Fréttablaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 95

Fréttablaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 95
 18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR58 Hrósið … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁrÉTT 2 örverpi 6 kyrrð 8 eyða 9 keyra 11 tveir eins 12 dans 14 slúta 16 bardagi 17 tugur 18 niður 20 karlkyn 21 nabbi. LóðrÉTT 1 slabb 3 í röð 4 stjórnmál 5 mál 7 galli 10 einkar 13 lítið býli 15 bæta við 16 flana 19 tveir eins. LAUsN LÁrÉTT: 2 urpt, 6 ró, 8 sóa, 9 aka, 11 ll, 12 polki, 14 slota, 16 at, 17 tíu, 18 suð, 20 kk, 21 arða. LóðrÉTT: 1 krap, 3 rs, 4 pólitík, 5 tal, 7 ókostur, 10 all, 13 kot, 15 auka, 16 asa, 19 ðð. Leiðsögumaðurinn og neminn Guðmundur Atli Ásgeirsson er á forsíðu nýjasta tölublaðs breska veiðitímaritsins Trout and Salm- on. Blaðamaður frá tímaritinu var staddur hér á landi síðasta haust ásamt ljósmyndara til að gera grein um íslensk vatnasvæði og var Guðmundur Atli leiðsögumað- ur þeirra. Ferðuðust þeir um Steinsmýrarvötn, Eldvatnsbotna og Varmá. „Þeir voru mjög sáttir. Þeir lentu reyndar í brjáluðu veðri og fengu alvöru íslenskt haustveður, rok og rigningu. En þeir veiddu líka risastóra bleikju, sjö til átta punda, og það stóð upp úr,“ segir Guðmundur Atli. Trout and Salmon er vinsælasta tímarit sinnar tegundar á Bret- landseyjum og er því ljóst að um góða landkynningu er að ræða fyrir Ísland, enda er farið lofsam- legum orðum um vatnasvæðin þrjú í greininni. Guðmundur, sem hefur starfað sem leiðsögumaður í um átta ár, segist alltaf hafa jafngaman af veiðimennskunni. „Maður læknast ekkert af þessu. Það er verst hvað þetta er orðið dýrt. Veiðileyfin hafa hækk- að um 20 til 30 prósent á ári og eins og með laxveiðina er þetta orðið algjört bull. Núna fæst einn dagur fyrir sama verð og fyrir þrjá daga fyrir þremur árum,“ segir hann. - fb Á forsíðu bresks veiðitímarits gUðmUNdUr ATLi ÁsgeirssoN Guðmundur Atli er á forsíðu breska veiðitímaritsins Trout and Salmon. fréTTAblAðið/AnTon Þekktur breskur raddþjálfari, Neil Swain, þjálfaði nýverið leik- hópinn Vesturport fyrir upp- færslu hans á leikritinu Pétri Gauti í London í lok febrúar. Skaust hann hingað til lands á milli jóla og nýárs og er væntanlegur aftur um mánaðamótin. Í millitíðinni verður hann upptekinn við að þjálfa Johnny Depp vegna hlutverks hans í nýjustu mynd Tims Burton, sem er byggð á söngleiknum Sweeney Todd. Björn Hlynur Haralds- son segir að það hafi verið frábært að vinna með Swain. „Ég hef aðeins kynnst honum áður því hann hjálp- aði okkur með Rómeó og Júlíu. Hann vann í nokkur ár fyrir Royal Shakespeare Company og var mikið að hjálpa þegar amerísk- ar stjörn- ur mættu á West End. Hann var með Matt Damon og svoleiðis liði. Svo er hann far- inn að vinna meira og minna í bíó- myndum,“ segir Björn Hlynur og bætir því við að á síðasta ári hafi Swain m.a. verið raddþjálfari Robert De Niro og Jude Law. „Hann er einn af þeim bestu á sínu sviði í heiminum í dag. Hann er mikið í því að sameina hreima hjá fólki. Sumir hjá okkur tala með amerískum hreim og sumir eru með harðan íslenskan hreim. Hann er að sameina þetta,“ segir Björn. Swain þekkir vel til austurríska raddþjálfarans Hilde Helgason, sem hefur starfað síðastliðin 35 ár í Leiklistarskóla Íslands. „Swain er póstur sem ekki margir vita af. Í öllum leikhúsum í Englandi er svona „voice coach“ en þetta hefur ekki tíðkast hérna. Það er synd því þetta er nokkuð sem maður þarf að halda við eins og öllu öðru.“ - fb Með sama þjálfara og Johnny Depp björN HLyNUr HArALdssoN björn Hlynur er hæstánægð- ur með vinnubrögð raddþjálfarans neil Swain. roberT de Niro Einn virtasti leikari heims naut aðstoðar Swain á síðasta ári. „Hann hefur í það minnsta stærð- ina ekki frá mér,“ segir Bubbi Morthens um son sinn, Hörð Morthens, sem hefur verið að gera góða hluti í íslenskum handbolta. Strákurinn er stór og stæðilegur, 2,03 á hæð, og leikur með yngri flokkum Gróttu á Seltjarnarnesi. Bubbi er sjálfur meðalmaður að hæð. Hörður er þegar far- inn að banka á dyrnar hjá meistaraflokknum þrátt fyrir ungan aldur og nýlega valinn