Fréttablaðið - 16.02.2007, Page 72
Það er skammt stórra
högga á milli hjá Alfreð Gíslasyni
handboltaþjálfara. Um leið og HM
lauk tóku við æfingar hjá
Gummersbach. Ekkert frí var
gefið í þýsku deildinni heldur var
fyrsti leikur liðsins sex dögum
eftir síðasta leik Íslands á HM.
Álagið á leikmenn sem spiluðu á
HM er því gríðarlegt, sem og fyrir
þá landsliðsþjálfara sem einnig
þjálfa í þýsku deildinni.
Það hefur verið mikið um
meiðsli hjá Gummersbach í vetur
og hópurinn hjá Alfreð oftar en
ekki þunnskipaður. Staðan var
aðeins skárri fyrir leikinn síðasta
föstudag en þá kom Rússinn Zakh-
arov aftur í hópinn en hann sleit
krossbönd eftir að hafa aðeins
spilað í nokkrar mínútur og verð-
ur því ekki meira með í vetur.
„Það var hrikalegt að lenda í
þessu. Við erum að vinna í því að
fá Pungartnik strax frá Hamburg
en það er ekki líklegt að það fáist í
gegn,“ sagði Alfreð og átti þar við
slóvenska landsliðsmanninn
Roman Pungartnik sem gengur í
raðir Gummersbach næsta
sumar.
Það hefur gengið á ýmsu í her-
búðum Gummersbach síðustu
vikur og útlit fyrir mikil fjárhags-
vandræði og jafnvel gjaldþrot um
áramótin. Staðan er þó betri í dag
eftir að Hans Peter Kramer sneri
aftur sem stjórnarformaður en
hann er þegar búinn að semja við
tvo nýja styrktaraðila. Hann er að
ganga frá stórum samningi við
rússneskt olíu- og gasfyrirtæki en
sá samningur gæti hæglega tryggt
rekstrargrundvöll Gummersbach
næstu árin. Sama fyrirtæki hefur
sett mikinn pening í knattspyrnu-
liðið Schalke.
„Kramer er mjög öflugur en
hann fór um áramótin út af valda-
baráttu sem var í gangi. Hann er
kominn aftur og öflugri en nokkru
sinni fyrr og veitti ekki af enda
virtist allt vera á leið til andskot-
ans. Ef þetta gengur upp þá get ég
farið að kaupa einhverja leikmenn
og veitir ekki af,“ sagði Alfreð
sem hefur augastað á lærisvein
sínum í landsliðinu, Alexander
Petersson.
Hornamaðurinn á ár eftir af
samningi sínum en ekki er loku
fyrir það skotið að hann fáist laus
í sumar og ef ekki verður að
kaupa hann. „Það hafa margir
áhuga á Alex og ekki að ástæðu-
lausu. Ég er einn þeirra enda Alex
stórkostlegur leikmaður sem
hefur staðið sig frábærlega. Hann
gæti fengið góðan samning hvar
sem er.“
Mikið var rætt og ritað um
myndband sem Alfreð sýndi lands-
liðinu fyrir leikinn mikilvæga
gegn Frökkum á HM. Eins og allir
ættu að vita spilaði íslenska lands-
liðið hugsanlega sinn besta lands-
leik í sögunni gegn Frökkum og
komst í milliriðil með tvö stig.
Mikil leynd hefur hvílt yfir
innihaldi myndbandsins enda
ákvað hópurinn að hafa það út af
fyrir sig. Alfreð er tilbúinn að tjá
sig um myndbandið þar sem mótið
er liðið.
„Ég hef margoft verið með
svona ruglmyndbönd,“ sagði
Alfreð hlæjandi en hvernig eru
þessi myndbönd hans nákvæm-
lega?
„Ég blanda saman efni með
taktík andstæðinganna við alls
konar óskylt efni sem inniheldur
þó boðskap sem maður vill koma
áleiðis. Meðal efnis í þessu mynd-
bandi voru klippur úr samúræ-
myndum.
Svo detta textabrot inn á
ákveðnum tímum með boðskap
sem ég vil koma á framfæri. Ég
hef verið að gera þetta síðan árið
2001. Það skemmtilega er að þetta
skilar oftar en ekki árangri. Mynd-
böndin eru misgóð en ég skal alveg
viðurkenna að þetta myndband
var djöfulli gott hjá mér,“ sagði
Alfreð léttur en hann telur nauð-
synlegt fyrir þjálfara að brjóta
svolítið upp formið.
„Fundirnir hjá mér eru um 30-
40 mínútur og að þeim tíma liðn-
um þá hætta leikmenn oft að taka
við þeim boðskap sem maður er að
miðla. Ef maður er alltaf að sýna
það sama þá er hætt við að hugur
leikmanna verði ekki alveg við
efni. Ef maður brýtur upp formið
og kemur mönnum á óvart við og
við þá er líklegra að leikmenn
fylgist betur með því sem er að
gerast því þeir vita ekki hvað
kemur næst. Þá eru þeir vakandi
allan tímann,“ sagði Alfreð Gísla-
son.
