Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 24
FÆDDUST ÞENNAN DAG Leikritið um Ronju ræningja- dóttur verður sýnt í fimm- tugasta sinn í Borgarleikhús- inu á morgun. Leikritið var frumsýnt í febrúar í fyrra og hefur notið mikilla vinsælda hjá yngstu kynslóðinni, enda um klassískt barnaævintýri eftir Astrid Lindgren að ræða. Á því ári sem liðið er frá frumsýningu hafa yfir 25 þúsund manns séð leikritið. Nú eru aðeins fimm sýningar eftir og fer því hver að verða síðastur að sjá Ronju og Birki glíma við rassálfa, skógarnornir og aðrar hætt- ur í Matthíasarskógi. Arnbjörg Hlíf Vals- dóttir leikur Ronju og Friðrik Friðriksson leikur vin hennar Birki Borkason. Foreldra Ronju, þau Matthí- as og Lovísu, leika Þórhallur Sigurðsson (Laddi) og Sóley Elíasdóttir. Eggert Þorleifs- son leikur öldunginn Skalla- Pétur. Með önnur hlutverk fara: Björn Ingi Hilmarsson, Davíð Guðbrandsson, Ellert A. Ingi- mundarson, Guðmundur Ólafsson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Hildigunn- ur Þráinsdóttir, Hinrik Þór Svavarsson, Kjartan Bjarg- mundsson, Orri Huginn Ágústsson, Tryggvi Gunnars- son, Valur Freyr Einarsson og Þór Tulinius. Félagar í Karlakórnum Þresti bjóða til afmælisveislu í Hafnarfirði í dag í til- efni 95 ára afmælis kórsins. Félags- skapur söngmanna sem kenna sig við fuglinn tónelska var stofnaður af Frið- riki Bjarnasyni tónskáldi árið 1912. Geir A. Guðsteinsson, kórfélagi og sér- legur kynningafulltrúi hópsins, útskýr- ir að kórinn hafi starfað sleitulaust síðan, auðvitað með mismiklum þunga en ávallt hafi Þrestir staðið fyrir tón- leikahaldi. „Menn ganga til liðs við karlakóra fyrst og fremst vegna þess að þeim finnst gaman að syngja en það er ekki síður félagsskapurinn sem skiptir máli því í kórastarfi eignast maður góðan hóp af vinum,“ segir Geir og bætir við að sumir félaganna taki að sér að syngja við athafnir og afmæli auk þess að skemmta sér saman. Rúmlega fimmtíu félagar eru í kórnum nú og hafa margir félaganna starfað innan vébanda hans um árabil. „Þetta er kokkteill,“ segir Geir sposk- ur og útskýrir að innan hópsins séu bæði yngri söngmenn og „gamlir jaxl- ar“. „Ég held að sá elsti hafi byrjað 17 ára gamall en hann er nú að verða sex- tugur. Faðir hans starfaði annan eins tíma með kórnum svo það liggur við að sá félagi hafi tengst starfsemi kórsins frá upphafi.“ Það er einnig til marks um kraftinn og fjörið í kórnum að fyrr- greindur félagi hefur ekki tekið sér frí frá kórastarfinu allan þennan tíma. Kórinn hefur staðið af sér sveiflur og breytingar í tónlist allt frá gömlu ættjarðarlögunum í gegnum revíutím- ann, stórhljómsveitartímann, rokkið, bítlana, diskóið og fönkið. Geir áréttar þó að kórinn hafi aldrei staðið í vegi fyrir þeim sveiflum heldur aðlagast þeim eftir megni og tekið þær í sína þjónustu. Þrestirnir eru fyrir löngu orðnir hluti af menningarlífinu í Hafnarfirði og hafa gert ófá strandhögg víðar um land og á erlendri grund. Fyrsta hljóm- plata kórsins kom út árið 1975 og nú er von á nýjum diski, Þrestir 95, þar sem kórinn flytur ljúfar dægurlagaperlur. Stjórnandi Þrasta er Jón Kristinn Cortez, en píanóleikari Jónas Þórir. Afmælinu verður fagnað í Hásölum, félagsheimili Hafnarfjarðarkirkju, í dag kl. 17 en þangað eru allir velkomn- ir og ókeypis aðgangur. „Þetta verða fremur óhefðbundnir tónleikar,“ útskýrir Geir en kórinn mun að sönnu taka lagið og bjóða gömlum félögum og öðrum söngglöðum gestum að syngja með. Karl og Díana opinbera trúlofun sína „Að velja eina persónu væri eins og að gera upp á milli barnanna minna, en sumar persónur hafa heimtað meira af mér en aðrar, eins og til dæmis Galdra-Loftur, Faust og Ödipus konungur, svo einhverjar séu nefndar.“ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ólafur Theodórsson verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 27. febrúar kl. 14.00. Júlía Baldursdóttir Baldur Ólafsson Auður Líndal Sigmarsdóttir Ellen Ólafsdóttir Guðjón Theódórsson Ragnhildur Í. Ólafsdóttir Birgir Guðmundsson og barnabörn. Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Þóra Sigurðardóttir Furugerði 1, (áður Stangarholti 12) Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 26. febrúar kl. 13.00. Margrét Sigurðardóttir Sigurður Steingrímsson Sigurbjörn Sigurðsson Hafdís Leifsdóttir Sigríður Ó. Þ. Sigurðardóttir Hafsteinn Sæmundsson Sigurbjörn Pálsson barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu og veittu okkur ómetan- legan stuðning við andlát og útför Hjörleifs H. Jóhannssonar Guð blessi ykkur öll. Þorgerður Sveinbjarnardóttir Helga Hjörleifsdóttir Sveinbjörn Hjörleifsson Elín Björk Unnarsdóttir Björgvin Hjörleifsson Preeya Kempornyib Arnþór Hjörleifsson Ásrún Ingvadóttir Sigurbjörn Hjörleifsson Kanokwan Srichaimun Einar Hjörleifsson Lilja Guðnadóttir Hjördís H. Hjörleifsdóttir Sigursteinn Magnússon og barnabörn. Ronja sýnd í 50. skipti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.