Fréttablaðið - 24.02.2007, Síða 38
heimaerbest
Bærinn Vör stendur við bakka Ell-
iðavatns með útsýni yfir vatnið og
Bláfjallahringinn í fjarska. „Nafn-
ið er komið úr Snorra-Eddu en Vör
var ein af ásynjunum,“ útskýrir
Unnur, sem átt hefur kofann í um
ellefu ár. Hann keypti hún af
ferðafélaga úr einni af Kínaferð-
um sínum. Unnur fer hjólandi
allra sinna ferða og lætur sig ekki
muna að hjóla í klukkutíma frá
heimili sínu í miðbænum bæði
sumar og vetur. „Ekki neitt,“ svar-
ar Unnur hlæjandi þegar hún er
spurð hvað hún hafist að í kofan-
um sem er hvorki tengdur við raf-
magn né vatn.
„Ég sit og horfi á útsýnið og
slappa af,“ útskýrir hún.
Kofi Unnar var fyrst byggður
sem bátaskýli og síðar var byggð
önnur hæð ofan á það. „Þetta er
því tveggja hæða bústaður,“ segir
Unnur kímin um pínulitla kofann
sinn sem var heldur laslegur
þegar hún tók við honum fyrir ell-
efu árum. Hún hefur sjálf lappað
upp á hann og gert vistlegan enda
er hún nokkuð lagin með hamar-
inn.
Rauð girðing er meðfram lóð-
inni en glæsilegt hliðið inn í garð-
inn er gert úr kínverskri rúmfjöl í
þremur hlutum sem Unnur ferð-
aðist með í handfarangri alla leið
frá Kína.
Þegar hún kemur í bústaðinn
hengir hún ávallt kínverskt skraut
á hliðið og húsið og því auðvelt að
sjá hvenær hún er heimavið.
Inni í kofanum eru margir fal-
legir munir en flesta þeirra hefur
Unnur fengið að gjöf frá vinum og
kunningjum eða keypt á ferðalagi.
Þar ægir mörgu saman, styttum,
ljósmyndum og munum auk
tveggja málverka eftir Unni
sjálfa.
Ástæðan fyrir heimsókninni í
þetta sinn var að hengja plakat af
kínverskum hershöfðingja á úti-
hurðina í tilefni af ári svínsins.
„Þetta er yfirleitt gert á gaml-
ársnótt en hershöfðinginn er per-
sóna úr gamalli þjóðsögu. Fyrir
langa löngu var keisarinn veikur
og lét tvo hershöfðingja standa
vörð við útidyrnar til að halda
vondum öndum frá. Þetta tókst
svo vel að keisarinn varð frískur.
Almenningur hafði ekki efni á
hershöfðingjum og málaðu mynd-
ir af þeim á dyrnar í staðinn og
þetta varð síðar að hefð.“
Margt í kofanum minnir á Kína
enda skipuleggur Unnur ferðir til
landsins með Kínaklúbbi Unnar.
Hún þekkir vel til í Kína enda
hefur hún farið þangað rúmlega
tuttugu sinnum, en í fyrsta sinn
dvaldist hin lærða dansmær þar í
þrjá mánuði árið 1983. Í apríl held-
ur hún utan með 24. hópinn sinn
og leitar uppi skemmtilega staði
sem fæstir ferðamenn fá augum
að líta enda vill Unnur leyfa fólki
að sjá hið raunverulega Kína.
Ef fólk vill fræðast nánar um
ferðir Unnar er bent á vefsíðuna
www.simnet.is/kinaklubbur
solveig@frettabladid.is
Tilvalinn staður til
að gera ekki neitt
Unnur Guðjónsdóttir á lítinn kofa við Elliðavatn. Þar hefur
hún komið sér þægilega fyrir og skreytt bæði innan og utan
með munum úr ferðalögum sínum um heiminn.
Unnur er eigandi Kínaklúbbs Unnar og hefur farið rúmlega tuttugu sinnum til Kína. Í tilefni af nýja kínverska árinu, ári svínsins,
setur Unnur upp mynd af kínverskum hershöfðingja úr þjóðsögu sem segir að hann muni verja heimilið fyrir illum öndum.
FRÉTTALBLAÐIÐ/VILHELM
Drykkjarhornin hefur Unnur keypt
víða um heim og nýtast vel í hinum
fjölmörgu boðum sem haldin eru í
bústaðnum smáa.
Kamínan er mikið notuð í kofanum enda
eina uppspretta hita.
Krúttlegi kofinn er ekki stór en mjög notalegur. Upprunalega var þetta bátaskýli sem
byggt var ofan á. Unnur geymir rauðan bát á neðri hæðinni, sem hún nefnir Karfa, og
rær stundum út á vatnið.
Unnur skreytir húsið og garðinn með
munum frá Kína.
24. FEBRÚAR 2007 LAUGARDAGUR2