Fréttablaðið - 16.02.2007, Page 12

Fréttablaðið - 16.02.2007, Page 12
 Ráðamenn í Kópa- vogi vilja gjarnan fá höfuðstöðvar lögreglunnar í sitt sveitarfélag og sama má segja um Hafnfirðinga. Það er því ekki öruggt að nýjar fimmtán þúsund fermetra höfuð- stöðvar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu verði byggðar í Reykjavík eins og Jón Kristinn Snæhólm, aðstoðarmaður Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar borgar- stjóra í Reykjavík, hélt fram í Fréttablaðinu á mánudaginn. „Nei, það er ekkert gefið að höfuðstöðvarnar verði í Reykja- vík,“ segir Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður Árna Mathiesen fjármálaráðherra, sem sendi for- svarsmönnum Reykjavíkurborg- ar, Garðabæjar, Kópavogs og Hafnarfjarðar fyrirspurn í lok janúar þar sem hann biður þá að kanna hvort þeir eigi lóð fyrir nýju höfuðstöðvarnar. Í bréfinu kemur fram að höfuðstöðvarnar þurfi að vera miðsvæðis á höfuð- borgarsvæðinu og í tengslum við helstu umferðaræðar. Að sögn Böðvars hafa sveitar- félögin ekki haft samband við hann vegna málsins frá því að hann sendi þeim bréfið en hann býst við að fá svör í þessari viku eða þeirri næstu. Lögregluemb- ættin þrjú á höfuðborgarsvæðinu sameinuðust í byrjun árs undir nafninu Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu og þykir heppilegra að nýja embættið hafi einar höfuð- stöðvar þar sem einnig verði gæsluvarðshaldsfangelsi og hús- næði fangelsismálastofnunar. Ómar Stefánsson, formaður bæj- arráðs Kópavogs, segir að forsvars- menn Kópavogsbæjar séu ólmir í að höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu verði byggðar í bænum. „Við erum að sjálfsögðu að skoða þetta mál núna. Það er mikill metnaður fyrir því að fá lögregluna hingað, sé möguleiki að finna góða lóð fyrir hana. Lögreglan á að vera miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ómar. Að sögn hans hefur Kópavogsbær ekki fundið lóð fyrir lögregluna en býst við að það skýr- ist á næstu viku. Að sögn Lúðvíks Geirssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði, vilja yfir- völd í bænum að höfuðstöðvar lög- reglunnar verði byggðar í bænum. „Við viljum alla góða og öfluga starfsemi hingað í Fjörðinn. Við eigum þessa lóð til,“ segir Lúðvík og bætir við að það muni liggja fyrir á næstu dögum hvaða lóðir bærinn bjóði upp á undir húsnæðið. Ekki náðist í Gunnar Einars- son, bæjarstjóra í Garðabæ, í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Forsætisráðherra Serbíu, Vojislav Kostunica, varaði í gær við því að ef Kosovo-hérað fengi sjálfstæði frá Serbíu gæfi það „hættulegt fordæmi“ og leiddi til „ofbeldis gagnvart lýðræðisþjóðum í Evrópu“. Á þriðjudaginn hafnaði serbneska þingið með miklum meirihluta tillögu Sameinuðu þjóðanna um að Kosovo, þar sem Albanar eru 90 prósent íbúa, fengi stöðu ríkis undir alþjóðlegu eftirliti. Þetta þykir skýrt merki þess að Serbía muni ekki fallast á málamiðlanir um Kosovo sem þýðir að Sameinuðu þjóðirnar munu líklega þurfa að þvinga fram lausn á deilunni um framtíð héraðsins. Martti Ahtisaari, höfundur tillögunnar, mun leggja hana fyrir Öryggisráðið í lok mars. Áhyggjur eru yfir því að tillagan geti leitt til einhvers konar uppgjörs á milli Banda- ríkjanna, sem styðja sjálfstæði Kosovo, og Rússlands, sem eru helstu bandamenn Serba en bæði ríkin hafa neitunarvald í Öryggis- ráðinu. Athisaari sagðist í gær ekki myndu draga úr því sem lagt er til í tillögunni til að komast hjá synjun Rússlands. Tveir létust og tveir særðust alvarlega í átökum lögreglu og mótmælenda um helgina þegar þrjú þúsund Albanar brutust gegnum öryggishlið þegar þeir mótmæltu því að tillaga SÞ hljóðaði ekki upp á fullkomið fullveldi Kosovo. Serbíuþing varar við sjálfstæði Kosovo Fulltrúar ríkisstjórna Kóreuríkjanna tveggja hafa komið sér saman um að hefja á ný beinar tvíhliða samningaviðræð- ur á ráðherrastigi síðar í mánuð- inum. Ákvörðunin er fyrsta áþreifanlega merkið um slökun á spennunni í samskiptum Suður- og Norður-Kóreu, en sú spenna náði nýju hámarki er N-Kóreu- menn sprengdu fyrstu tilrauna- kjarnorkusprengju sína í fyrra. Forsenda fyrir þessari nýju lotu tvíhliða viðræðna er sam- komulagið sem náðist í sexvelda- viðræðunum svonefndu í síðustu viku, þar sem N-Kóreumenn samþykktu að falla frá kjarnorku- vígbúnaðaráætlun sinni. Hefja tvíhliða viðræður á ný Menn sem flytja fíkniefni til landsins eru hryðjuverka- menn. Þetta segja þingmenn Frjálslynda flokksins. Valdimar L. Friðriksson, Frjálslynda flokknum, hélt því fram í síðustu viku að þekktir hryðjuverkamenn hefðu verið handteknir við komuna til landsins. Athugun hjá lögreglu leiddi í ljós að ekki var innistæða fyrir þeim orðum. Frjálslyndir voru inntir skýringa á málflutningi sínum í þinginu í gær og héldu því þá fram að með orðunum hefði verið átt við fíkniefnainnflytjendur. Fíkniefnasmygl- arar eru hryðju- verkamenn Geðsvið Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur tekið að sér að meta þörf fyrrverandi vistmanna Breiðavíkurheimilis- ins og Byrgisins fyrir aðstoð. Þetta er gert að beiðni Land- læknisembættisins. Í tikynningu segir að þeir sem telji sig þurfa á aðstoð að halda sé bent á að hringja í síma 543 4074 virka daga milli klukkan níu og fjögur, fyrir 31. mars næstkom- andi. Geðsvið metur þörf fyrir aðstoð Keppst um lögreglustöðina Fyrirhugað er að byggja fimmtán þúsund fermetra höfuðstöðvar fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Í Kópavogsbæ, Hafnarfirði, Reykjavík og Garðabæ er verið að skoða lóðamöguleika að beiðni ráðherra.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.