Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 80
 Brasilíski knattspyrnu- maðurinn Ronaldinho hefur fengið mikla gagnrýni eftir 1-2 tap Barcelona á heimavelli gegn Liverpool í Meistaradeildinni og þá hafa spjót spænsku blaðanna einkum beinst að líkamlegu atgervi og formi kappans. Spænska blaðið AS gekk lengst og birti tvær myndir af Ronald- inho, aðra frá nóvember 2003 og hina frá því eftir leikinn á móti Liverpool. Þar sést mikill munur á Brasilíumanninum sem ætti að rökstyðja þær kenningar að ljúfa lífið utan vallar sé farið að hafa áhrif á leik hans. Sprengikraftur- inn og hraðinn eru á undanhaldi og við því má Barcelona-liðið ekki. Læknalið Barcelona hefur ekkert viljað tjá sig um í hvernig formi hann er en myndirnar umræddu segja meira en mörg orð. Ronaldinho hefur fitnað Það er mikið undir í dag þegar tvö af neðstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar, West Ham og Charlton, mætast. Leikurinn er mjög áhugaverður fyrir margra hluta sakir. Stjóri West Ham er Alan Curbishley, sem gerði hreint ótrú- lega hluti fyrir Charlton á sínum tíma en eftir að hann yfirgaf félag- ið hefur hvorki gengið né rekið hjá því. Stjóri Charlton í dag er svo Alan Pardew, sem var stjóri hjá West Ham þegar Björgólfur Guðmundsson keypti félagið og gerði Eggert Magnússon að stjórn- arformanni. Eggert lýsti yfir miklum stuðn- ingi við Pardew er hann kom til félagsins en rak hann skömmu síðar og réð Curbishley í hans stað. Eggert hefur alveg óumbeð- inn hraunað yfir Pardew í bresku blöðunum upp á síðkastið og sagði meðal annars að Pardew hefði misst stuðning leikmanna liðsins. Pardew hefur lítinn áhuga á að ríf- ast við Eggert. „Ef ég rekst á herra Magnús- son þá mun ég vera mjög kurteis. Það þýðir samt ekki að ég sé sam- mála ákvörðun hans um að reka mig á sínum tíma,“ sagði Pardew við breska blaðið Mirror. „Ég var ekki sammála þá og verð það aldrei. Engu að síður ber ég engan kala til Eggerts.“ Pardew segir að það verði ekki skrítið að ganga til leiks gegn sínu gamla félagi. Hann sé stjóri Charl- ton í dag og þess vegna hugsi hann um lítið annað. Pardew neitar að rífast við Eggert Fabio Capello, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, stundar það þessa dagana að kalla inn leikmenn sem hann hefur haft út í kuldanum í vetur. Um síðustu helgi tók hann inn David Beckham með góðum árangri og nú er ítalski framherjinn Antonio Cassano kominn inn í hópinn fyrir leikinn á móti Atletico Madrid í kvöld. Capello lét hafa eftir sér að Cassano væri líkt og Beckham búinn að æfa vel og hefði auk þess misst nokkur kíló. Cassano hefur ekki spilað með liðinu síðan í tapleik á móti Getafe í október. Cassano inn úr kuldanum Fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, John Terry, verður ekki með Chelsea gegn Arsenal í úrslitum deildarbikars- ins á morgun vegna meiðsla. Óttast var í fyrstu að hann yrði frá í nokkrar vikur vegna ökklameiðslanna sem hann hlaut gegn Porto en nú er ljóst að hann verður að öllum líkindum klár í slaginn gegn Portsmouth um næstu helgi. „Ég held að hann muni spila gegn Portsmouth. Ég geng út frá því,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea. Verður klár um næstu helgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.