í unglinga- landslið drengja fæddra eftir 1990. Hörður er rétt- hent skytta, staða sem íslenska landsliðið hefur átt í erfiðleikum með und- anfarin ár. Hörður var reyndar ekki farinn að velta fyrir sér sæti í íslenska landsliðinu og sagð- ist ætla að ein- beita sér að því að komast í meist- ara- flokkinn. Hann vildi hins vegar ekki meina að pabbinn hefði ein- hverja minnimáttakennd gagn- vart hæðarmuninum. „Karlinn er svo ánægður með sjálfan sig,“ segir Hörður og skellir upp úr. „Ég er líka hættur að stækka upp á við en „massinn” frá pabba kemur bara seinna,“ bætir hann við. Hörður segir að þeir feðgar ætli að fylgjast vel með gangi mála á HM og reiknar með að faðir hans láti vel í sér heyra þrátt fyrir að sitja heima í stofu. „Hann er hávær og kann að öskra,“ segir Hörður og hefur augljóslega gaman af því að stríða gamla manninum. „Sjálf- ur er ég meira fyrir að klappa smá en blóta síðan í laumi,“ útskýrir Hörður, sem er hæfilega bjartsýnn á frammistöðu landsliðsins á heimsmeistara- mótinu í Þýskalandi sem hefst á laugardaginn. Bubbi upplýsir að þeir feðgar hafi ætlað að skella sér til Þýska- lands og fylgjast með landsliðinu á heimsmeistaramótinu sem hefst 20. janúar. „Við komumst ekki vegna anna hjá honum í Verslunar- skólanum en sjálfur stefni ég ótrauður á milliriðlana,“ segir Bubbi, sem hefur sterkar skoðanir á styrk og veikleika íslenska lands- liðsins. „Ég vil sjá skytturnar virk- ari og svo hef ég eðlilega áhyggjur af meiðslum hjá lykilmönnum á borð við Ólaf Stefánsson, Alexand- er Petterson og Guðóni Val Sig- urðssyni,“ segir tónlistarmaður- inn. Bubbi þekkir vel til landsliðs- þjálfarans Alfreðs Gíslasonar og segir landsliðið ekki geta verið í betri höndum, Alfreð sé þjálfari í fremstu röð. „Ég myndi hins vegar aldrei fara í hringinn á móti honum, það væri algjört glap- ræði,” segir Bubbi og hlær. „Þeir bræður eru síðustu hálftröll á Íslandi,“ bætir hann við. freyrgigja@frettabladid.is Hörður MorTHEnS: Gnæfir yfir föður sinn Pabbi gamli ekki með minnimáttarkennd HörðUr Þykir efnileg stórskytta en hann leikur með öðrum og þriðja flokki hjá Gróttu. bUbbi feðgarnir komust ekki á HM vegna anna hjá Herði í Verslunar- skólan- um. Magnús Stefánsson félagsmála- ráðherra boðaði fjölmiðlamenn á sinn fund á mánudag til að ræða málefni byrgisins. brá frétta- mönnum nokkuð í brún þegar þeir skoðuðu boðið en þar kom fram að Magnús ætlaði að tala til fréttamanna en ekki ræða við þá. Ekki síst þótti mönnum það skjóta skökku við þar sem fjölmiðlafulltrúi Magnúsar er Þór Jónsson fyrrum fréttastjóri, sem hefur viljað vera öðrum mönnum harðari á prinsipp- um í blaðamennsku. reyndist það á misskilningi byggt að blaðamenn mættu ekki spyrja Magnús, sem þykir háll sem áll í svörum sínum, en heldur þótti mönnum skrítið að hafa Þór þar sem eins konar varðhund valdsins svo stuttu eftir að hann sat hinum megin borðis og lagði áherslu á að engin linkind dygði þegar raktar eru garnir úr stjórn- málamönnum. bókaútgefendur rýna nú í sölulista sem mest þeir mega til að glöggva sig á stöðu mála. Helsta niðurstað- an virðist sú að hvað sem tveggja turna tali líður í stjórnmálunum á það vel við orðið í forlagsmálum, því Eddan og JPV útgáfa bera höfuð og herðar yfir önnur forlög hvað varðar sölu bóka. Séu helstu sölu- listar teknir saman er Edda með 21 titil meðal þeirra söluhæstu, JPV með 16 og næsta forlag ekki með nema 2. Sjá menn þess merki að Snæbjörn Arngrímsson hjá bjarti hefur beint kröftum sínum á dönsk mið en bjarti hefur oft vegnað betur. önnur tíðindi eru að Arnaldur Indriðason virðist ekki ná sömu hæðum og oft áður. Telja menn að sala á Konungsbók hans sé í um 17 þúsund eintökum meðan Vetrarborg hans í fyrra seldist í 22 þús- undum eintaka. Hins vegar mun kiljuútgáfa á Konungsbók hífa sölutölur eitthvað upp. - jbg FrÉTTir AF FóLki ... fær hin búlgarska Tanja Tzoneva sem búið hefur hér á landi í tólf ár en talar íslensku betur en margir barnfæddir Íslendingar. Gnoðavogi 44, s. 588 8686. Opið alla laugardaga 11-14 SÚR HVALUR SÚRT RENGI HARÐFISKUR FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.