Handboltaþjálfarinn Alfreð Gíslason tjáir sig í fyrsta skipti um innihald myndbandsins sem fékk strákana
okkar til að blómstra gegn Frökkum í eftirminnilegum leik. Hann segist hafa beitt slíkum meðulum síðan
2001. Alfreð segist enn fremur hafa áhuga á að fá Alexander Petersson til Gummersbach.
Það verður mikil boxveisla í
Reykjanesbæ um helgina þegar
vösk sveit frá Írlandi mætir
íslenskum boxurum í 23 bardög-
um. Veislan fer fram í Sundhöll-
inni í Keflavík þar sem hnefa-
leikafélagið BAG fékk nýverið
úthlutað húsnæði fyrir starfsemi
sína.
„Það er alger bylting að fá
þessa að aðstöðu og við munum
koma 300-400 áhorfendum fyrir á
staðnum. Þetta verður alveg
meiriháttar. Okkur veitir ekki af
aðstöðunni enda hefur orðið alger
sprengja í hnefaleikaiðkun í
bænum og alls æfa 115 krakkar
box hjá okkur í dag,“ sagði hnefa-
leikafrömuðurinn Guðjón Vilhelm
en hann stýrir málum hjá BAG.
Ballið byrjar klukkan tvö um
daginn en þá munu krakkar á aldr-
inum 12-15 ára berjast. Þetta er í
fyrsta skipti sem svo ungir krakk-
ar berjast við erlenda mótherja í
keppni hér á landi. Alls fara
fimmtán unglingabardagar fram
á milli tvö og sex.
Eftir það verður tekið hlé til
klukkan átta þegar stóru strákarn-
ir byrja að keppa en alls fara átta
bardagar fram um kvöldið.
Írafár í Keflavík
Það er um fátt annað
talað innan NBA þessa dagana en
samkynhneigð eftir að Bretinn
John Amaechi kom út úr skápnum
en hann er fyrrum leikmaður í
deildinni. Tim Hardaway, fyrrver-
andi NBA-stjarna og einn þeirra
sem KR Bumban hefur reynt að fá
til liðs við sig, fékk fá vinsælda-
stig þegar hann tjáði sig í útvarps-
þætti i á miðvikudag og lýsti því
yfir að hann hataði samkyn-
hneigða.
„Ég hata samkynhneigt fólk og
skammast mín ekkert fyrir það.
Mér líkar ekki við samkynhneigt
fólk og mér líkar ekki að vera í
kringum samkynhneigða. Ég er
með hommafælni og hommar ættu
ekki að vera í Bandaríkjunum eða
í heiminum yfir höfuð,“ sagði
Hardaway í útvarpsþættinum en
stjórnandi þáttarins spurði hann í
kjölfarið hvernig hann myndi
haga sér í kringum liðsfélaga sem
væri samkynhneigður.
„Fyrst af öllu þá myndi ég ekki
vilja slíkan mann í mínu liði. Ef
hann aftur á móti væri í mínu liði
myndi ég halda eins mikilli fjar-
lægð og mögulegt væri vegna þess
að þetta er ekki rétt hegðun fyrir
mér.
Hann ætti ekki að vera í bún-
ingsklefanum á sama tíma og við,“
sagði Hardaway og bætti við að
hann myndi farið fram á að leik-
maður yrði rekinn úr félagi sínu
ef hann væri samkynhneigður.
Eins og búast mátti við varð allt
vitlaust í kjölfarið og Hardaway
baðst afsökunar á orðum sínum í
útvarpsviðtali daginn eftir en dró
þau ekki til baka.
Hardaway hatar samkynhneigða
Elísabet önnur Englands-
drottning mun bjóða leikmönnum
og starfsmönnum Arsenal í te í
Buckingham-höllinni á næstunni.
Upphaflega átti hún að vera
viðstödd opnun nýs leikvangs
félagsins, Emirates Stadium, en
þurfti að afboða sig vegna
bakverkja. Eiginmaður hennar
fór í hennar stað.
Drottningu mun hafa þótt það
leitt og ákveðið því að bjóða
liðinu heim til sín í teboð. Starfs-
menn og leikmenn munu fá að
skoða höllina áður en þeir hitta
sjálfa drottninguna.
Býður Arsenal
í te í höllinni
Vladimir Romanov,
meirihlutaeigandi skoska
úrvalsdeildarliðsins Hearts, er
enn á ný kominn í fréttir vegna
umdeildra ummæla sinna.
Í þetta sinn sagði hann í viðtali
við rússneskt íþróttablað að
stórliðin Rangers og Celtic
mútuðu bæði leikmönnum og
dómurum.
„Ef tvö lið eru jöfn að getu
getur dómarinn haft áhrif á úrslit
leiksins,“ sagði Romanov.
Brian Quinn, stjórnarformaður
Celtic, var æfur vegna ummæl-
anna. „Ef hann sagði þetta mun
ég sækja rétt okkar fyrir
dómstólum.“
Sakar dómara
um mútuþægni
Breski klám- og fjöl-
miðlajöfurinn David Sullivan
hefur enn áhuga á því að kaupa
West Ham einn daginn. Fyrir ári
síðan þótti hann líklegur til að
kaupa félagið en fannst það of
dýrt. Á endanum keyptu Björgólf-
ur Guðmundsson og Eggert
Magnússon félagið.
Sullivan á helmingshlut í
Birmingham og hefur sagt að sá
hluti sé til sölu fyrir rétt verð.
Hann er þó ánægður með
komu Íslendinganna því hann átti
hlut í félaginu sem hann gat selt
með vænum gróða. „Kannski
rennur sá dagur upp að ég geti
keypt félagið,“ sagði Sullivan,
sem á sínum tíma lék með
unglingaliði félagsins.
Vill enn kaupa
West Ham