Fréttablaðið - 16.02.2007, Page 36

Fréttablaðið - 16.02.2007, Page 36
| sirkus | 16. FEBRÚAR 2007BLS. 4 SÖKNUÐUR Atli segir að það fylgi því söknuður að yfirgefa Lindarbrautina. SIRKUSMYND/VILHELMÍ MIKILLI UPPBYGGINGU Atli segist vera gríðarlega ánægður með að flytja í miðbæinn enda sé allt á fullu þar. SIRKUSMYND/VILHELM Heyrst hefur 165 millur og allt út Hjónin Þórunn Edda Anspach og Olivier Robert Bremond festu ekki alls fyrir löngu kaup á einu glæsilegasta einbýlishúsi Seltjarnar- ness. Húsið er við Tjarnarstíg og er með óviðjafnanlegu sjávarútsyni. Þórunn Edda og Olivier borguðu 165 milljónir fyrir húsið en það stoppaði þau þó ekki frá því að gera það nær tilbúið til innréttinga þegar þau fengu það afhent. Búast má því við að endanlegur kostnaður við húsið fari vel yfir 200 milljónir. Hvað með svörtu bókina? Margir hafa velt vöngum yfir því hvað standi í svörtu bókinni sem Steingrímur Sævarr Ólafsson, nýráðinn ritstjóri Íslands í dag, heldur alltaf á í útsendingu. Ein getgátan sem er á lofti er sú að bókin hafi verið í eigu Helga Seljan sem hafi gleymt henni þegar hann flutti sig yfir í Kastljós Ríkisútvarpsins. Helgi ku vera mjög stressaður þessa dagana enda geymdi bókin mörg leyndarmál sem Steingrímur Sævarr hefur ef til vill komist á snoðir um nú. Eigendahópur Domo minnkar Rósant Birgisson, einn af fimm eigendum veitingastaðarins Domo í miðbænum, hefur selt hlut sinn í staðnum. Ástæða þess að Rósant selur hlut sinn er að reksturinn hefur gengið erfiðlega og hafa eigendur þurft að setja pening í staðinn til að hjálpa honum yfir erfiðasta hjallann. Tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir og veitinga- og fatakaupmennirnir Kormá- kur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson áttu staðinn með Rósant og keyptu af honum hlutinn. Þeir eiga þannig fjórðung hver. J ú, það er rétt. Ég er búinn að kaupa íbúð í miðbænum,“ segir Atli Eðvalds-son, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu og einn albesti knattspyrnu- maður sem Ísland hefur alið af sér, spurður um þann orðróm að hann hyggist bregða búi ásamt unnustu sinni, Sigrúnu Kristjáns- dóttur, og flytja í 120 fermetra penthouse- íbúð á Laugavegi og selja glænýtt parhús sem þau byggðu á Lindarbrautinni á Seltjarnarnesinu. „Þetta er æðislegt hús á Lindarbrautinni og okkur þykir alveg óskaplega vænt um það. Útsýnið er frábært og það er stutt út á Gróttu en það er orðið of stórt fyrir okkur tvö. Börnin eru öll vaxin úr grasi og við ætluðum okkur ekki að vera sjötug í alltof stóru húsi,“ segir Atli sem segja má að sé kominn heim á æskuslóðirnar. „Ég er miðbæjarrotta að upplagi, er alinn upp í Miðtúninu sem er aðeins fimm mínútur frá staðnum sem við keyptum á. Við féllum algjörlega fyrir þessari eign, segir Atli og vísar til íbúðarinnar sem er nýuppgerð á Laugavegi 103 með stórkostlegu útsýni til allra átta. Atli segir að vinur hans, Bjarni Hákonarson á RE/MAX í Skútuvogi, hafi ekki þurft langan tíma til að sannfæra hann um að þetta væri rétta eignin. „Það verður auðvitað eftirsjá af Seltjarnarnesinu. Það er yndislegur staður en hentar kannski meira barnafólki. Ég hef skokkað mikið úti á Nesi enda yndislegt að hlaupa þar en nú verð ég bara að byrja upphitunina með því að hlaupa frá Laugaveginum út á Seltjarnarnes. Eða keyra þangað á bílnum. Nú verður hins vegar stutt fyrir okkur að fara út að borða, setjast inn á kaffihús og njóta þeirrar miklu uppbyggingar sem nú stendur yfir í miðbænum. Það verður líka að meta það sem kost að nú get ég fengið mér einn bjór í bænum og labbað síðan heim. Það sparar leigubílakostnað og allt saman telur þetta,“ segir Atli og hlær. oskar@frettabladid.is ATLI EÐVALDSSON FLYTUR AF SELTJARNARNESINU Í MIÐBÆINN LANDSLIÐSÞJÁLFARI KEYPTI PENTHOUSE- ÍBÚÐ Á LAUGAVEGI HELD ÉG GANGI HEIM Atli Eðvalds- son er að flytja í miðbæinn og getur því labbað heim eftir að hafa fengið sér einn kaldan á kránni. „ÞAÐ VERÐUR LÍKA AÐ META ÞAÐ SEM KOST AÐ NÚ GET ÉG FENGIÐ MÉR EINN BJÓR Í BÆNUM OG LABBAÐ SÍÐAN HEIM.“ B reski hjartaknúsarinn Jude Law kom til landsins á mánudaginn eins og frægt er orðið ásamt börnum sínum þremur og barnfóstru. Ekki er vitað um ástæður ferðar hans til Íslands en þó á hann í það minnsta kosti eina góða vinkonu hér, forsetafrúna Dorrit Moussai- eff. Dorrit ætlaði að halda matarboð fyrir leikarann á Bessastöðum síðastliðinn sunnudag en varð að hætta við þar sem Law var ekki kominn til landsins. Dorrit dvelur þessa dagana erlendis og því ólíklegt að þessir miklu vinir nái saman meðan á dvöl Law hér á landi stendur. Jude Law missti af Bessastaðaboði GÓÐIR VINIR Dorrit og hinn breski Jude Law eru góðir vinir enda bæði í efsta þrepi breska samkvæmislífsins. BESSASTAÐIR Jude Law kemst varla inn fyrir dyr hjá forsetanum í þessari Íslandsferð. MISSTI AF MATNUM Jude Law náði ekki til landsins í tæka tíð fyrir matarboð Dorritar á Bessastöðum. Fljótasiglingar - Klettaklifur Hestasýningar - Gönguferðir - Gisting Veitingar - Ratleikir - Hestaleiga Hafið samband og við gerum tilboð Verið velkomin! bakkaflot@islandia.is Sími 453-8245 & 899-8245 • Ferðaþjónustan Bakkaflöt 560 Varmahlíð, Skagafirði – www.bakkaflot.is Skólahópar! FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.