Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 30
Tíunda kynslóð Toyota Cor- olla er komin á götuna. Þessi rúmlega 50 ára gamla bílteg- und hefur tapað nokkru af aðdráttaraflinu en á enn nóg inni til að heilla fjölmarga Toyota-unnendur hérlendis. Fyrsta Corollan kom á markað árið 1966 og eftir 30 ár í fram- leiðslu náði hún því marki að verða mest seldi bíll heims. Áreið- anleiki, lágur rekstrarkostnaður, og almenn gæði urðu til þess að aðdáendurnir sópuðust að (eða það sem skiptir meira máli: kaup- endurnir). Corolla hefur alltaf verið öruggt val. Kaupandinn veit að hverju hann gengur, veit hvað hann fær, og veit að hann getur selt það aftur án teljandi vand- ræða. Það sama er upp á teningnum hjá tíundu kynslóð Toyota Corolla. Þarna er á ferð traustur bíll sem segir fyrst og fremst: enga vit- leysu, ég kem þér þangað sem þú þarft að fara. Þetta er hans helsti kostur, og um leið helsti galli. Tökum sem dæmi ytra útlitið. Sá sem horfir á Corolla hugsar án efa að þarna sé á ferð snotur bíll. Tíu mínútum síðar er hann búinn að gleyma hvernig bíllinn leit út. Hann er einfaldlega svo venjuleg- ur. Að innan er Corolla örlítið meira spennandi. Smá áhætta er tekin í mælaborðinu og kemur það ágætlega út. Útvarp og miðstöð eru sett upp á klassískan hátt, og kveikjuhnappurinn ásamt flipa- skiptingu í stýrinu (sé hún fyrir hendi) lífga upp á útlitið og láta mann vita að kannski búi meiri kraftur í bílnum en gefið er upp. Corolla er þægilegur í akstri og auðvelt er að ráða við hann. 1,6 lítra bensínvélin er spræk, þó ekki sé hægt að segja að hún sé að springa af afli. Hún er líka afar hljóðlát og í lausagangi er varla hægt að heyra í henni. Hægt er að fá bílinn með svo- kallaðri MM-skiptingu, en hún á að sameina það besta úr sjálf- skiptingu og beinskiptingu. Ekki er um eiginlega sjálfskiptingu að ræða heldur tölvustýrða bein- skiptingu þannig að ekki þarf að skipta um gír og ekki þarf að ýta á kúplingu. Nóg er að létta örlítið á bensíngjöfinni þegar vélin er á háum snúningi og þá skiptir kass- inn. Þannig næst betri nýting en á beinskiptum bíl (hann eyðir minna) á næstum sjálfskiptum bíl. Á pappírnum lítur þetta allt saman vel út, en raunin er önnur. Þá rúmu tvo daga sem undirritað- ur keyrði bílinn gerði skiptingin alls konar vitleysu. Stundum skipti hún ekki um gír þegar stig- ið var af bensíngjöfinni því kass- anum fannst vélin ekki vera á nógu miklum snúningi, í öðrum tilfellum skipti hún um gír áður en tækifæri gafst til að létta á gjöfinni og þá heggur bíllinn. Höggið er lítið, en nóg til að fara í taugarnar á ökumanni. Sá fyrirvari skal hafður á að kannski tekur bara tíma að venj- ast skiptingunni. Kannski ekki. Getur það verið að Toyota sé í fyrsta sinn í langan tíma að stíga feilspor? Hvað sem því líður er Corolla ágætis bíll. Hann er bara svo venjulegur, svo hversdagslegur, að hann vantar sál. Hann vantar þetta eitthvað sem fær mann til að langa að taka aukakrók áður en maður leggur bílnum í innkeyrsl- unni heima. Traust tíunda kynslóð Toyota Corolla Sími 564 0400 BÍLARAF Auðbrekku 20, P R E N T S N IÐ HEILDARLAUSNIR Í DRIFSKÖFTUM Landsins mesta úrval af hjöruliðum og drifskaftsvörum Jafnvægisstillingar Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.