Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 74
 Hannes Þ. Sigurðsson mun sennilega skrifa undir samning við norska úrvalsdeild- arliðið Viking um helgina. Þetta kom fram í Aftonbladet í gær. Hannes lék með Viking til 2005 en fór þaðan til Stoke. Hann skipti svo yfir til Bröndby í haust en hefur nú verið settur á sölu- lista þar. Þjálfari Viking er Uwe Rösler, fyrrum þjálfari Lilleström. Fyrir tveimur árum varð afar umdeilt atvik í leik Viking og Lilleström þar sem Frode Kippe kjálkabrotn- aði eftir samstuð við Hannes. Vildu margir meina að um viljandi brot hafi verið að ræða og gekk Rösler hvað lengst fram í þeirri umræðu. „Þetta mál er löngu gleymt. Svona gerist oft í fótboltanum,“ sagði Hannes. Rösler tók í svip- aðan streng. „Þá þjálfaði ég Lilleström og var að vernda fyrirliðann minn. Nú er ég hjá Viking og vil gjarn- an fá Hannes í mitt lið.“ Skrifar undir um helgina Sif Pálsdóttir hefur afrekað meira en nokkur önnur íslensk fimleikakona og það þótt hún sé ekki enn orðin tvítug. Sif er yngsti Íslandsmeistarinn í fjöl- þraut frá upphafi, hún hefur oft- ast allra unnið fjölþraut kvenna og varð á síðasta ári fyrsta og eina íslenska konan til þess að verða Norðurlandameistari í fimleikum. Því eru mikil tímamót fyrir íslenska fimleika þegar besta fim- leikakona Íslands snýr sér að öðrum verkefnum og segir skilið við áhaldafimleikana. „Fimleikarnir eru búnir að vera allt mitt líf og þeir eiga eftir að fylgja mér áfram. Ég var hrædd um að ég myndi sjá eitthvað eftir þessu en það hefur ekki gerst. Það hefur ekkert hvarflað að mér að byrja aftur því ég er alveg sátt með mitt,“ segir Sif, sem er ekkert að hætta að hreyfa sig. „Ég var að æfa fimm til sex sinnum í viku þegar ég var í áhaldafimleikunum en núna er ég að æfa fjórum sinnum í viku. Ég finn það strax að það er minna álag á manni og þetta eru léttari æfingar,“ segir Sif, sem er komin á fullt í hópfimleika. „Ég var í stelpuliðinu í fyrra og fór út á Evrópumótið með þeim. Núna er ég í blönduðu liði þar sem eru sex stelpur og sex strákar,” segir Sif en hún og félagar hennar í liðinu stefna að þátttöku á Norðurlandamótinu í framtíðinni. Sif varð Íslandsmeistari í fjöl- þraut í fyrra og vann síðan bæði Íslandsmeistaratitilinn á gólfi og á tvíslá. Hún bætti síðan um betur og varð Norðurlandameistari í fjölþraut og á tvíslá. „Ég var oft búin að hugsa um hvort og hvenær ég ætti að hætta. Mér fannst orðið tímabært að hætta og það var líka skemmtilegt að geta hætt á toppn- um og á meðan fólk man eftir manni,“ segir Sif. Sif hefur oftar en ekki þurft að yfirstíga mótlæti á sínum ferli eins og erfið veikindi og mikinn keppniskvíða sem hún glímdi við í mörg ár. „Ég var svo ung þegar ég vann fyrst að ég var kannski ekki alveg að átta mig á þessu. Þetta var það skemmtilegasta sem maður gerði í heiminum. Þegar ég var búin að vera á toppnum í tvö eða þrjú ár fannst mér að ég yrði að vinna. Þrátt fyrir þessa miklu pressu á mér var ég alltaf að standa mig vel. Síðustu tvær til þrjár vikurn- ar fyrir mót varð allt ótrúlega erf- itt. Það var erfitt á æfingum, ég var með í maganum og gat ekki sofið. Það var erfiður tími en ég hélt samt alltaf áfram að æfa. Þetta lagaðist ekki fyrr en ég fór til íþróttasálfræðings og hann hjálpaði mér mikið. Þegar ég byrj- aði að tapa sá ég að það var ekkert rosalega mikið mál að tapa. Ég skildi þá ekkert af hverju ég var búin að gera svona mikið vanda- mál úr þessu,“ segir Sif en sigr- arnir hafa þó verið miklu fleiri en töpin. Sif hefur alls unnið nítján Íslandsmeistaratitla, þar af fimm í fjölþraut. „Ég er með rosalega mikið skap og það skiptir máli í þessarri íþrótt. Ég átti samt oft erfitt með það þegar ég var yngri,“ segir Sif og á þá við 10-12 ára aldurinn. „Ég náði síðan að læra að