Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2007, Qupperneq 63

Fréttablaðið - 24.02.2007, Qupperneq 63
H ér á landi felst meðferð barnaníð- inga nánast ein- göngu í hugrænni atferlismeðferð í fangelsi og stund- um eftir fangavist þar sem menn læra að þjálfa hugsun sína og stjórna betur gjörðum sínum. Þór- arinn V. Hjaltason, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir að þessi meðferð hafi skilað bestum árangri. Markmiðið sé að koma í veg fyrir ítrekun brota en ekki endilega að breyta kynhneigð þar sem kynhneigðin sé þegar orðin fastmótuð hjá fullorðnu fólki. „Hjá okkur beinist meðferðin fyrst og fremst að því að fræða um kynferðislega misnotkun, beina áhuga einstaklinganna í heilbrigða átt og kenna þeim að þekkja og var- ast ákveðnar aðstæður, bera kennsl á hugsanir og aðstæður sem fela í sér aukna hættu og fara í þær hugrænu villur sem einstakling- arnir eru haldnir til að koma í veg fyrir að þeir hrasi á ný,“ segir Þór- arinn. Misjafnt er hversu mikla með- ferð menn þurfa og er það vegið og metið. Sumir þurfa bara tíu til fimmtán viðtalstíma með verkefn- um inni á milli. Aðrir þurfa mun lengri tíma. Margir einstaklingar telja sig ekki hafa gert neitt rangt þó að þeir hafi hlotið dóm. „Maður reynir yfirleitt að benda þessum mönnum á þær hugarvillur sem þeir eru haldnir til að athuga hvort hljóðið í þeim breytist. Það getur tekið nokkur viðtöl að fá einstaklinginn til að vilja gera eitthvað í sínum málum,“ segir Þórarinn, „og stundum eru menn alveg klárir á því að þeir hafi verið dæmdir saklausir og þá er lítið hægt að gera því að þeir viður- kenna ekki brot. Ef þeir hafa hlotið dóm þá þurfa þeir að haga sér með ákveðnum hætti til að ekki falli skuggi á þá eftir að þeir koma út þannig að ekki sé hægt að klína neinu á þá og þá reynir maður að nálgast það þannig.“ Hugarvilla getur falist í því að mennirnir mistúlka þörf barna eftir athygli eða snertingu og telja að eitthvað kynferðislegt sé þar að baki. Þetta segir Þórarinn að sé mjög breytilegt milli einstaklinga. „Maður þarf líka stundum að fara í önnur vandamál sem tengjast kyn- ferðisbrotinu. Einmanaleiki er mjög algengur og tilfinningaleg samsvörun við börn. Oft eru þessir menn aftarlega á merinni hvað félagsþroska varðar þannig að maður þarf að hjálpa þeim að vinna með það, samskipti við jafnaldra og þess háttar,“ segir hann. Talsvert stór hópur manna við- urkennir hins vegar brot sín og vill gjarnan vinna í sínum málum. Rannsóknir sýna að minni líkur eru á því að barnaníðingar brjóti af sér aftur ef þeir fá góðan stuðning, öruggt húsnæði, atvinnu, ráðgjöf og meðferð eftir fangelsisvist. Erlendis hefur vöktun eftir afplán- un verið að ryðja sér til rúms. Vöktunin er þá fólgin í því að barna- níðingnum er gert að tilkynna heim- ilisfang sitt og fer þá í gang ákveð- ið kerfi sem felst í reglubundnum heimsóknum og viðtölum. Í sumum löndum fá barnaníðingar líka stað- setningartæki um ökkla á reynslu- lausnartíma. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, álítur að vökt- unarkerfi með stuðningi, reglu- bundinni meðferð og stuðningsvið- tölum sé langlíklegast til að bera árangur. „Hættulegast er að mönn- um sé útskúfað úr samfélaginu, þá hafa þeir engu að tapa og sjá engan tilgang í að halda aftur af sér,“ segir hann. „Þegar þessir einstaklingar eru hundeltir og þeim gert ófært að búa og lifa í samfélaginu þá er næsta víst að þeir brjóta aftur af sér. Menn hafa engu að tapa og ekki að neinu að keppa. Þeir fagna því jafn- vel að vera settir í fangelsi þar sem þeim líður betur og þeir fá húsnæði og mat,“ segir Bragi. Vönun með lyfjum er stundum notuð erlendis, til dæmis í Bret- landi og á Írlandi og í sumum ríkj- um Bandaríkjanna, en lyfjameð- ferð er sjaldan notuð á Íslandi nema einstaklingar óski eftir því og er það þá gert í samráði við lækni. Lyfjameðferðin hefur ekki gefið neitt sérstaklega góða raun erlend- is, að mati Þórarins. Alltaf óska þó einhverjir einstaklingar eftir efna- fræðilegri vönun til að ná tökum á hneigð sinni því að lyfin draga úr kynhvötinni. „Allir eru meðvitaðir um að þessi meðferð er oft á tíðum mjög varhugaverð vegna aukaverkana, í mörgum tilfellum virkar hún ekki og veitir því falskt öryggi. Í mörg- um tilfellum getur hún leitt til auk- innar árásarhneigðar einstakling- anna. Þeir hafa oft brotið af sér þrátt fyrir lyf auk þess sem auðvelt er að blekkja og taka ekki inn lyfin. Þessir einstaklingar geta því