Fréttablaðið - 24.02.2007, Qupperneq 65
F
reyja hefur frá fæð-
ingu glímt við alvar-
lega líkamlega fötlun
sem lýsir sér þannig
að bein hennar eru
stökk og brotna auð-
veldlega. Hún er bundin við hjóla-
stól en er þó fær í flestan sjó og
lætur fötlun sína ekki stöðva sig.
Árið 2005 útskrifaðist hún sem
stúdent frá Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ og gerði sér lítið fyrir og
dúxaði. Nú heimsækir hún hvern
framhaldsskólann á fætur öðrum
og flytur fyrirlestur sinn „Það eru
forréttindi að vera með fötlun“.
„Þetta byrjaði allt saman þegar
ég var í sálfræði í FG,“ útskýrir
Freyja þegar blaðamaður spyr
hvernig hugmyndin að verkefninu
hafi kviknað. „Við fengum það
verkefni að fjalla um einhvern
minnihlutahóp og ég ákvað að
skrifa um minn málaflokk, þ.e.
málefni fatlaðra. Það var erfitt og
allt í einu var ég komin með fyrir-
lestur sem var ekkert fræðilegur
heldur bara mín persónulega
reynsla. Ég flutti fyrirlesturinn og
fékk góð viðbrögð. Hægt og rólega
fóru hjólin að snúast og ég fann að
ég vildi gera eitthvað meira úr
þessu,“ segir Freyja, sem fór þá af
stað með verkefnið sitt. Nú hefur
hún heimsótt fjölmarga framhalds-
skóla og haldið þar fyrirlestra
fyrir fjölmennan hóp kennara og
nemenda. „Viðtökurnar hafa verið
rosalega góðar og það hefur verið
ánægjulegt að sjá hvernig nem-
endur opna sig og brjóta sína múra
gagnvart mér. Það tel ég skref í
rétta átt,“ segir Freyja.
Freyja telur að allir hafi ein-
hverja fordóma og sjálf segist hún
hafa orðið vör við fordóma gagn-
vart fötluðum. „Ég upplifi þá sem
fáfræði. Ekki sem persónulega
árás á mig heldur frekar sem for-
dóma gagnvart hópi fatlaðs fólks.
Það er ekki talið eðlilegt að við
fáum að lifa innihaldsríku og gef-
andi lífi. Það er eins og við eigum
alltaf að sætta okkur við eitthvað
minna út af því að það kostar svo
mikinn pening að gera hlutina
vel,“ segir Freyja. „Ég horfi á
þetta þannig að við séum öll sömul
öflugir einstaklingar. Ef fatlaðir
eru sýnilegir og fá að taka þátt
skila þeir miklu til samfélagsins.
Þess vegna vil ég sjá okkur fá að
lifa því lífi sem við viljum lifa, úti
í samfélaginu en ekki inni á stofn-
unum. Meðan fólk með fötlun er
ekki hluti af samfélaginu þá er
samfélagið ekki heilt,“ segir
Freyja.
Þótt verkefni Freyju ljúki
formlega í apríl ætlar hún að halda
ótrauð áfram. Heimasíða verkefn-
isins verður áfram opin og Freyja
vonast til þess að síðan geti orðið
vettvangur fræðslu um þessi mál-
efni. „Við erum mjög gjörn á að
afsaka fordóma með fáfræði. Ég
spyr þá á móti hvort við berum
ekki ábyrgð á því að uppfræða
fólk. Upplýsingarnar þurfa að
vera aðgengilegar og það þarf að
hvetja fólk til þess að nýta sér
þær,“ segir Freyja.
Freyja var að vonum ánægð
með viðurkenningu Fréttablaðsins
og sagði Samfélagsverðlaunin
góðan vettvang til þess að minna á
allt það jákvæða sem á sér stað í
samfélaginu. „Þetta er mikill
heiður fyrir mig og staðfesting á
því að ég sé á réttri braut,“ segir
Freyja.
