Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 22
Eins og tíðkast hjá ungu fólki í tilhuga- lífinu drifum við Sólveig okkur í bíó og sáum aldeilis magnaða mynd: Völundarhús skógarpúkans eftir Guillermo del Toro. Myndin gerist á Spáni skömmu eftir lok borgarastríðsins í sveitaþorpi þar sem hrottafeng- inn liðsforingi gengst upp í að þjarma að andstæðingum Fran- cos; en á sama tíma er sagt frá Ófelíu ellefu ára gamalli stjúp- dóttur liðsforingjans sem flýr veruleikann inn í skugga- lega ævintýraveröld handan við völundarhús skógarpúkans. Það er reyndar ekki nýnæmi að því að sjá ævintýramynd. En ævintýraheimur þessarar myndar er ævintýralegri en samanlagðar svaðilfarir hobbitanna í Hringa- drottinssögu. Þetta er ævintýri handa fullorðnum. Frumleg og heillandi mynd sem minnir mann á að einu sinni í firndinni voru ævintýrin full með ógnir og forneskju áður en Walt Disney gerði lýtaaðgerð á illskunni og Hollywood drekkti Grimms- bræðrum í sírópi. Nú mega ríkislög- reglustjóri og sér- legur Baugssak- sóknari fara að biðja fyrir sér. Sam- kvæmt kínversku tímatali er „ár svínsins“ nefni- lega hafið svo að Bónus-grísinn getur brosað breitt. Í dag byrjaði nýárið í Kína. Það væri til of mikils mælst af stjörnuspekingum að reikna út örlög svona margs fólks mánaðar- lega svo að Kínverjar nota stærri örlagaeiningar en við og spá fyrir heilum árgöngum á einu bretti. Allir sem fæddir eru á sama ári eru í sama stjörnumerki og stjörnumerkin eru tólf og eru kennd við svín, rottu, apa, uxa, tígrisdýr, héra, dreka, slöngu, geit, hest, hana og hund. Og nú er sem sagt ár svíns- ins gengið í garð. Á sunnudagskvöldum horf- um við Sólveig saman á norska framhaldsmynd í sjónvarpinu. Hún heitir „Við kóngsins borð“. Mér finnst alveg dásamlegt að fá öðru hverju að fylgjast með sögu sem gerist hérna í námunda við okkur og passar ekki inn í skapal- ón alþjóðlegra (amerískra) framhalds- mynda. „Við kóngsins borð“ er meiri háttar skemmtileg vegna þess að það er ekki nokkur leið að sjá hvort þetta á að vera krimmi, ástarævintýri, samfélagsádeila eða spítalasaga. Ef Norðmennirnir hafa haft einhverja formúlu í huga í upphafi sögunnar hafa þeir steingleymt henni strax í fyrsta þætti því að frásögnin fer út um víðan völl og frásagnarmátinn er svo hægur að það tók aðalleikkonuna fjóra heila þætti að drífa sig í bólið með ljós- hærðum pilti úr Verkamanna- flokknum. Þegar ég var búinn að koma börnunum í skóla og á dagheim- ili skilaði ég kon- unni minni aftur á Reykjalund. Gras- ekkjumannsstandið heldur áfram. Það var bolludagur í dag. Ég lít á það sem hverja aðra góðgerða- starfsemi að styrkja bakara með því að kaupa af þeim rjómabollur fyrir 255 krónur stykkið. Aum- ingja mennirnir að þurfa á svona fjáröflun að halda – eins og vort daglega brauð er nú ódýrt. Nágrannar mínir á Borgar- bókasafninu fundu upp á því að biðja mig að velja nokkrar myndir úr myndlistardeild – eða artóteki – safnsins á sýningu sem á að byrja á fimmtudaginn í tilefni af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Eftir alla þá greiðvikni sem fólkið á bókasafninu hefur sýnt mér kom að sjálfsögðu ekki annað til greina en verða við þessari bón. Ég er því miður ekki listfræðingur svo að ég brá á það ráð að gefa heilanum frí og lét hjartað um að velja myndir á sýninguna. Á