Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 16
greinar@frettabladid.is Nú á dögum líta flestallir Íslendingar á sig sem jafnrétt- issinna. Sú sjálfsmynd er þó ekki endilega byggð á gildum rökum. Það er a.m.k. þversögn að mörgum af hinum meintu jafnréttissinnum finnst allt í himnalagi í samfélagi þar sem misrétti kynjanna er viðhaldið með kerfisbundnum hætti. Við sjáum birtingarmynd þessa misréttis víða, t.d. í klámi og ofbeldi gegn konum. En undirrót þess er sjálf samfélagsskipanin og ekki síst tekjuskiptingin í samfé- lagi. Það er staðreynd að atvinnu- tekjur kvenna eru einungis rúm 60% af tekjum karla. Þetta hlutfall hefur varla haggast frá því að lög um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna voru samþykkt 1976. Þessi munur er staðreynd en ekki er tekið á vandanum og honum jafnvel afneitað. Með hvers konar talnaspeki er reynt að telja fólki trú um að einungis hluti af þessu bili sé „kynbundinn launamunur“ en hitt sé konum sjálfum að kenna fyrir að vinna ekki nógu mikið eða sækjast ekki nógu stíft eftir stjórnunarstöðum. Líkt og það á að vera konum sjálfum að kenna að karlar sem stjórna umræðuþáttum vilja ekki fá þær í viðtöl. Í kjarasamningum og töxtum er ekki til kynbundinn launamunur. Hann er eigi að síður staðreynd og tengist kjörum sem ekki eru hluti af kjarasamningum annars vegar, en hins vegar hefðbundnu vanmati á störfum sem konur sinna að miklu leyti. Laun snúast nefnilega að litlu leyti um framboð og eftirspurn heldur þjóðfélagslegt mat. Það er t.d. verulegt framboð á fólki sem vill gegna stjórnunar- störfum og því lítil ástæða til að greiða stjórnendum ofurlaun þess vegna. Ástæðuna fyrir ofurlaunum stjórnenda má frekar finna í hugmyndaheimi fjármagnseigenda og annarra sem tilheyra valdastétt- inni, þeim finnst það einfaldlega eðlilegt að hlutverk launa sé að byggja valdapíramída. Hið sama má segja um kyn- bundinn launamun. Á honum geta einungis verið tvær skýringar. Annars vegar að konur séu almennt lakari starfsmenn en karlar. Fáir viðurkenna upp á sig slíka skoðun. Hin ástæðan er öllu líklegri; að hann sé hluti af hugmyndafræði ráðandi stétta sem líta ennþá á karlmenn sem „fyrirvinnur“ og að sú ráðandi hugmyndafræði móti raunar einnig sjálfsmynd kvenna, sem gera þess vegna hógværar launakröfur. Til þess að viðhalda slíkum hugsunarhætti eru alls konar varnaglar gegn breytingum innbyggðir í kerfið. Einn þeirra er launaleynd. Leynd yfir launum fólks er ekki forsenda þess að stjórnendur geti hækkað afburða- starfsmenn í launum, enda er erfitt fyrir sanngjarnt fólk að amast við því. Á hinn bóginn gerir hún stjórnendum kleift að mismuna fólki í launum út af einhverju öðru en verðleikum, t.d. kynferði. Það blasir við að launaleyndin gerir konum sem vinna hjá einkafyrirtækjum óhægt um vik að sækjast eftir launahækkunum eða launum til jafns við jafnhæfa karlmenn. Það er líka markmið hennar; hún er fyrst og fremst stjórntæki þeirra sem eru á tindinum. Þekking er vald en með leyndinni er slíkt vald takmarkað við fámennan hóp. Launaleynd hefur ekkert með persónuvernd eða mannréttindi að gera. Hið sama má raunar segja um leynd almennt. Hlutverk hennar er ævinlega að takmarka upplýsingar við tiltekinn hóp fólks, sem hefur rétt á að vita það sem aðrir vita ekki. Ný forréttindastétt verður til sem hefur þekkinguna á valdi sínu líkt og leyniþjónustur stórvelda vita einar hvað í rauninni á sér stað í alþjóðasamskiptum. Þetta er ástæðan fyrir því að það á að afnema launaleynd þótt sú aðgerð ein og sér muni ekki