Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 64
Leeds-sveitin Kaiser Chiefs
hefur átt mikilli velgengni
að fagna frá því að fyrsta
platan hennar Employment
kom út fyrir tveimur árum.
26. febrúar kemur önnur
platan hennar, Yours Truly,
Angry Mob, í verslanir.
Trausti Júlíusson hlustaði á
gripinn.
„Hvað sem þið gerið, ekki breyt-
ast í Coldplay.“ Þessa setningu
heyrði Nick Hodgson, trommu-
leikari og forsprakki bresku
hljómsveitarinnar Kaiser Chiefs,
áhorfanda hrópa í lok tónleika í
London á síðasta ári. Og hann
getur ekki gleymt henni. Eftir
velgengni fyrstu Kaiser Chiefs
plötunnar Employment, sem kom
út fyrir tveimur árum og er búin
að seljast í um þremur milljónum
eintaka, þá var sveitin komin í þá
aðstöðu að geta gert það sem
henni sýndist. Og meðlimum
Kaiser Chiefs er mikið í mun að
bregðast ekki aðdáendum sínum.
Hljómsveitin er búin að spila
mikið á tónleikum síðustu tvö ár.
Hún hitaði meðal annars upp
fyrir U2 á Evróputónleikaferð og
síðasta sumar þræddi hún nokkr-
ar helstu tónlistarhátíðirnar. Hún
var eitt stærsta nafnið á Iceland
Airwaves 2006 þar sem hún spil-
aði við mikinn fögnuð í Hafnar-
húsinu á laugardagskvöldinu. Og
svo var hún að klára nýja plötu.
Yours Truly, Angry Mob kemur
út eftir rúma viku og hún líkist
Coldplay ekki neitt.
Það er oft talað um að það sé erf-
itt að fylgja eftir frumsmíð sem
slær í gegn. Álagið er mikið. „Við
höfum heyrt margar af þessum
plötum númer tvö undanfarið þar
sem hljómsveitin hefur svo mikl-
ar áhyggjur að lögin sjálf eru
rusl, en menn eru búnir að kalla
til alls konar auka hljóðfæraleik-
ara og gospelsöngvara,“ segir
Ricky Wilson, söngvari Kaiser
Chiefs, þegar hann er spurður út
í þetta. „Við gerðum það ekki.
Þetta erum ennþá bara við að
spila, þó að hljómurinn sé miklu
stærri.“
Employment þykir besta brit-
pop-plata síðustu ára. Á henni
heyrði maður áhrif frá bresku
poppi allt frá The Kinks og The
Who til pönksveitarinnar The
Jam og Blur og Supergrass.
Styrkur plötunnar lá meðal ann-
ars í því að hún var full af melód-
ískum og grípandi lögum. Hvergi
dauður punktur: Everyday I Love
You Less and Less, I Predict A
Riot, Na Na Na Na Naa, Modern
Way, Team Mate ... Nýja platan
Yours Truly, Angry Mob er sömu-
leiðis hlaðin smellum. Maður er
aðeins lengur að falla fyrir henni.
Hún er ekki alveg eins gáskafull
og eins og Ricky segir er hljóm-
urinn feitari, en hún er stútfull af
grípandi popplögum: Ruby, The
Angry Mob, Thank You Very
Much, I Can Do It Without You,
My Kind Of Guy ...
Yours Truly, Angry Mob var tekin
upp í Hook End Manor hljóðverinu
í Oxfordshire undir stjórn Step-
hen Street, en hann er þekktastur
fyrir að hafa tekið upp Blur og
The Smiths. Þó að lögin séu skrif-
uð á alla meðlimina fimm þá er
trommarinn Nick Hodgson hik-
laust tónlistarlegur leiðtogi Kaiser
Chiefs. Hann stjórnar ferðinni og
hefur líka samið alla stærstu
smellina. Hann mætir með þá á
æfingu og svo klárar sveitin þá í
sameiningu. Kaiser Chiefs var
stofnuð vorið 2003, en meðlimirn-
ir voru þá búnir að vera saman í
annarri hljómsveit allt frá árinu
1997. Hún hét fyrst Runston Parva
sem síðar var stytt í Parva. Parva
spilaði bílskúrsrokk og fékk litla
athygli. Það er öruggt að streðið
með Parva hefur styrkt meðlimi
Kaiser Chiefs og gert þá tilbúnari
til að takast á við velgengnina sem
beið þeirra þegar sveitin var búin
að endurfæðast með nýtt nafn og
breytta tónlistarstefnu.
Þess má að lokum geta að Skjár
1 sýnir tónleika með Kaiser Chiefs
annað kvöld klukkan 21.25.
Samkvæmt tillögum samgöngumálaráðherra verður 105 milljörðum varið
til samgöngumála hérlendis til ársins 2010. Til samanburðar verður
þremur milljörðum veitt í aukaframlög til Háskóla Íslands á þessum
tímabili. En hversu miklu er eiginlega eytt í menningu af hálfu ríkis-
stjórnar Íslands?
Fyrir viku síðan birtist í DV greinin Menning er stóriðja framtíðarinn-
ar eftir Valgeir Örn Ragnarsson. Þar vitnaði Valgeir í rannsókn Ágústs
Einarssonar, rektors Viðskiptaháskólans á Bifröst, frá árinu 2004 þar sem
sagði meðal annars að menning hefði skilað meiru til þjóðarbúsins árin
2002 til 2003 en til dæmis álframleiðslugeirinn. Einnig kom þar fram sú
merkilega staðreynd að við menningu störfuðu um fimm þúsund manns,
samanborið við um sex þúsund manns í öllum fiskiðnaðinum. Út frá
þessum staðreyndum ættu flestir því að spyrja sig hverju íslenska
ríkisstjórnin eyðir í þennen ört vaxandi menningariðnað sem er greini-
lega að skila miklu af sér.
Fyrir stuttu síðan sagði forsætisráðherra frá því að einfalda ætti
skattkerfið og meðal annars að afnema ætti skatt á söluhagnað fyrir-
tækja. Hvenær á hins vegar að lækka virðisaukaskatt á tónlist? Hversu
lengi á hinn íslenski neytandi að láta bjóða sér að hér sé ekki eingöngu
hæsta, heldur langhæsta verð á geisladiskum miðað við þjóðir Evrópu og
annars staðar? Í Noregi, þar sem bjór, gos og bensín eru til dæmis dýrara
en hérlendis, kostar nýr diskur samt sem áður nær aldrei yfir 1.500
krónum, yfirleitt er diskurinn rétt yfir þúsundkallinum.
Og hvað með Tónlistarhúsið? Verður það reist í samvinnu við alla aðila
geirans eða á það eingöngu að þjóna snobbaðri elítu og Sinfóníuhljóm-
sveitinni og á endanum eftir að verða stór glerhrúga sem hafvindar veðra
til hnignunar? Ganga þarf úr skugga um að þar verði salur sem rúmi 1.500
til 2.000 manns, en slíkt húsnæði hefur íslenskt tónlistarlíf sárlega vantað,
og að þangað verði allir angar íslenskrar menningar velkomnir.
Ríkisstjórnin þarf að sýna fram á hvað hún gerir gott fyrir íslenska
menningu. Nú vil ég fara að sjá almennileg kosningaloforð, loforð sem
verða efnd! Ég er orðinn þreyttur á því að finnast Icelandair, Landsbank-
inn og Hr. Örlygur vera þeir einu sem styðja við bakið á íslenskri tónlist.
Er ríkisstjórnin
á móti menningu?
Tekur upp á ensku