Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 73
Heimsdegi barna verður fagnað í þriðja sinn í dag en þá geta börn og unglingar komist í kynni við fram- andi menningu frá öllum heimsálf- um í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi og félagsmiðstöðinni Miðbergi. Heimsdagur barna er liður í Vetrarhátíð í Reykjavík sem er samvinnuverkefni Höfuðborg- arstofu, Alþjóðahússins, Kram- hússins og fyrrgreindra aðila. Þar verða skipulagðar fjöl- breyttar og spennandi listasmiðjur sem verða opnar milli 14 og 17 en að þeim loknum verður afrakstur- inn til sýnis í samkomusal hússins. Á staðnum geta forvitnir ungir gestir til dæmis kynnt sér uppruna hljóðfærisins didgeridoo, lært um rapp og rímur, fræðst um mörgæs- ir og Bollywood-myndir og arab- íska skrift auk þess sem boðið verð- ur upp á kennslu í krumpdansi sem er með afbrigðum forvitnilegur dansstíll. Auk smiðjanna verða ýmsar uppákomur í anddyri Gerðubergs og eitthvað að gerast í hverju ein- asta skúmaskoti húsanna en nánari upplýsingar um dagskrána má finna á heimasíðunni www.gerdu- berg.is. Listir allra álfa Söngkonurnar Xu Wen og Natalía Chow halda söngtónleika í Salnum í Kópavogi á morgun. Með þeim leikur Anna Guðný Guðmunsdótt- ir á píanó en á efnisskránni eru ljóðaflokkur eftir Mahler og frum- flutningur á ljóðaflokki eftir Juli- an Hewlett, auk íslenskra og erlendra sönglaga og aría. Xu Wen nam ung að árum kín- verskan óperusöng, leiklist, dans og skylmingar við Huangmei- óperuskólann í Anhui-fylki í Kína. Hún hefur sungið aðalhlutverk í fjölmörgum kínverskum óperum og unnið til verðlauna fyrir söng sinn. Hún fluttist til Íslands árið 1989, hóf nám hjá Elísabetu Erlingsdóttur við söngdeild Tón- listarskólans í Reykjavík og stund- aði síðar framhaldsnám í London. Xu Wen hefur haldið fjölda ein- söngstónleika og sungið víða á opinberum vettvangi og starfar nú jafnframt sem söngkennari við Domus Vox. Natalía Chow Hewlett ólst upp í Hong Kong og lærði snemma á píanó. Hún lauk 8. stig í píanóleik og einsöng í Hong Kong og hélt síðar til framhaldsnáms í Bret- landi. Að námi loknu var Natalía ráðin sem lektor við Hong Kong International Institute of Music þar sem hún sá um menntun verð- andi tónmenntakennara. Á sama tíma stundaði hún framhaldsnám í söng. Natalía fluttist til Íslands árið 1992 og hefur starfað sem söngkona, söngkennari, organisti og kórstjóri, fyrst á Húsavík og síðan á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur til að mynda staðið að stofn- un fjögurra kóra, þar á meðal Regnbogakvennakórsins sem er fyrir konur af erlendum uppruna. Tónleikarnir á morgun hefjast kl. 16. Fagrir hljómar Haft er á orði að sumum berist daglega fleiri fréttir af stórstjörn- um á borð við Paris Hilton og Tyru Banks en af fjölskyldumeðlimum og vinum. Þessar drósir eru að sönnu góðkunningjar margra af sjónvarpsskjám og síðum blaða en færri vita þó að í borginni Reykja- vík má kynnast nýjum hliðum á þessum stjarnfræðilega frægu snótum. Nýlega var efnt til fyrstu ferð- arinnar um Ísmericu en fyrr- greind kvendi eru fylgismeyjar í harla óvenjulegri leiksýningu sem ber þann titil. Að baki því uppá- tæki standa tvær ungar leikkonur, Aðalbjörg Árnadóttir og Magnea Björk Valdimarsdóttir, sem eru félagar í hinu nýstofnaða Gleði- leikhúsi. „Þetta er óvissu- og ævin- týraleikhús,“ útskýrir Magnea og harðneitar að gefa meira upp um framvindu þessarar óvenjulegu sýningar. Sýningin eða ferðalagið hefst við Kramhúsið í Bergstaða- stræti en svo verður að koma í ljós hvar ævintýrið endar. Magnea áréttar að lygilegir hlutir eigi sér stað enda vart annað hægt með aðrar eins persónur í farteskinu. Hér á landi er ekki rík hefð fyrir leikhúsformi sem þessu en Magnea útskýrir að enginn þurfi að óttast að markmið sýningarinn- ar sé að hrella fólk. „Þetta er vit- anlega nýtt og spennandi form en markmið Gleðileikhússins er fyrst og fremst að gleðja fólk í skamm- deginu,“ segir leikkonan hug- hreystandi og útskýrir að sýning- in hafi þegar mælst vel fyrir hjá leikhúsgestum, sem hafi fagnað kynnum sínum af Ísmeriku. Upp- lýsingar um sýninguna má nálgast í síma 551-0343. - Tyra og Paris rasa út í Reykjavík Sýning Rúríar „Tími - Afstæði - Gildi“ verður opin í dag frá 13-18 og sunnudag frá 13-16. Gerðuberg • sími 575 7700 • Sjá dagskrá á www.gerduberg.is GERÐUBERG Viðburður á Vetrarhátíð! Hvernig hljómar Didgerido og hvaðan er það upprunnið? Hvað eiga rapp og rímur sameiginlegt? Hvernig skylmast alvöru víkingar? Kanntu að dansa í anda Bollywood-myndanna? Langar þig að læra að breyta melónu í listilega borðskreytingu? Viltu fræðast um mörgæsirnar á Suðurskautslandinu? Kanntu að skrifa nafnið þitt á arabísku? Hvað er Krump? >>> Svörin við þessum forvitnilegu spurningum fi nnur þú á Heimsdegi barna! >>> Boðið verður upp á fjölda listsmiðja fyrir börn og unglinga og eitthvað að gerast í hverju einasta skúmaskoti! >>> Heimsdagur barna er samstarfsverkefni Vetrarhátíðar, Alþjóðahússins, Kramhússins, Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og félagsmiðstöðvarinnar Miðbergs. HEIMSDAGUR BARNA Allar heimsálfur á einum stað! Laugardaginn 24. febrúar kl. 13-18 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og félagsmiðstöðinni Miðbergi „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.