Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 33
Guðrún Axelsdóttir kynnti sér margt af því besta sem Mar- okkó hefur upp á að bjóða. Fáir Íslendingar hafa fengið jafn gott tækifæri til að kynnast Mar- okkó og Guðrún Axelsdóttir bók- haldari, sem dvaldi þar hjá mar- okkóskri fjölskyldu í september síðastliðnum. „Ég ákvað að heimsækja fjöl- skyldu marokkóskrar vinkonu minnar,“ segir Guðrún, sem lagði ein sín liðs af stað í þessa ævin- týraferð. Guðrún dvaldi í tíu daga hjá fjölskyldunni, sem býr í Khem- isset, 15.000 manna bæ sem er miðja vegu milli höfuðborgarinnar Rabat og konungsborgarinnar Fes. „Bærinn er nánast ósnortinn af ferðamönnum. Mikið er um litlar verslanir á jarðhæðum húsa, sem ná út á gangstéttir. Sömuleiðis saumastofur, þar sem karlar sitja fyrir utan og sauma „jellaba“ í stórum stíl, sem eru þægilegar yfirhafnir. Þarna eru líka markað- ir, meðal annars matvörumarkað- ur þar sem heimsins bestu ávextir fást.“ Heimilisfólkið, sem er vel stætt, bar Guðrúnu á höndum sér og unglingarnir á heimilinu kynntu hana stoltir fyrir vinum sínum. „Ég sé íslenska unglinga nú ekki leika þann leik eftir,“ segir hún og hlær. „Bæjarbúar voru elskulegir og settu ekki fyrir sig þótt ég tal- aði enga arabíska og litla frönsku, sem eru aðaltungumálin. Mér tókst samt að gera mig skiljanlega með því að blanda saman ensku og þeirri litlu frönsku sem ég kann.“ Fyrstu vikuna bilaði eina farar- tæki fjölskyldunnar, gamall Mer- cedez Benz sem telst stöðutákn í Marokkó, og Guðrún ferðaðist því ekki eins mikið og hún vildi í byrj- un. Hún bætti sér það upp næstu viku þegar íslensk vinkona hennar kom til Marokkó. „Við fórum til Fes daginn eftir, þar sem við keypt- um teppi á markaði í gamla borgarhlutanum Medina. Þar er hægt að fá nánast allt sem hugur- inn girnist, svo sem teppi, keram- ik, leðurinniskó, bækur og krydd.“ Að tíu dögum liðnum sögðu Guðrún og vinkona hennar skilið við fjölskylduna og héldu ferðinni til Marrakech, sem er í Suður- Marokkó og þekkt undir heitinu „perla suðursins“. „Við tókum lest til Marrakech þar sem við vorum í þrjá daga. Okkur fannst það feykinóg, bæði vegna þess hve aðgangsharðir sölumennirnir á mörkuðunum eru og svo er umferðarmenningin heldur ekki hliðholl gangandi vegfarendum.“ Vinkonunum líkaði betur í Essa- ouira, lítilli borg við Atlatnshafið, sem er stundum kölluð„bláhvíta borgin“. „Ströndin í Essaouira er yndisleg, hrein og laus við ágang ferðamanna,“ útskýrir Guðrún. „Fiskibátarnir koma þar inn með afla um eftirmiðdaginn, svo hægt er að velja sér ferskan fisk. Matur- inn er ljúffengur og menningarlíf stendur í blóma. Fátt jafnast á við útsýnið yfir hafið og nágrenni og engin furða að fegurð Essaouira skuli hafa dregið að sér listamenn og rithöf- unda í gegnum tíðina.“ Ferðalaginu lauk í Essaouira en Guðrún segist ákveðin í að ferðast aftur til Marokkó þegar tækifæri gefst. Hún muni þá heimsækja borgina aftur og fjölskylduna í Khemisset, sem hún segist oft hugsa til. Bláhvít draumaborg Fljótasiglingar - Klettaklifur Hestasýningar - Gönguferðir - Gisting Veitingar - Ratleikir - Hestaleiga Hafið samband og við gerum tilboð Verið velkomin! bakkaflot@islandia.is Sími 453-8245 & 899-8245 • Ferðaþjónustan Bakkaflöt 560 Varmahlíð, Skagafirði – www.bakkaflot.is Skólahópar! FERÐATÖSKUR í bláu og svörtu. Léttar og ódýrar Beutybox kr. 2.600.- 75 cm kr. 6.500.- 66 cm kr. 6.000.- 52 cm kr. 5.500.- Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu flugsætun- um til Austurríkis. Flogið verður í beinu morgunflugi til Salzburg. Frábær aðstaða fyrir skíðamenn er t.d. í Zell am See, Flachau eða Lungau. Fjöldi af lyftum og allar tegundir af brekkum, eftir óskum og getu hvers og eins, snjóbretti og gönguskíði ekki undanskilin. Frá kr. 59.990 Vikuferð á hótel Neuepost **** Innifalið: Flug, skattar og gisting á Hótel Neuepost í Zell am See í tvíbýli með morgunmat í 7 nætur.3. mars – 10. mars. Netverð á mann Skíði í Austurríki 3.–10. mars frá kr. 19.990 Nú eru síðustu forvöð að fara á skíði til Austurríkis með beinu morgunflugi. Síðustu sætin Frá kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, 3. mars – 10. mars. Netverð á mann. Frá kr. 39.990 Vikuferð á Pension Moser Innifalið: Flug, skattar og gisting á Pension í SchÜttdorf í tvíbýli með morgunmat í 7 nætur.3. mars – 10. mars. Netverð á mann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.