undanförnum árum hefur breiðst út sá siður hérna sem kallaður er steggjun og gengur út á að fá fólk sem er að því komið að ganga í hjónaband til að drekka frá sér ráð og rænu og gera hluti sem ekki eru samboðnir nokkurri heil- vita manneskju. Það er því vel við hæfi að rifja upp lög sem gilt hafa á Íslandi frá árinu 1281 til að bregðast við verstu afleiðingum þessa ófagnaðar: Héraðsdómur Reykjavíkur hefur í dag sakfellt karlmann á þrítugsaldri með vísan til Mannhelgisbálks Jónsbókar. En svo virðist sem þessi maður, frá- vita af þeirri geggjun sem er fylgifiskur steggjunar, hafi barið konu í andlitið með flösku – sem er óneitanlega sérkennileg aðferð til að gera sér dagamun, hvað þá að búa sig undir hjónaband. Sprengidagur. Salt- ket og baunir. Tókst betur upp með baunasúpuna en nokkru sinni fyrr. Laumaði teskeið af turmerik út í hana. Það var snilldarhug- mynd en dugði samt ekki til því að börnin fúlsuðu við þessu kjarna- fæði. Skrýtið, því að saltket er ekki beinlínis hollt og eins og öll heil- brigð börn eru Andri og litla Sól yfirleitt sólgin í óhollustu. Öskudagurinn er dagur mikilla vænt- inga. Héðan fóru prins- essa og draugur í rauðabýtið í morg- un. Prinsessan fór á Njálsborg og draug- urinn í Ísaksskóla og hlökkuðu ákaflega til að slá köttinn úr tunn- unni. Uppþvottavélin hefur fengið dánarvottorð uppáskrifað af fag- manni. Nú til dags eiga venjuleg heimilistæki að endast í tólf ár og samkvæmt því hefur þessi uppþvottavél látist í hárri elli komin á fimmtánda ár. Það þýðir lítið að barma sér undan takmörkuðum ending- artíma heimilistækja því að svipuð lögmál gilda víst líka um okkur manneskjurnar og það tjóir ekki að sakast við guðlega forsjón fremur en stórfyrirtækin. Þess vegna ætla ég að taka mér hina jákvæðu Poll- íönnu til fyrirmyndar og í stað þess að syrgja uppþvottavélina ætla ég að gleðjast yfir því að geta tekið lán til að kaupa nýja. Smáfólkið er skemmtilegur félagsskapur. Ég er ekki frá því að litla Sól sé ástfangin því að henni verður grunsamlega tíðrætt um ákveðinn skólabróður sinn í leik- skólanum. Meðan Sólveig er fjarverandi sé ég um heimilisstörfin. Ég hef komist að því að heimilisstörf eru algjör andstæða stjórnmála: Heimilisstörf hafa þá náttúru að enginn tekur eftir því þegar þau eru unnin – en allir taka eftir því á stundinni ef þau eru látin eiga sig. Stjórnmál eru annars eðlis. Allt sem stjórnmálamenn gera vekur athygli – en enginn tekur eftir því sem þeir nenna ekki eða vilja ekki gera. Kannski er þetta ástæðan fyrir því hvað konur virðast eiga erfitt með að fóta sig í pólitík. Vetrarhátíð hófst í dag og í kvöld byrjaði myndlistarsýningin í Borgarbókasafninu. Ég gat ekki stillt mig um að setja eina mynd eftir sjálfan mig á sýninguna. Það er ekki víst að ég fái annað tæki- færi til að hanga innan um alvöru- listamenn. Yfir tvö hundruð manns mættu á opnunina. Sennilega hafa ein- hverjir villst á mér og spænsku dansmeyjunum sem voru að sýna fóta- mennt í næsta húsi. Steggjun eða geggjun? Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um Völundarhús skógarpúkans, ár svínsins, norska framhaldsmynd, fjáröflun- ardag bakara og draug og prinsessu. Einnig er vikið að heimilisstörfum og pólitík, Vetrarhátíð, myndlist og spænskum dansmeyjum. Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.