Fréttablaðið - 24.02.2007, Síða 6
Xbox360 leikjatölv-
an er um þriðjungi dýrari í Elko
en á löndunum í kringum okkur.
Nintendo Wii leikjatölvan, einn
keppinauta Xbox360 á leikja-
tölvumarkaðnum, er ekki nema
um fimm prósentum dýrari í
Ormsson en í sömu löndum.
Verðið á leikjatölvunum tveim-
ur var kannað í verslunum Wool-
worths í Bretlandi, Webhallen í
Svíþjóð, Multikanalen í Noregi og
Midtdaten í Danmörku. Valdar
voru verslanir sem eru sem lík-
astar þeim sem borið var saman
við á Íslandi.
Sundurliðað verð landanna má
sjá á töflu hér á síðunni, en sé
tekið meðaltal af verðinu í þess-
um fjórum löndum kostar
Xbox360 tölvan 33.624 krónur. Í
Elko kostar hún 44.995 krónur,
eða 31 prósenti meira.
Meðalverð á Nintendo Wii í
sömu löndum er 28.431 króna. Í
Ormsson, sem er umboðsaðili
Nintendo á Íslandi, kostar sama
tegund vélarinnar 29.900 krónur.
Nintendo Wii er því ekki nema
um fimm prósentum dýrari hér
en í löndunum í kring.
Gísli Jóhannsson, innkaupa-
stjóri hjá Elko, segir tvær megin-
ástæður vera að baki þessum
verðmun.
Annars vegar séu tollar og
skattar hærri hér en annars stað-
ar, og hins vegar geti verið að
verðslagurinn sé enn þá harðari á
hinum löndunum en hér, jafnvel
þannig að tölvurnar séu seldar
undir innkaupsverði. „Við erum
sjálfir með mjög litla álagningu á
vélinni. Þessi bransi er meira og
minna þannig að menn selja tölv-
urnar á, og jafnvel undir, inn-
kaupsverði og leggja síðan á leik-
ina.“
Rúnar Hrafn Sigmundsson,
sölumaður hjá Ormsson, segist
afar ánægður með að verðmunur-
inn á Nintendo Wii sé svona lítill.
„Við settum okkur í upphafi að
fara aldrei undir ákveðið verð og
höfum staðið við það. Það er mjög
ánægjulegt að munurinn sé ekki
meiri en þetta þrátt fyrir tolla og
gjöld sem eru hér en ekki í öðrum
löndum,“ segir hann.
Hagnast frekar á
leikjum en tölvum
Verðmunur á leikjatölvum hérlendis og í nágrannalöndunum er æði misjafn
eftir því hver tölvan er. Xbox 360 er þriðjungi dýrari hér en í löndunum í kring.
Nintendo Wii er ekki nema fimm prósentum dýrari hér en í sömu löndum.
INNBLÁSTUR FYRIR
SKÖPUNARGLEÐINA
Ókeypis Panduro Hobby
föndurlisti á íslensku!
Einnig fáanlegur í Skólavörubúðinni.
Borgartúni 29 Höfðabakka 3Glerárgötu 34
Var rétt af Bændasamtökunum
að meina gestum klámráð-
stefnu að gista á Hótel Sögu?
Ætlar þú að kjósa í alþingis-
kosningunum í vor?
Jón Sigurðsson, iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra, getur
ekki tjáð sig um hugsanlegt eign-
arnám jarða við Þjórsá né um
ummæli Jónínu Bjartmarz
umhverfisráðherra í þá veru að
slík valdbeiting sé „fráleit“.
„Ég má ekki úttala mig um
þetta mál, því samkvæmt stjórn-
sýslunni verður ráðherra að bíða
ef málið kemur til hans á seinna
stigi, þá má hann ekki vera van-
hæfur [til að úrskurða].“ Jón tekur
þó fram að það sé „hvergi neins
staðar á neinu borði að fara út í
neitt eignarnámsferli, það er þvert
á móti verið að semja í góðu“.
Arnar Þór Sævarsson, aðstoð-
armaður Jóns, tekur fram að þrjú
skilyrði þurfi til eignarnáms: Að
almannahagsmunir krefjist þess,
að lagaheimild liggi fyrir því og að
fullar bætur verði greiddar land-
eigendum. Ljóst sé að heimild
finnist í lögum til eignarnáms.
Málið snúist því fyrst og fremst
um hvort almannahagsmunir séu
nægilega knýjandi eða ekki.
Árni M. Mathiesen fjármála-
ráðherra vildi heldur ekki tjá sig
um málið, en benti á sín fyrri
ummæli í Fréttablaðinu. Hinn 20.
janúar sagði Árni eftirfarandi:
„Lögin leyfa eignarnám og því
er það í prinsippinu réttlætanlegt,
en auðvitað getur það verið mis-
jafnt eftir einstökum tilfellum.