nota þetta skap til þess að koma mér áfram og keppnisskapið hjálpaði mér rosa- lega mikið,“ segir Sif, sem segir meðfædda hæfileika verða að vera til staðar ætli menn sér að ná langt í fimleikum. „Ég á mjög létt með fimleika. Það þarf ótrúlega mikið að koma til svo að maður geti orðið afreks- maður í þessari íþrótt. Í fimleik- um þarf að vera lítill, léttur, ekki hræddur og með rétt hugarfar. Ég hafði það allt með mér, mér fannst gaman að æfa, ég æfði með skemmtilegum stelpum og var með góðan þjálfara. Ég fékk líka góðan stuðning að heiman og átti líka góða vini sem studdu mig,“ segir Sif. Þeir sem þekkja til henn- ar og hennar ferils segja uppkomu hennar á síðasta ári hafa endur- speglað hennar sterka karakter. Sif var búin að glíma við mikil veikindi sem fóru langt með að binda enda á fimleikaferilinn. „Ég varð rosalega veik en það fatt- aðist rosalega seint hvað væri að hrjá mig. Ég var að byrja í mennta- skóla og ég hélt að ég væri svona þreytt af því að það væri meira álag á mér í skólanum. Ég var allt- af mjög slöpp og hafði litla krafta til þess að framkvæma sumar æfingar. Í kjölfarið missti ég áhug- ann og var að fara að hætta þegar þjálfarinn minn benti mér á að fara í blóðprufu. Þá kom í ljós að ég var með sýkingu í líkamanum, þurfti að fara á sterk sýklalyf og ég var lengi að ná mér upp úr þessu. Ég hætti meira að segja um áramótin eftir þetta hálfa ár sem var búið að vera svo rosalega erf- itt. Ég náði mér af veikindunum og kom tvíefld til baka,” segir Sif og Íslandsmótið í fyrra var stór stund fyrir hana. „Það var sætasti sigurinn að vinna Íslandsmótið aftur eftir að hafa tapað tvö ár í röð. Það var lang- skemmtilegast að ná titlinum aftur eftir að ég var búin að tapa honum. Þegar ég lít yfir ferilinn þá hefði ekki verið gaman að enda á slöku ári. Það eru margir sem hafa stutt mig í gegnum þetta og þetta var ekki bara minn sigur. Ég held að ég eigi eftir átta mig á því seinna hversu frábært það var að vinna Norðurlandameistaratitilinn,“ segir Sif. „Þetta var mjög flott hjá henni og það var hennar stíll að koma og klára málin en ekki að gefast upp og hætta,“ segir Ásdís Pétursdóttir sem hefur þjálfað Sif nánast allan hennar fimleikaferil. „Hún kom til mín í Ármann frá Gróttu þegar hún var átta ára gömul. Ég sá um leið hvað bjó í henni. Það er mjög sjald- gæft að það komi krakkar með svo mikla hæfileika. Hún er mjög sterkur karakter og lagði allt í sölurnar,“ segir Ásdís og bætir við: „Við eigum örugglega eftir að verða góðar vinkonur áfram. Hún á eftir að hjálpa mér á margan hátt og kannski tekur hún bara við af mér. Ég myndi óska þess að hún yrði þjálfari því hún yrði frábær þjálfari. Hún gæti orðið þjálfari ef hún vildi en hún hefur ekki gefið mikið út á það,“ segir Ásdís og Sif sjálf tekur undir það. „Það freistar mín ekki núna en áhuginn á þjálfun á kannski eftir að koma í framtíðinni.” Sif er í Fjölbraut í Ármúla og á leiðinni að klára stúdentinn. „Ég er aðeins á eftir af því að ég hef ekki alltaf verið að taka fullt nám með fimleikunum,” segir Sif, sem er spennt fyrir íþróttabrautinni í Háskólanum í Reykjavík. „Ég á örugglega eftir að vera áfram í kringum fimleikana. Ég tók dómarapróf og er farin að dæma. Mér finnst það mjög gaman,“ segir Sif, sem er ekkert að hætta í fimleikum þótt hún hætti keppni í áhaldahlutanum. Hópfimleikarnir og dómgæslan eiga örugglega að halda henni í fimleikahreyfingunni í langan tíma í viðbót. Sif Pálsdóttir, tvöfaldur Norðurlandameistari og þrefaldur Íslandsmeistari í áhaldafimleikum á síðasta ári, hefur ákveðið að hætta í áhaldafimleikum og snúa sér að fullum krafti að hópfimleikum. Engin íslensk fimleikakona hefur átt glæsilegri feril en Sif. FRUMSÝNUM UM HELGINA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.