verið gangandi tímasprengjur. Það er samt ekki útilokað að beita henni með samþykki og einlægum vilja þess sem í hlut á,“ segir Bragi. Lyfjameðferð þykir mjög niður- lægjandi meðferð ef hún er ekki gerð í samvinnu við viðkomandi og getur haft öfug áhrif þannig að hann vilji hefna sín með frekari brotum. Aðrar leiðir þykja jafn árangursríkar ef ekki árangursrík- ari. Kynferðisbrot eru í eðli sínu ofbeldisbrot. Vinna með kynhneigð leysir því ekki allan vandann. Það þarf því að vinna með aðra þætti líka. Bragi segir að barnagirnd geti verið ásköpuð en oftar sé hún áunn- in. Ákveðnar fantasíur fari í gang og óhófleg notkun á klámefni geti örvað og haft slæm áhrif á þróun- ina. Einstaklingar sem ekki njóta heilbrigðs uppeldis, umhyggju, athygli, örvunar og hvatningar geti einangrast í fantasíum. Þeir láti að lokum til skarar skríða. Þórarinn segir að það sé mjög á reiki hvort ofbeldismennirnir hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi sjálfir. Sumar rannsóknir sýni að tæplega þriðjungur og allt upp í áttatíu pró- sent unglinga, sem beita kynferðis- ofbeldi, hafi orðið fyrir því sjálfir. Stærstur hluti þeirra endurtekur ekki brot sitt. Skiptar skoðanir eru um það hversu mikinn árangur það beri að veita barnaníðingum meðferð. Árangur meðal unglinga er mjög góður þar sem þetta hegðunar- og hugsanamunstur er ekki orðið fast- mótað hjá þeim. Meðal fullorðinna er árangurinn síðri en telst þó nokk- uð góður. Um tuttugu prósent endurtaka brot sín. Til þessa hóps teljast þeir sem haldnir eru barna- girnd á háu stigi og ekki hafa tekið meðferð. Hinir endurtaka síður brot sín eftir því sem vitað er. Þó hópurinn sem haldinn er barnagirnd á háu stigi sé hættuleg- asta tegundin af kynferðisbrota- mönnum þá fremja þeir mikinn minnihluta af brotunum. „Langflest brot eiga sér stað innan veggja heimilisins og eru ekki framin af einstaklingum með barnagirnd á háu stigi. Þetta eru frekar einstakl- ingar með alvarlega persónuleika- röskun og siðblindu, fyrst og fremst einstaklingar sem hafa tilhneig- ingu til að misnota og þá ekki bara börn,” segir Bragi. Rannsóknir sýna að ungir gerend- ur, einstaklingar yngri en 18 ára, eru ábyrgir fyrir um þriðjungi kyn- ferðisbrota sem koma í Barnahús. Rannsóknir hafa leitt í ljós að meiri- hluti fullorðinna kynferðisbrota- manna byrjar að brjóta af sér á barnsaldri. Bragi telur að hægt sé að ná árangri í fyrirbyggjandi starfi með því að einbeita sér að ungu mönnunum. „Ekki síst vegna þess að meðferðarárangur er betri því fyrr sem við grípum inn í. Með snemmbærri íhlutun getum við líka forðað mörgum fórnarlömbum frá að lenda í klónum á þessum mönn- um. Rétt er þó að hafa í huga að flest börn og unglingar sem brjóta af sér á þessu sviði gera það bara einu sinni en lítill hluti er hins vegar líklegur til að endurtaka brot sín. Það er sá hópur sem við þurf- um að uppgötva með áhættumati og greiningu til að veita viðeigandi meðferð,“ segir hann. Þórarinn segir að kynferðisbrot gagnvart börnum séu mjög falin en samt hafi hann á tilfinningunni að einstaklingum sem dæmdir eru fyrir kynferðisbrot og þá sérstak- lega brot gagnvart börnum fari fjölgandi. Hann bendir á að í Kan- ada hafi rannsóknir sýnt að dæmd- um einstaklingum hafi fjölgað en ákærum ekki. „Maður verður meira var við þessi brot, þau eru líka meira í umræðunni þannig að maður horfir kannski meira á þau en maður hefur svo sem alltaf gert það, allavega frá því ég byrjaði að vinna hérna. Það er meira af þess- um einstaklingum að koma í með- ferð.“ Það eru ekki bara karlmenn sem fremja kynferðisbrot gagnvart börnum, konur gera það líka. Það er þó mjög falið vandamál. Erlend- is hafa komið upp dæmi um slíkt, til dæmis í Bandaríkjunum þar sem kvenkyns kennarar hafa orðið upp- vísir að kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Kynferðisbrot kvenna gagnvart börnum hafa ekki komið til dóms hér á landi eftir því sem best er vitað. Útskúfunin er hættulegust Kynferðisofbeldi gagnvart börnum er falið vanda- mál og lítið um það vitað. Ljóst er þó að barna- níðingar eru undir sérstöku eftirliti hjá Fang- elsismálastofnun. Í viðtölum hjá sálfræðingum stofnunarinnar kemur stundum fram að barna- níðingar telji sig saklausa. „Þeir skilja ekki að þeir hafi gert rangt,“ segir Þórarinn V. Hjaltason, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Guðrún Helga Sigurðardóttir ræddi við hann og Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.