Fréttablaðið - 16.02.2007, Side 61

Fréttablaðið - 16.02.2007, Side 61
Efnt var til fundar í Ráðherrabú- staðnum í gær þar sem franska menningarveislan Pourquoi pas? var kynnt. Sú þrettán vikna franska veisla hefst í næstu viku og eiga landsmenn á góðu von; hingað munu streyma listamenn, fræðimenn og aðrir andans menn til að gleðja og fræða um flest það sem franskt er, hvort sem það tengist menningu, matargerð, trú- isma eða viðskiptum. Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir menntamálaráðherra og franski sendiherrann Nicole Michelangeli kynntu aðdraganda og dagskrá þessa umfangsmikla verkefnis, sem er hið fyrsta af sínu tagi. Menntamálaráðuneytið hefur unnið að undirbúningi hátíðarinn- ar fyrir hönd Íslands en hún er skipulögð að frumkvæði Frakka. Sendiráð Frakklands og Cultures- France, stofnun sem rekin er af franska utanríkis- og menningar- málaráðuneytinu, hafa unnið að skipulagningu hátíðarinnar mán- uðum saman en hún er einnig skipulögð í kringum fleiri aðra íslenska menningarviðburði og rammar til að mynda inn Vetrar- hátíð og Listahátíð í Reykjavík. Menntamálaráðherra lét þess getið að það væri meðal annars hlutverk stjórnvalda að hvetja til samskipta og kynna erlenda menn- ingu en þetta er í fyrsta sinn sem íslenska ríkið býður annarri þjóð að kynna menningu sína, listir, viðskipti og vísindi með þessum hætti. Nicole Michelangeli rak hug- myndina að baki Pourquoi pas? til íslensku menningarkynningarinn- ar sem skipulögð var í París fyrir nokkrum árum en hún þótti lukk- ast með afbrigðum vel. Þegar Nicole tók við embætti sendiherra var hún staðráðin í að skipuleggja sambærilega franska menningar- kynningu hér á landi sem nú er að verða að veruleika. Hún viður- kenndi þó að sig hefði ekki órað fyrir því að umsvif þessarar hátíð- ar ættu eftir að verða sem raun ber vitni enda er verkefnið af ein- stakri stærðargráðu. Nicole lagði enn fremur áherslu á að mikil- vægt væri að rækta vináttusam- band þjóðanna tveggja sem ættu margt sameiginlegt - ekki síst stolt sitt af tungumáli sínu, menningu og sögu. Dagskráin er raunar hafin því forskot var tekið á sæluna með opnun sýningarinnar Frelsun lit- arins í Listasafni Íslands í desem- ber. Þar má nú sjá verk eftir fræga franska meistara expressjónism- ans, svo sem Renoir og Matisse, en vakin skal athygli á því að sýn- ingunni lýkur annan sunnudag. Annað lítið forskot verður einnig tekið á morgun eins og fréttin hér til hliðar ber með sér. Formleg opnunarhátíð Pourquoi pas? helst í hendur við opnun Vetr- arhátíðar í Reykjavík næstkom- andi fimmtudag þegar leikið verð- ur á sannkallað eldorgel á Austurvelli en þar verður franski ofurhuginn Michel Moglia á ferð. Síðan verður boðið upp á kynning- ar, kvikmyndir, leiklist, dans og tónlist fyrir allra hæfi, fjörið verð- ur að finna um allt land og taka flestar menningar- og listastofn- arnir höfuðborgarsvæðisins virk- an þátt í hátíðarhöldunum. Hver viðburðurinn rekur annan uns Listahátíð í Reykjavík hefst með glæsilegri innkomu franska götuleikhússins Royal de Luxe sem rekur einmitt smiðshöggið á franska vorið hinn 10. maí. En þá verður vonandi komið íslenskt vor líka. Nánari upplýsingar um dag- skrá Pourquoi pas? er að finna á síðunni www.fransktvor.is. „Næstum því ekki neitt, það er ekki ekki neitt“ er yfirskrift sýn- ingar sem opnuð verður í Nýlista- safninu á morgun í tengslum við franska menningarvorið – Pourquoi pas? Að frumkvæði sendiráðsins var ákveðið að setja upp sýningu og tengjast galleríi sem fatahönnuðurinn og framleið- andinn Agnes B eða agnes b setti af stað fyrir tveimur áratugum rúmum í Frakklandi. Í gegnum það gallerí var Serge Comte kall- aður til samstarfs en hann er sýn- ingarstjóri verkefnisins. Hann hefur búið hér á landi um langt skeið og átt á sama tíma feril sem myndlistarmaður í Frakklandi. Serge sagðist hafa viljað nota verk sem franski hugsuðurinn og myndlistarmaðurinn Robert Filli- ou vann hér á landi í samstarfi við Joachim Pfeufer og nemendur í Handíða- og myndlistaskólanum á sínum tíma 1978. Einn nemenda Filliou kemur að uppsetningu þess, Ingólfur Arnarsson prófess- or við Listaháskólann. Serge sagði synd að í geymslum Nýlistasafns- ins væri margt skemmtilegt og væri raunar yfirskrift sýningar- innar sótt í grunnhugmyndina að verki Filliou og félaga: Poipoi- drome. Ætlun sýningarinnar er að afhjúpa svo ekki verður um villst hversu lifandi og öflug hin stöðuga sköpun, sem franska kenningasmiðnum Filliou var svo kær, er, en hann er einn höfuð- meistari Fluxus-hreyfingarinnar. Kenningar þessa hóps hafa haft gríðarleg áhrif á íslenska mynd- list: frá Dieter Roth í gegnum Magnús Pálsson, á Súmmara og slektið kringum Suðurgötu 7 og allt til okkar daga. Kringum verkið munu tólf þekktir franskir myndlistarmenn bregða á leik og koma þannig hugmyndinni um „République Géniale“ („Snilldarlega lýðveld- ið“) enn lengra: Serge sagði þau upptekin af hugsuninni um hið smálega og hljóða, samtíninginn og endurnotun, það sem maður hirðir og notar. Það er stór hópur sem kemur að sýningunni: sum verkin verða unnin beint á vegg- ina á Laugaveginum, tvö videó- verk í stöðugri sýningu, búið verður borð með verkum og gólf- in standa myndlistarmönnum til reiðu. Allt á að vera handhægt. Samsýning af þessu tagi er í bland sett saman á staðnum, spunnin úr fáanlegum efnum og í tengslum við rýmið. Sýningin snýst ekki um að fylla rýmið af verkum, heldur að horfast í augu við listsköpunina, í sinni nöktustu mynd, og brosa til hennar, eða ekki. „Að gera næstum því ekki neitt, það er það sem listamenn- irnir gera,“ hefði Filliou getað sagt. Franska aldan á leiðinni

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.