Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.02.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 16.02.2007, Qupperneq 8
 Eistneska þjóðþingið samþykkti í gær „Lög um bannað- ar byggingar“, en framfylgd þeirra mun þýða flutning á umdeildu minnismerki um sigur Rauða hersins í síðari heimsstyrj- öld frá þeim áberandi stað sem það nú stendur á í miðborg Tallinn inn í kirkjugarð. Reyndar boðaði Toomas Hendrik Ilves, forseti landsins, að hann myndi beita synjunarvaldi gegn lögunum, sem hann segir brjóta í bága við stjórnarskrána. Lögin munu þrátt fyrir það vafalaust koma niður á tengslum Eistlands og Rússlands, enda hefur Rússlandsþing þegar sam- þykkt einróma ályktun þar sem Eistar eru eindregið varaðir við því að stíga þetta skref. Minnismerkið sem um ræðir var sett upp árið 1947, en frá því að Eistar endurheimtu sjálfstæði sitt árið 1991 hefur það verið þyrnir í augum þeirra flestra - fyrir utan hinn fjölmenna rússneskumælandi minnihluta í landinu - enda þykir það stöðug áminning um þjáning- arnar sem innlimun landsins í Sovétríkin kallaði yfir þjóðina. Sergei Lavrov, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði samþykkt laganna „alvarleg mistök, guð- spjöll sem ekki er hægt að sætta sig við í Evrópu nútímans“. Bæjarstjórnin í Sand- gerði hefur hafnað því að Landsnet leggi raflínur á landsvæði sveitarfélagsins að fyrirhuguðu álveri í Helguvík. Raflínurnar komi í veg fyrir að sveitarfélagið geti ráðstafað landinu í tengslum við uppbygg- ingu alþjóðaflugvallar á Reykja- nesi auk þess sem umhverfis- spjöll sem línurnar muni valda séu óásættanlegar. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir tvær tillögur standa eftir. Í þeim er gert ráð fyrir að raflínurnar verði jarðar í jörð eða í sjó, sem er töluvert dýrara segir Árni. Hafnar raflín- um Landsnets Hugo Chavez, forseti Venesúela, sakar stjór- markaði og matvælabirgja í landinu um að hamstra matvæli og þrýsta upp verði. Hefur hann hótað að þjóðnýta öll slík fyrir- tæki í einkaeigu um leið og þau gefi honum tilefni til þess. „Ef þau halda áfram að vinna gegn hagsmunum fólksins, stjórnarskránni og lögunum, þá mun ég taka matvælageymslur, kjörbúðir, stórmarkaði og þjóðnýta. Þannig að verið þið undirbúin,“ sagði Chavez í sjónvarpsávarpi. Margir stórmarkaðir hafa hætt sölu á kjöti, mjólk og sykri undanfarið eftir að einni keðju var lokað tímabundið fyrir að verðleggja kjöt hærra en viðmiðið sem stjórnvöld hafa gefið út. Chavez hótar þjóðnýtingu Hvað heitir framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins? Hvað heitir nýja íslenska vikuritið sem kom út í fyrsta skipti í gær? Í hvaða á á Suðurlandi er fyrirhugað að Landsvirkjun reisi þrjár nýjar virkjanir? „Ráðherrann tekur sér stöðu með bönkunum en ekki neyt- endum. Hann fer undan í flæm- ingi og segist ætla að fylgjast með þegar fyrir liggur og staðfest er að hér hefur viðgengist glæpsam- legt bankaokur.“ Þetta segir Jóhanna Sigurðar- dóttir Samfylkingunni um við- brögð Jóns Sigurðssonar við- skiptaráðherra við áskorun hennar um að ráðherrann beiti sér fyrir lagasetningu sem brjóti upp sam- eiginlegt eignarhald bankanna á Reiknistofu bankanna og greiðslu- kortafyrirtækjum. Í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær sagði Jóhanna okur og græðgi bankanna yfirgengileg og hefðu þeir í raun kverkatak á lántakendum. Sagði hún allt hafa hækkað, hvort heldur væru vextir eða gjöld, og að samstilling á verð- lagningu væri augljós. Tortryggði hún sameign bankanna á tölvu- kerfum í gegnum Reiknistofu bankanna og eins sameign þeirra í greiðslukortafyrirtækjum. Kvað hún Samkeppniseftirlitið hafa beint því til bankanna að endur- skoða þessi mál en þeir hefðu í engu orðið við því. Beindi hún því orðum sínum til viðskiptaráðherra og hvatti hann til að setja lög til að brjóta upp þetta sameiginlega eignarhald. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagðist ekki telja ástæðu til lagainngripa á þessu stigi en full ástæða væri til að vera vel á verði. Sagðist hann treysta Samkeppnis- eftirlitinu til að framfylgja sam- keppnislögum. Ýmis mál er vörð- uðu bankana væru til athugunar á vettvangi þess. Jón sagði áfram kappkostað að fylgjast með og undirbúa eftir atvikum reglur eða lagafrumvörp eftir því sem málum vindur fram. „Alveg sérstaklega ef kemur í ljós, sem háttvirtur þingmaður nefndi, að viðskipta- bankarnir séu tregir eða láti undir höfuð leggjast að bregðast við ábendingum Samkeppniseftirlits- ins.“ Tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokks voru einnig gagnrýnir á bankana. Sagði Ásta Möller fákeppni ríkja á bankamarkaði og vitnaði til skýrslu Samkeppniseft- irlitsins frá í ágúst en í henni segði að frá samkeppnissjónarmiði virt- ust afkomutölur benda til að bank- arnir gætu boðið verulega betri kjör og samt skilað hagnaði. Pétur Blöndal gagnrýndi að markaðsstarf bankanna skyldi beinast að ungmennum og telur boð um lán til handa ungu fólki ósiðleg. Telur hann yfirdráttarlán jafnframt ósiðleg þar sem yfir- dráttur sé í eðli sínu gjaldfallinn á hverju einasta augnabliki. Hér viðgengst bankaokur Jóhanna Sigurðardóttir vill brjóta upp sameiginlegt eignarhald bankanna á greiðslukortafyrirtækjum og Reiknistofu bankanna. Þar skapist vettvangur til sam- ráðs. Viðskiptaráðherra telur ekki ástæðu til inngripa. Ráðherrann tekur sér stöðu með bönkunum en ekki neytendum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.