duga til að útrýma kynbundnum launamun. Önnur nauðsynleg aðgerð er að tryggja jafna stöðu kynjanna í öllum stjórnunarstöð- um, hvort sem það er á þingi, innan stjórnkerfisins eða innan stórfyrirtækjanna sem ráða æ meiru um þróun þjóðfélagsins. Það er þversögn að eftir því sem hlutfall kvenna innan hins opinbera geira færist hægt og sígandi upp á við færast æ mikilvægari ákvarðanir til einkageirans þar sem karlveldið fær að ríkja óhindrað. Því miður virðist tregðulögmál- ið einnig vera að yfirtaka stjórn- málaflokka. Það er sláandi staðreynd að einungis tveir stjórnmálaflokkar hafa tryggt jafna stöðu kynjanna í efstu tveimur sætum framboðslista sinna fyrir næstu kosningar. Hjá Vinstrihreyfingunni - grænu framboði eru konur í meirihluta, 7 af 12, en hjá Framsóknarflokknum eru þær 5 af 12. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa einungis 3 konur í efstu 12 sætum hjá sér. Þessi staðreynd ein og sér bendir til þess að jafnrétti kynjanna sé ekki forgangsmál hjá þessum flokkum. Mikilvægari vísbending er þó málefnastaða flokkanna. Þora þeir að gera atlögu að launaleynd- inni og misskiptingu stjórnunar- starfa eða ætla þeir að gerast varðhundar um ríkjandi ástand? Bið eftir kynjajafnrétti Þ að fór sem fór: lóðaspekúlantar og verktakar voru í viðbragðsstöðu þegar svokölluð sáttanefnd með Árna Þór Sigurðsson og Bolla Kristinsson kaupmann í meiri- hluta blessaði rif á stórum hluta gamalla íbúða- og verslunarhúsa við Laugaveg. Meirihluti borgarstjórn- ar lét undan þrýstingnum og málamyndasamkomulag var gert um hlutfall eldri húsa sem skyldu standa. Nýtt deiliskipulag var samþykkt árið 2003 á þeim grunni. Kaupæði rann á þá sem sjást lítt fyrir í fjárfestingum. Stórir reitir voru keyptir upp milli Laugavegar og Hverfisgötu. Þeir sem kunnugir eru sögu nýbygginga í Þingholtunum sáu fyrir hvað verða vildi: nú skyldi byggt út á hvert horn lítilla lóða, þær sameinaðar, dílað við borgarstjórn um bílastæði, brunavarnir, skuggamyndun, innndregnar efri hæðir, hvert tækifæri notað til að ná hámarksnýtingu úr lóðafjárfestingum. Stórir steinkumb- aldar áttu að rísa í trássi við þá íbúa sem ekki létu hrekja sig burt eða kaupa sig út fyrir fúlgur á fermetrann. Og frekjugangurinn í nýjum lóðareigendum við Laugaveg- inn minnkar ekki: mörgum þótti nóg leyft byggingarmagns við Laugaveginn í deiliskipulaginu, nema fjárfestum. Þeir sóttu að auka byggingarmagnið enn og tóku að bolast í kerfinu. Og varnir voru veikar. Tvístiga sveitarstjórn smitar embættismenn. Stærsti kumbaldinn rís á skikanum milli Laugavegar og Hverfisgötu við Frakkastíg. Þar vilja eigendur auka byggingar- magn um 5 þúsund fermetra, umfram þá rúmlega 14 þúsund sem leyfðir eru. Eigendur að Laugavegi 33-35 vilja auka byggingar- magn um rúmlega 1.600 fermetra. Þegar er búið að samþykkja aukningu á byggingarmagni á reit milli Hverfisgötu, Laugaveg- ar, Vatnsstígs og Klapparstígs um 3 þúsund og 6 hundruð fer- metra. Menn eru að hugsa sér uppbyggingu meðfram Klapp- arstíg, og á lóðum Laugavegar 4-6 uppi á Skólavörðustíg. Þá er deila í uppsiglingu um hús á Laugavegi 74 sem er friðað en nú er samþykkt að verði eyðilagt, rifið eða flutt. Pétur Ármannsson arkitekt lýsir hugsjónum braskara í húsa- byggingum sem „bókstaflega skelfilegum“. „… ég myndi nú varla kalla það byggingarlist,“ og er þó Pétur orðvar maður. Hann mælir með að hverfið verði skipulagt með tilliti til þess sem fyrir er, en líklega er það orðið of seint. Líklega hafa Reyk- víkingar tapað Laugaveginum. Fari sem horfir, að