði. Hannes þiggur ekki dagpeninga ef hann ferðast erlendis í erinda- gjörðum KKÍ. „Við höfum ein- faldlega ekki efni á að greiða mér né landsliðsmönnum dag- peninga,“ sagði Hannes. KSÍ er langstærsta sérsam- band Íslands eins og sést á veltu- tölum sem fylgja fréttinni og rekstur þess sambands að mörgu leyti ólíkur hinum samböndun- um enda býr KSÍ við allt annað umhverfi en hin samböndin, meðal annars vegna þeirra háu styrkja sem sambandið fær frá UEFA og FIFA.  henry@frettabladid.is Aðeins hvílir leynd yfir launum formanns Knattspyrnusambandsins Ekki hvílir nein leynd yfir launum formanna HSÍ og KKÍ sem og forseta ÍSÍ þar sem kostnaður vegna forsetans hefur verið sundurgreindur síðan 1996. Formaður HSÍ fær ekkert greitt en formaður KKÍ fær 50 þúsund krónur í mánaðarlaun. Forseti ÍSI fær greidda mánaðarlega risnu sem er 120 þúsund krónur. eggertmagnússon,formaðurKsíGefur ekki upp laun sín hjá KSÍ, ólíkt kolleg- um sínum í íþróttahreyfingunni. fréttablaðið/e.ól. veltasambandanna: Ksí: 2005: 462,2 milljónir króna 2004: 457,6 milljónir króna 2003: 342,9 milljónir króna ísí: 2005: 350 milljónir króna 2004: 379 milljónir króna 2003: 344 milljónir króna Hsí: 2005: 76,8 milljónir króna 2004: 84,3 milljónir króna 2003: 70,7 milljónir króna KKí: 2005: 56,8 milljónir króna 2004: 39,5 milljónir króna 2003: 40,8 milljónir króna 1 daguríHmíÞýsKalandi HAnDbolTI „Þetta er að bresta á. Við fljúgum snemma morguns til Frankfurt og þar tekur rúta á móti okkur. Við munum keyra í fjóran og hálfan klukkutíma til Magde- burg,“ sagði Einar Þorvarðar- son hjá HSÍ þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær en hann er fararstjóri í ferðinni. Liðið kemur til Þýskalands í dag. Einar sagði að allt væri gott að frétta af hópnum og stemningin innan hans væri góð. Reiknað er með að íslenska liðið taki æfingu í kvöld en fyrsti leikur liðsins á HM verður á laugardag. Keppnin sjálf hefst hinsvegar á föstudag. Ástralía verður fyrsti mótherji Íslands á mótinu en á sunnudag verður leikið gegn Úkraínu. Nánar er fjallað um mótið í sérstöku aukablaði sem fylgir Frétta- blaðinu í dag. -egm Íslenska landsliðið: Mætir í dag til Þýskalands eyjólfur Héðinsson, leikmaður fylkis, gæti verið á leið í sænsku úrvalsdeildina en lið GaiS hefur mikinn áhuga á að kaupa hann frá Árbæjarliðinu. roland Nilsson er þjálfari GaiS og sagði hann við fjölmiðla þar í landi að eyjólfur hefði heillað sig þann tíma sem hann æfði með liðinu. eyjólfur var við æfingar hjá GaiS í síðustu viku og leist vel á félagið. „Þetta virðist vera fínt félag og maður hefur alltaf stefnt á það að komast út. Þetta virkar mjög spennandi og það er fínt að vera í Gautaborg. Svo tel ég allar líkur á því að maður fái að spila mikið þarna og það er náttúrlega mikilvægt. Þetta félag getur verið góður stökkpallur í enn sterkari deild síðar,“ sagði eyjólfur við fréttablaðið í gær en hann á fjölmarga landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og var einn af betri leikmönnum fylkis síðasta sumar, hann lék alla leiki liðsins Í landsbankadeildinni. „Mér gekk vel á þessum æfingum þarna úti og nú er bara að leggja höfuðið í bleyti og hugsa,“ sagði eyjólfur, sem var greini- lega spenntur fyrir því að reyna fyrir sér í sterkari deild og mæta leikmönnum á borð við Henrik larsson. Þá segir hann að það skemmi ekki fyrir að íslenskur leikmaður sé fyrir hjá GaiS en með liðinu leikur Jóhann birnir Guðmundsson. „Svo eru líka fleiri íslenskir leikmenn þarna í Gautaborg eins og raggi félagi minn og Hjálmar sem er með honum í liði, þannig að manni ætti ekki að leiðast þarna. Svo fer kærastan mín örugglega með mér líka þannig að þetta ætti bara að vera stuð. ég er opinn fyrir þessu en þetta mun skýrast betur á næstu dögum,“ sagði eyjólfur. Varnarmaðurinn ragnar Sigurðs- son, sem lék með eyjólfi hjá fylki, gerði samning við Gautaborg í október en í Gautaborgarliðinu er einnig lands- liðsmaðurinn Hjálmar Jónsson. eyjólfurHéðinsson: er Á óSKaliSta SæNSKa liðSiNS GaiS SeM Hefur Hafið Viðræður Við fylKi Mér ætti ekki að leiðast í Gautaborg >Heiðargeirtilsvíþjóðar Sóknarmaðurinn Heiðar Geir Júlíusson hefur verið lánaður frá fram til sænska liðsins Hammarby í eitt ár. Heiðar er nítján ára gamall sóknarmaður sem leikið hefur fyrir öll yngri landslið Íslands. Þar með þynnist enn í hópi sóknarmanna hjá fram, sem er þessa dagana í leit að framherja fyrir landsbankadeildina í sumar. Heiðar vildi ekki tjá sig um félagaskiptin í gær að beiðni umboðsmanns hans. HAnDbolTI Ísland mætir Úkraínu á sunnudaginn kemur í HM í Þýskalandi. Fyrir fram má áætla að leikurinn sé gríðarlega mikil- vægur upp á framhald íslenska liðsins á mótinu. Ef Ísland tapar gæti róður liðsins reynst þungur í kjölfarið. Ekki er mikið vitað um lið Úkraínu en liðið lék æfingaleik gegn þýska úrvalsdeildarliðinu Eintracht Hildesheim í fyrradag. Úkraína vann, 36-31. Lars Walther, þjálfari Hildes- heim, sagði í samtali við Frétta- blaðið í gær að úkraínska liðið hefði komið sér á óvart. „Ég bjóst við sterkara liði. Þeir spiluðu illa, voru hægir og litu út fyrir að vera mjög þreytt- ir. Ég held að Ísland muni ekki lenda í neinum vandræðum með Úkraínu á HM,“ sagði Walther, sem er danskur og lék eitt sinn með KA. Alfreð Gíslason lands- liðsþjálfari hringdi í Walther í gær og fékk upplýsingar um lið Úkraínu. „Skytturnar beggja megin léku vel, sem og markverðirnir. Leikstjórnandinn lék vel fyrir liðið en skýtur ekki mikið á mark- ið.“ Walther segir enn fremur að hann hafi litið á leikinn sem æfingaleik fyrir sig og því notað alla sína leikmenn og prófað ýmis afbrigði af leikstíl liðsins. „Úkra- ína keyrði hins vegar á sömu átta mönnunum næstum allan leik- inn,“ bætti hann við. Hann býst við miklu af lönd- um sínum og segir Dani eiga góða möguleika á verðlaunsæti. „Ég held að Frakkar verði sterkastir, svo Danir og Króatar. Þýskaland og Ísland gætu svo einnig bland- að sér í toppbaráttuna. Þá ber einnig að fylgjast með Túnis, sem er með öflugt lið ef leikmenn forðast meiðsli.“ -esá Þjálfari Hildesheim eftir æfingaleik gegn Úkraínu í fyrradag: Úkraína engin fyrirstaða fyrir Ísland waltHerlars Walther, til vinstri, berst við Stefan lövgren, leikmann Kiel, er hann lék með Göppingen fyrir tveimur árum. Nordic pHotoS/Getty
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.