Fréttablaðið - 24.02.2007, Page 40

Fréttablaðið - 24.02.2007, Page 40
heimaerbest 1. Sniðug sósuskál úr málmi er hönnuð af Bent Falk fyrir merkið Menu. Hana má nota jafnt sem sósuskál og fondúpott enda er sprittkerti undir sem heldur hita á innihaldinu. Með þessu fylgir bæði ausa og lítill þeytari. Skálin fæst hjá Tékk Kristal í Kringlunni og kostar 4.760 kr. 2. Blá stór sósukanna sem fæst í nokkrum litum. Ílát og áhöld sem nota má á margan hátt eru skemmtileg enda þarf ekki að einskorða þessa könnu við sósu. Kannan fæst í nokkrum litum og fæst hjá Duka á 3.900 kr. 3. Glerskál sem stendur á járngrind er hituð með sprittkerti til að halda hita á sósunni. Sósuskeiðin fylgir með en allt kostar þetta 3.690 krónur hjá Tékk Kristal. 4. Stálkanna með loki sem tekur um hálfan lítra af sósu er bæði smekkleg og hagkvæm. Fæst hjá Duka í Kringlunni á 3.900 kr. 5. Fondúpotturinn getur öðlast nýtt hlutverk sem sósuskál. Hann rúmar mikið magn af sósu, hægt er að halda henni heitri og maður losnar við leiðinda kekki sem geta komið þegar sósan kólnar. Þennan fondúpott má fá í Duka í Kringlunni á 6.900 kr. Vegleg ausan er á 1.590 kr. Ekki meira sósusull Þegar góða veislu gjöra skal er gott að eiga veglega sósuskál. Hjá mörgum BLÓM eru ekki aðeins fyrir sérstök tilefni. Þau lífga líka upp á hversdaginn og skemmtilegt getur verið að hafa borðskreytingu á stofuborðinu alla daga. Það gleður þreytt augað eftir langan vinnudag. Sumum finnst sjálfsagt dýrt og hálfgert bruðl að viðhalda slíku punti. Þeir geta þó andað léttar enda eru til prýðis silkiblóm, sem varla er hægt að greina að séu úr gerviefni, en gera sama gagn. Þau fást til dæmis í Soldis á Laugavegi og í Blómavali. Hreinsar loftið Eyðir lykt Drepur bakteríur ECC Bolholti 4 Sími 511 1001 Hinar vinsælu dönsku bókahillur komnar aftur Tekk - Kirsuberja - Hlynur Hringið og biðjið um mynda- og verðlista 24. FEBRÚAR 2007 LAUGARDAGUR4 1 2 3 4 5

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.