Fréttablaðið - 24.02.2007, Síða 73
Heimsdegi barna verður fagnað í
þriðja sinn í dag en þá geta börn og
unglingar komist í kynni við fram-
andi menningu frá öllum heimsálf-
um í Menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi og félagsmiðstöðinni
Miðbergi. Heimsdagur barna er
liður í Vetrarhátíð í Reykjavík sem
er samvinnuverkefni Höfuðborg-
arstofu, Alþjóðahússins, Kram-
hússins og fyrrgreindra aðila.
Þar verða skipulagðar fjöl-
breyttar og spennandi listasmiðjur
sem verða opnar milli 14 og 17 en
að þeim loknum verður afrakstur-
inn til sýnis í samkomusal hússins.
Á staðnum geta forvitnir ungir
gestir til dæmis kynnt sér uppruna
hljóðfærisins didgeridoo, lært um
rapp og rímur, fræðst um mörgæs-
ir og Bollywood-myndir og arab-
íska skrift auk þess sem boðið verð-
ur upp á kennslu í krumpdansi sem
er með afbrigðum forvitnilegur
dansstíll.
Auk smiðjanna verða ýmsar
uppákomur í anddyri Gerðubergs
og eitthvað að gerast í hverju ein-
asta skúmaskoti húsanna en nánari
upplýsingar um dagskrána má
finna á heimasíðunni www.gerdu-
berg.is.
Listir allra álfa
Söngkonurnar Xu Wen og Natalía
Chow halda söngtónleika í Salnum
í Kópavogi á morgun. Með þeim
leikur Anna Guðný Guðmunsdótt-
ir á píanó en á efnisskránni eru
ljóðaflokkur eftir Mahler og frum-
flutningur á ljóðaflokki eftir Juli-
an Hewlett, auk íslenskra og
erlendra sönglaga og aría.
Xu Wen nam ung að árum kín-
verskan óperusöng, leiklist, dans
og skylmingar við Huangmei-
óperuskólann í Anhui-fylki í Kína.
Hún hefur sungið aðalhlutverk í
fjölmörgum kínverskum óperum
og unnið til verðlauna fyrir söng
sinn. Hún fluttist til Íslands árið
1989, hóf nám hjá Elísabetu
Erlingsdóttur við söngdeild Tón-
listarskólans í Reykjavík og stund-
aði síðar framhaldsnám í London.
Xu Wen hefur haldið fjölda ein-
söngstónleika og sungið víða á
opinberum vettvangi og starfar
nú jafnframt sem söngkennari við
Domus Vox.
Natalía Chow Hewlett ólst upp í
Hong Kong og lærði snemma á
píanó. Hún lauk 8. stig í píanóleik
og einsöng í Hong Kong og hélt
síðar til framhaldsnáms í Bret-
landi. Að námi loknu var Natalía
ráðin sem lektor við Hong Kong
International Institute of Music
þar sem hún sá um menntun verð-
andi tónmenntakennara. Á sama
tíma stundaði hún framhaldsnám í
söng. Natalía fluttist til Íslands
árið 1992 og hefur starfað sem
söngkona, söngkennari, organisti
og kórstjóri, fyrst á Húsavík og
síðan á höfuðborgarsvæðinu. Hún
hefur til að mynda staðið að stofn-
un fjögurra kóra, þar á meðal
Regnbogakvennakórsins sem er
fyrir konur af erlendum uppruna.
Tónleikarnir á morgun hefjast
kl. 16.
Fagrir hljómar
Haft er á orði að sumum berist
daglega fleiri fréttir af stórstjörn-
um á borð við Paris Hilton og Tyru
Banks en af fjölskyldumeðlimum
og vinum. Þessar drósir eru að
sönnu góðkunningjar margra af
sjónvarpsskjám og síðum blaða en
færri vita þó að í borginni Reykja-
vík má kynnast nýjum hliðum á
þessum stjarnfræðilega frægu
snótum.
Nýlega var efnt til fyrstu ferð-
arinnar um Ísmericu en fyrr-
greind kvendi eru fylgismeyjar í
harla óvenjulegri leiksýningu sem
ber þann titil. Að baki því uppá-
tæki standa tvær ungar leikkonur,
Aðalbjörg Árnadóttir og Magnea
Björk Valdimarsdóttir, sem eru
félagar í hinu nýstofnaða Gleði-
leikhúsi. „Þetta er óvissu- og ævin-
týraleikhús,“ útskýrir Magnea og
harðneitar að gefa meira upp um
framvindu þessarar óvenjulegu
sýningar. Sýningin eða ferðalagið
hefst við Kramhúsið í Bergstaða-
stræti en svo verður að koma í ljós
hvar ævintýrið endar. Magnea
áréttar að lygilegir hlutir eigi sér
stað enda vart annað hægt með
aðrar eins persónur í farteskinu.
Hér á landi er ekki rík hefð
fyrir leikhúsformi sem þessu en
Magnea útskýrir að enginn þurfi
að óttast að markmið sýningarinn-
ar sé að hrella fólk. „Þetta er vit-
anlega nýtt og spennandi form en
markmið Gleðileikhússins er fyrst
og fremst að gleðja fólk í skamm-
deginu,“ segir leikkonan hug-
hreystandi og útskýrir að sýning-
in hafi þegar mælst vel fyrir hjá
leikhúsgestum, sem hafi fagnað
kynnum sínum af Ísmeriku. Upp-
lýsingar um sýninguna má nálgast
í síma 551-0343. -
Tyra og Paris rasa út í Reykjavík
Sýning Rúríar „Tími - Afstæði - Gildi“ verður opin í dag frá 13-18 og sunnudag frá 13-16.
Gerðuberg • sími 575 7700 • Sjá dagskrá á www.gerduberg.is
GERÐUBERG
Viðburður á Vetrarhátíð!
Hvernig hljómar Didgerido og hvaðan er það upprunnið?
Hvað eiga rapp og rímur sameiginlegt?
Hvernig skylmast alvöru víkingar?
Kanntu að dansa í anda Bollywood-myndanna?
Langar þig að læra að breyta melónu í listilega borðskreytingu?
Viltu fræðast um mörgæsirnar á Suðurskautslandinu?
Kanntu að skrifa nafnið þitt á arabísku?
Hvað er Krump?
>>> Svörin við þessum forvitnilegu spurningum
fi nnur þú á Heimsdegi barna!
>>> Boðið verður upp á fjölda listsmiðja fyrir börn og unglinga
og eitthvað að gerast í hverju einasta skúmaskoti!
>>> Heimsdagur barna er samstarfsverkefni Vetrarhátíðar, Alþjóðahússins, Kramhússins,
Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og félagsmiðstöðvarinnar Miðbergs.
HEIMSDAGUR BARNA
Allar heimsálfur á einum stað!
Laugardaginn 24. febrúar kl. 13-18
í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og félagsmiðstöðinni Miðbergi
„DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“
DAGUR VONAR