[...] Ég veit hins vegar ekki hvern-
ig þetta mál stendur eða hverjar
aðstæður eru í einstökum málum,
þannig að ég get ekki svarað fyrir
einstök mál.“
Eignarnám ekki útilokað
Loðnuaflinn á ver-
tíðinni nálgast 150 þúsund tonn
en leyfilegur heildarafli íslenskra
skipa er 300 þúsund tonn. Bræla
á miðunum fyrir Suðurlandi
hefur hamlað veiðum en ágætis
veiði er þar sem skipin geta
athafnað sig. Veðurlag næstu
vikna skiptir miklu næstu vik-
urnar ella mun kvótinn ekki nást
og milljarða verðmæti tapast.
Mikið hefur verið að gera í
loðnuvinnslu í Vestmannaeyjum,
unnið er á vöktum og reynt að
frysta eins mikið til manneldis
og frekast er unnt. Eitthvað
hefur verið um átu í loðnunni
sem hefur komið í veg fyrir að
hægt sé að frysta á fullum afköst-
um.
Eyþór Harðarson, útgerðar-
stjóri hjá Ísfélagi Vestmanna-
eyja, segir að búið sé að frysta
um 1.000 tonn af loðnu á Japans-
markað, og um 2.000 tonn á Rúss-
landsmarkað. Bátar Ísfélagsins
hafa veitt um 30 þúsund tonn af
loðnu og eiga eftir að veiða annað
eins, reynt verður að vinna þann
kvóta til hrognafrystingar.
Sigurjón Gísli Jónsson, fram-
leiðslustjóri hjá Vinnslustöð
Vestmannaeyja, segir að búið sé
að frysta um 1.600 tonn af loðnu
á Japansmarkað, og um 1.500
tonn á Rússlandsmarkað. Bátar
Vinnslustöðvarinnar hafa veitt
15 þúsund tonn og eiga eftir um
16 þúsund tonn. Vinnslustöðin
ætlar að nýta þann kvóta til
hrognafrystingar.
Nokkur hús og að
minnsta kosti ein vörubifreið
sukku ofan í jörðina þegar stór
sigskál myndaðist skyndilega í
Gvatemalaborg í fyrrinótt.
Ekki var nokkur leið að bjarga
fólki úr húsunum því botn
holunnar var mjög óstöðugur.
Hávær hljóð og stækur hol-
ræsafnykur bárust upp úr
holunni og jörðin í kring titraði.
Síðar um daginn voru þúsund
hús í næsta nágrenni rýmd.
Herinn var kallaður út til að
aðstoða fólk og hafa stjórn á
rýmingunni.
Talið er að leki úr aðalholræsi
og miklar rigningar nýverið hafi
valdið jarðsiginu. Jarðvegurinn
hafi hreinlega verið orðinn
gegnsósa.
Húsin sukku
fyrirvaralaust
Steinunn Jakobsdóttir,
tveggja barna móðir sem fékk
heilablóðfall fyrir tveimur árum,
segist vera í algjörri óvissu um
húsnæði þegar hún þarf að flytja
úr íbúð Sjálfsbjargar eftir viku.
Hún og foreldrar hennar hafa
ítrekað beðið bæjarstjórn
Mosfellsbæjar um úrræði en
fengið þau svör að enga hjálp sé
að fá.
Bæjarfélagið hafi selt svo
margar félagslegar íbúðir að
undanförnu, að ekki sé hægt að
veita Steinunni slíka íbúð. „Þeir
virðast ekkert ætla að fjölga
íbúðum þó eftirspurn sé eftir
þeim, ég veit ekki hvar ég verð
næst þegar ég sé börnin mín,
gatan blasir við,“ segir Steinunn.
Segir götuna
blasa við
Að minnsta kosti
sextán manns létust þegar eldur
braust út í ferju í Javahafi á
Indónesíu á fimmtudaginn.
Hundruð manna þurftu að
stökkva í sjóinn til að forða sér
frá eldinum, sumir með smábörn
í fanginu.
Meira en tíu var enn saknað í
gær að sögn talsmanns indónes-
íska hersins og leituðu herskip að
fólkinu í sjónum. Algengt er þó að
skrár yfir farþega séu ónákvæmar
og því er líklegt að enn fleiri sé
saknað.Talið er að upptök eldsins
um borð megi rekja til að kviknað
hafi í flutningabíl sem hlaðinn var
af einhvers konar efnum.
Eldur braust út
í ferju á hafi úti