Fréttablaðið - 16.02.2007, Síða 56
Nú um helgina halda óperuhús um alla
Evrópu upp á fjögurra alda óperuhefð
undir yfirskriftinni Óperudagar Evrópu
og hér á Fróni gefst áhugasömum tón-
listarunnendum tækifæri á að kynna sér
starfsemi Íslensku óperunnar. Freyja
Dögg Frímannsdóttir, yfirmaður mark-
aðssviðs Íslensku óperunnar, segir að
þetta sé í fyrsta sinn sem svo víðþætt
dagskrá sé skipulögð af þessu tilefni
enda séu samtök evrópskra óperuhúsa
tiltölulega ný. „Þau hafa þó eflst mjög
mikið, sérstaklega undanfarin fimm ár,
og nú standa þau fyrir reglulegum ráð-
stefnum fyrir meðlimi sína.“ Nú um
helgina standa samtökin fyrir stórri ráð-
stefnu í París þar sem áhorfendur, óperu-
listamenn, óperustjórar, fulltrúar fjöl-
miðla og ungt áhugafólk um óperur frá
allri Evrópu taka þátt í viðburðum og
umræðum um stöðu óperulistarinnar í
samfélaginu en þangað fara til að mynda
tveir ungir fulltrúar frá Íslandi í boði
Samtaka vinafélaga evrópskra óperu-
húsa.
„En óperuhús um alla Evrópu eru
hvött til þess að vera með eigin dagskrá
þessa daga og þá er aðalatriðið að opna
dyrnar, opna húsin og færa óperuna út til
fólksins,“ útskýrir Freyja Dögg og árétt-
ar að þar búi til dæmis að baki sú bábilja
að óperan sé dauð list. „Það er verið að
byggja mikið af nýjum óperuhúsum og
þótt verið sé að sýna gömul verk er þetta
lifandi listform, mikið af fólki sem kemur
að óperustarfinu og margt forvitnilegt í
boði.“
Meðal þess sem boðið verður upp á
hér er bein útsending frá óperunni Flag-
ari í framsókn, The Rake´s Progress,
eftir Stravinsky á Rás 1 í kvöld, opin
æfing á Gianni Schicchi eftir Puccini á
sviði Íslensku óperunnar, Árnesingakór-
inn heldur afmælistónleika og ókeypis
tónleika ungra og upprennandi söngv-
ara. Aukinheldur verður markaður í and-
dyri Gamla bíós þar sem munir úr
geymslum Óperunnar verða til sölu. „Þar
verða alls konar skrýtnir leikmunir og
búningar sem notaðir hafa verið gegnum
árin. Davíð Ólafsson bassasöngvari verð-
ur með létta skemmtidagskrá og Eyjólf-
ur Eyjólfsson, sem fer með hlutverk upp-
boðshaldarans í Flagara í framsókn,
bregður á leik,“ segir Freyja.
Markaðurinn hefst kl. 12 í Ingólfs-
strætinu og stendur fram eftir degi á
morgun og á sunnudag ef allt selst ekki
upp. Þá verður boðið upp á leiðsögn um
húsið kl. 13 báða dagana þar sem Ingólf-
ur Níels Árnason, óperuleikstjóri og
fræðslustjóri, leiðir gesti um bygging-
una og segir frá starfsemi Íslensku óper-
unnar og sögu hússins. „Það er dálítil
mótsögn í því að við höfum verið með
óperuhús í gömlu bíóhúsi í tuttugu og
fimm ár en bæði á húsið sér merkilega
sögu og svo er saga óperunnar í húsinu
merkileg,“ segir Freyja. Þar leynast líka
mörg skúmaskot, leyndardómar og
kimar sem forvitnilegt er að kynna sér.
„Þá verða líka tónleikar í Sundhöll
Reykjavíkur klukkan hálf tólf á morgun
– það verður mikið sprell get ég lofað,“
segir Freyja sposk og ýjar að því að
sumir hyggist stinga sér eitt og annað.
Sundhöllin er þekkt fyrir prýðishljóm-
burð en Freyja bendir enn fremur á að
staðsetningin hafi fleiri kosti. „Við hugs-
uðum um hvert við gætum fært óperuna
til Íslendinga. Hvar eru þeir í hádeginu á
laugardögum – nú auðvitað í sundi?“
Nánari upplýsingar um dagskrá
Óperudaganna er að finna á heimasíð-
unni opera.is.
