Fréttablaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 92
FIMMTUDAGUR 18. janúar 2007 55 FóTbolTI Landsliðsmaðurinn Ólaf- ur Ingi Skúlason er eftirsóttur af liðum á Norðurlöndum. Hann æfði fyrr í vikunni með sænska liðinu Helsingborg og hefur þegar sýnt mikinn áhuga á því að ganga til liðs við félagið. Hann er úti í kuldanum hjá enska liðinu Brent- ford, sem er tilbúið að leyfa honum að fara og er Ólafur nú í leit að nýju félagi. „Þetta gekk mjög vel og báðir aðilar eru mjög sáttir, svo sjáum við bara hvað gerist á næstu dögum. Þeir fara í keppnisferða- lag á sunnudaginn til Suður-Afríku og vilja fá mig með sér í það. Æfingarnar hafa verið innandyra á gervigrasi og þeir vilja sjá mig á grasi og á stórum velli. Ég er að fara yfir stöðuna en nokkur önnur lið í Skandinavíu hafa sýnt áhuga á mér, bæði frá Danmörku og Nor- egi. Næsta skref hjá mér er samt ekki alveg klárt og því vil ég sem minnst segja,“ sagði Ólafur Ingi við Fréttablaðið. Sænskir fjölmiðlar fullyrtu í gær að norska liðið Vålerenga væri meðal liða sem hefðu áhuga á Ólafi og að hann væri á leið til æfinga hjá liðinu. Það fer þó ekki á milli mála að Ólafur er mjög spenntur fyrir Helsingborg. „Mér leist mjög vel á þennan klúbb, þjálfarann og alla í kringum þetta. Ég æfði með þeim í þrjá daga og mér sýnist þetta vera ágætis lið.“ „Þeir voru reyndar að missa sóknarmann sem Sheffield United keypti frá þeim á tvær milljónir punda (Lucas Shelton) og ég held að þeir séu að leita að arftaka hans og eiga víst eftir að styrkja liðið frekar. Þeir eru meðal sterkustu liða Svíþjóðar og stefna enn hærra og það líst mér vel á. Ég féll vel inn í þetta á æfingunum og finnst þetta spennandi kostur. Þetta hefur þokast eitthvað nær en það á margt eftir að gerast svo þetta verði neglt niður.“ - egm Helsingborg hefur mikinn áhuga á Ólafi Inga en fleiri lið eru komin í slaginn: Vilja fá Ólaf með til Suður-Afríku ólafur ingi Stóð sig vel á æfingum með sænska liðinu Helsingborg. nordic pHotoS/getty FóTbolTI Andri Lindberg Karvels- son hefur tekið skóna úr hillunni eftir tveggja ára frí vegna náms. Andri, sem lék með ÍA, hefur ákveðið að semja við Fram þar sem hann hittir fyrir fyrrum þjálfara sinn, Ólaf Þórðarson. Andri, sem er fæddur 1979, lék æfingaleik með Fram á mánudag þegar liðið vann Fjölni 2-1 og var í kjölfarið ákveðið að semja við hann. - egm Leikmannamál hér á landi: Andri til Fram bADMInTon Evrópumót B-þjóða í badminton hófst í Laugardalshöll- inni í gær og lýkur því á sunnu- dag. Þetta er stærsta badminton- mót sem haldið hefur verið hér á landi og keppir íslenska landsliðið gegn fimmtán öðrum þjóðum um sæti í keppni A-þjóða. Ísland vann Króatíu 4-1 í sínum fyrsta leik í sínum riðli í gær en eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti. Þrjú efstu liðin munu komast í Evrópukeppni A-þjóða. - egm Evrópumóti í badminton: Ísland sigraði Króatíu öruggt helvetia cup Fer fram í reykjavík um þessar mundir. nordic pHotoS/getty FóTbolTI Samkomulag milli KSÍ og deildardómara hefur enn ekki náðst en þrátt fyrir það verður engin töf á því að Reykjavíkur- mótið fari af stað. „Þessi mál eru öll í vinnslu en það er enginn ágreiningur varðandi leiki núna í byrjun. Það er verið að vinna í því að landa þessu og ég hef verið fullvissaður um að það verði ekki vandamál varðandi leikina núna í upphafi. Vonir standa til að það takist að ná samkomulagi á næstunni,“ sagði Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar, við Fréttablaðið í gær. Nýr samningur KSÍ við dómara var felldur á fundi félags deildardómara á sunnudag en samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins er málið að þokast í rétta átt. - egm Dómaradeilan umtalaða: Fyrstu leikir ekki í hættu úrslit leikja í gær Iceland Express deild kv. grindavík-keFlavík 88-82 stig grindavíkur: tamara Bowie 36, ingibjörg Jak- obsdóttir 16, Hildur Sigurðardóttir 13, íris Sverris- dóttir 11, Jovana Stefánsd. 11, alma garðarsd. 1. stig keflavíkur: María Ben erlingsdóttir 24, tak- esha Watson 22, Bryndís guðmundsdóttir 20, Svava Stefánsdóttir 10, Birna valgarðsdóttir 3, Margrét kara Sturludóttir 2, ingibjörg vilbergsd. 1 HaMar-íS 50-56 BreiðaBlik-Haukar 42-121 KöRFUbolTI Grindavík vann í gær afar óvæntan sigur á toppliði Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna. Lokatölur voru 88- 82, heimamönnum í hag. Frábær byrjun hjá Grindavík vó þungt í þróun leiksins en Tamara Bowie skoraði 20 stig í fyrsta leikhluta og tók 13 fráköst. Staðan þá var 27-17 og náði Keflavík aldrei að jafna metin eftir það. Bowie skoraði 36 stig og tók 27 fráköst. 16 ára stúlka, Ingibjörg Jakobsdóttir, átti einnig stórleik og skoraði 16 stig og gaf fimm stoðsendingar. - óój Iceland Express deild kvenna: Toppliðinu skellt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.