skipulags- yfirvöld þjóni endalaust undir rassinn á verktökum og þeirra þýi með látlítilli eftirgjöf og blessun borgarstjórnarmeirihlut- ans sem situr uppi með málið, munu rísa blokkir beggja megin Laugavegarins neðst og efst, sem og á honum miðjum. Gatan verður öll skuggasund vegna húsahæðar, baklóðir nýttar undir steinsteypt port. Trjáskrúð mun keppa við hina myndarlegu trjágarða fjármálahverfisins við Sæbraut. Þar er ekki að finna trjástúf nema heflaðan, ekki blóm nema úr plasti. Þó að eitthvað rýmkist um verslanir á Laugaveginum batn- ar ekki aðkoma. Þrátt fyrir heimsmet í bílastæðahúsum á einni götu. Bæði íbúar og skrifstofur munu leita annað. Gatan deyr endanlega, orðin sködduð af háum og þunglamalegum steypu- hlunkum, glæsilegum minnisvörðum um fyrirhyggjuleysi gróða- manna, dugleysi borgaryfirvalda og afskiptaleysi almennings. En þá er of seint í rassinn gripið. Læti á Laugavegi Morgunverður frá kl. 9:00 - 11:00 195,- Þú átt allt gott skilið! mánudaga - laugardaga verslun opnar kl. 10:00 Minn fyrrverandi lærifaðir úr félags-vísindadeild Háskóla Íslands, próf- essor Stefán Ólafsson, ryðst enn einu sinni fram á ritvöllinn í Fréttablaðinu hinn 22. febrúar sl. með þráhyggju sína um skatt- byrði. Stefán, sem að eigin sögn er ópólit- ískur fræðimaður með sannleikann einan að leiðarljósi, gerir sig enn og aftur sekan um rang- færslur og ónákvæmni sem ekki eru sæmandi slík- um fræðimanni. Eins og Stefán veit er íslenska skattkerfið þannig uppbyggt að skatthlutfallið hækkar eftir því sem tekjur aukast, þannig að hlutfallslega borgar ein- staklingur með háar tekjur meira í skatt en sá sem er með lágar tekjur. Þetta er einföld staðreynd. Þannig að ef skattgreiðandi verður fyrir því, sem Stefán Ólafsson myndi væntanlega kalla mikið ólán, að hækka í launum úr 100.000 kr. á mánuði í 1 milljón eykst skattgreiðsla hans úr 2.141 kr. í 310.762 kr. á mánuði. Skattbyrði hans hefur að sönnu aukist um 29%, en er með sanngjörnum hætti hægt að halda því fram að hann sé verr settur? Prófessorinn heldur því fram að skattbyrði hafi aukist á 90% íslenskra heim- ila. Upplýsingar úr skattframtölum sýna á hinn bóg- inn að ekki 90% heimila, heldur allt að 100% íslenskra heimila hafa með fyrrgreindum rökum nú meira á milli handanna en áður. Það er óumdeilt að í tíð þessarar ríkisstjórn- ar hafa tekjuskattar fyrirtækja lækkað svo um munar. Stefán sér einmitt ofsjónum yfir því í grein sinni. En bíðum nú við, þegar grannt er skoðað hefur skattbyrði fyrirtækja á Íslandi, skv. aðferðafræði prófessorsins, hækkað stór- lega í tíð þessarar ríkisstjórnar! Tölurnar sýna nefnilega að árið 1995, þegar tekjuskattur fyr- irtækja var 33%, borguðu íslensk fyrirtæki 5 millj- arða króna í tekjuskatt til ríkisins. Á síðasta ári var þessi tala komin upp í 35 milljarða og það þrátt fyrir að skattprósentan hafi verið lækkuð í 18% árið 2002. Samkvæmt kenningum ópólitíska fræðimannsins hefur því skattbyrði á íslensk fyrirtæki sjöfaldast á þessum tíma. Auðvitað hefur skattbyrði ekki aukist á íslensk fyrirtæki – það sér hver heilvita maður. Það sem gerst hefur er að umsvifin í þjóðfélaginu hafa auk- ist og kakan sem til skiptanna er hefur stækkað. Þetta er nákvæmlega það sama og gerst hefur hjá fjölskyldunum í landinu. Það er með ólíkindum að ópólitískur prófessor skuli leyfa sér að loka augun- um fyrir þessari einföldu staðreynd. Hvað veldur? Höfundur er pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra. Of pólitískur prófessor?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.