John Wesley Hardin sleppt úr fangelsi
„Ekki halda fast í frægðina.
Rétt eins og peningar er hún
bara til láns og einn góðan
veðurdag muntu deyja og
einhver annar taka við
henni.“
MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Reykjavík
sími 587 1960 www.mosaik.is
LEGSTEINAR
TILBOÐSDAGAR
allt að 50% afsláttur
af legsteinum og
fylgihlutum
Sendum myndalista
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Arnór Friðbjörnsson
til heimilis að Fossvöllum 24, Húsavík,
lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut
miðvikudaginn 14. febrúar sl. Útför hans fer fram frá
Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 22. febrúar kl. 14.00.
Guðrún Alfreðsdóttir
Sigmar Arnórsson Hafdís Kristjánsdóttir
Sigrún Arnórsdóttir Vorsveinn Þórgrímsson
Árni Arnórsson Sigríður Sif Grímsdóttir
Aðalbjörg Katrín Arnórsdóttir
Svavar Aðalsteinsson Ragna Karlsdóttir
Guðmundur Alfreð Aðalsteinsson Sigríður Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
Laufeyjar Valgeirsdóttur
húsfreyju, Bjarnarhöfn,
fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn
17. febrúar kl. 13. Jarðsett verður í Bjarnarhöfn.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Aðalheiður Bjarnadóttir Jónas Þorsteinsson
Hildibrandur Bjarnason Hrefna Garðarsdóttir
Sibilla Bjarnason
Ásta Bjarnadóttir Bjarni Alexandersson
Sesselja Bjarnadóttir Ríkharð Brynjólfsson
Jón Bjarnason Ingibjörg S. Kolka Bergsteinsdóttir
Karl Bjarnason Jóhanna Karlsdóttir
Guðrún Bjarnadóttir
Signý Bjarnadóttir Hjálmar Jónsson
Valgeir Bjarnason Ingibjörg Elsa Björnsdóttir
40 ára afmæli
Kæru landsmenn!
Believe it or not! Nú er hann
Ingólfur okkar
Garðarsson
knattspyrnumaður úr FC Old boys
Gróttu og FC KFFF orðinn fertugur.
Innilegar haming juóskir elsku
drengurinn okkar.
Ástkær sonur minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
Bergþór Njáll Guðmundsson
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju, mánudaginn
19. febrúar, kl 13.30.
María Magnúsdóttir
María Bergþórsdóttir Guðmundur Hjálmarsson
Helgi Bergþórsson
Kristín Bergþórsdóttir Pétur Þór Lárusson
Ingibjörg H. Bergþórsdóttir Guðmundur Kr. Ragnarsson
Guðmundur Örvar Bergþórsson Aðalheiður Gísladóttir
Rúnar Þór Bergþórsson
Albert Valur Albertsson
Brynjar Bergþórsson Apríl Eik Stefánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Einar Ólafsson
rafvirki, Ársölum 3, Kópavogi,
lést á Kanaríeyjum að morgni sunnudagsins
11. febrúar. Útförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Stefánsdóttir
Elskulegi faðir okkar, afi, tengdafaðir og
fyrrverandi eiginmaður,
Gústaf R. Oddsson
leigubílstjóri, Espilundi 9, Akureyri,
lést á heimili sínu mánudaginn 12. febrúar. Útför
fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 23. febrú-
ar klukkan 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á
Hjartaheill.
Stella Gústafsdóttir Ingimar Eydal
Markús Gústafsson Anna Guðný Guðmundsdóttir
Sonja Stelly Gústafsdóttir
Ute Stelly Oddsson
og barnabörn.
Elskulegur sambýlismaður minn, fóstur-
faðir okkar, bróðir og mágur,
Guðfinnur Stefán
Finnbogason
Miðhúsum, Strandabyggð,
sem lést 10. febrúar, verður jarðsunginn frá Kolla-
fjarðarneskirkju laugardaginn 17. febrúar klukkan 14.
Arnheiður Guðlaugsdóttir
Rakel Guðfinnsdóttir
Kristján Garðarsson
Ásta Bjarnadóttir Margeir B. Steinþórsson
Guðný Finnbogadóttir Ragnar Þorleifsson
Sigurbjörn Finnbogason Sigurbjörg Ísaksdóttir
Bjarney Ragnheiður Finnbogadóttir Óskar Fannberg
Jóhannsson.