Fáfræði er engin afsökun
Freyja Haraldsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir verkefni sitt „Það eru forréttindi að lifa með fötlun“. Með verkefn-
inu veitir hún framhaldsskólanemum sýn inn í reynsluheim fatlaðra og er því verðugur handhafi Samfélagsverðlaunanna í
flokknum „Til atlögu gegn fordómum“.
Um fjögur hundruð
eldri borgarar bíða eftir
hjúkrunarrými og um
þúsund þurfa að deila
herbergi á stofnunum
með öðrum. Staðan er
algerlega óforsvaran-
leg og úr henni þarf
að bæta. Stjórnmála-
menn hafa þó hingað
til aðeins lofað og þeir
sem barist hafa fyrir
úrbótum hafa þurft að
bíða án þess að eygja
von um að tekið sé
almennilega á málun-
um. Þetta segir Reynir
Ingibjartsson, formaður
AFA – aðstandendafé-
lags aldraðra.
R
eynir hlaut Samfé-
lagsverðlaun Frétta-
blaðsins sem afhent
voru í fyrradag en
markmið þeirra er
að draga fram nokk-
ur af þeim kærleiksverkum sem
unnin eru í samfélaginu. Vinna
AFA þykir hafa átt stóran þátt í því
að vekja athygli á málefnum og
stöðu eldri borgara í samfélaginu.
Helstu baráttumál félagsins eru að
þrýsta á stjórnvöld um úrbætur á
kjörum og húsnæði aldraðra.
Reynir segir hugmyndina að sam-
tökunum hafa kviknað þegar hann
var að koma úr heimsókn frá
móður sinni sem þá lá á spítala.
„Mig langaði að virkja fleiri
aðstandendur þannig að við gætum
barist saman í stað þess að hver og
einn væri að berjast í sínu horni,“
segir Reynir.
Hugmyndin, sem fæddist á
Hafnarfjarðarveginum eftir
heimsóknina, varð svo að alvöru
í desember 2005 þegar hann og
Margrét Guðmundsdóttir, mynd-
listar- og stjórnarmaður í 60+ í
Hafnarfirði, stóðu fyrir undir-
búningsfundi að stofnun félags-
ins.
Haustið 2005 hafði Margrét
haft frumkvæði að húsnæðis-
könnun meðal eldri borgara þar
sem óskir þeirra og framtíðarsýn
í búsetumálum voru kannaðar.
Niðurstöðurnar þóttu athyglis-
verðar og leiða skýrt í ljós að fólk
vildi gjörbreyttar áherslur.
Undirbúningsfundurinn var vel
sóttur og undirtektirnar það góðar
að ljóst þótti að góður grundvöllur
var fyrir því að stofna félag. Kos-
inn var undirbúningshópur til að
stofna formlegt félag. Afrakstur
vinnu hópsins leit svo dagsins ljós
26. mars í fyrra.
„Þann dag árið 1968 var fyrsta
styrktarfélag aldraðra stofnað
sem síðar var breytt í Félag eldri
borgara. Dagurinn var því vel við
hæfi,“ segir Reynir.
Fyrir síðustu sveitarstjórnar-
kosningar hélt hópurinn svo fjöl-
mennan fund í Háskólabíói í sam-
starfi við eldri borgara. Annar
fundur var svo haldinn í nóvem-
ber þar sem Reynir segir að
athygli hafi verið vakin á því að
nær helmingur fjármuna Fram-
kvæmdasjóðs aldraðra, sem ætlað
er að standa straum að kostnaði
við uppbyggingu dvalarheimila,
rann í önnur verkefni.
„Það verður að bæta stöðuna í
þessum málum og loforð um það
höfum við fengið hjá stjórnmála-
mönnum. Hins vegar höfum við
ekki séð krónu bætast við
umfram það sem kemur úr Fram-
kvæmdasjóði aldraðra og fjár-
lögum ríkisins fyrir árið 2007.
Loforðin um að eitthvað komi
seinna eru næg hjá ríkisstjórn-
inni en bráðlega verður komið
nýtt Alþingi og ný ríkisstjórn,“
segir Reynir, sem nefnir einnig
að hann myndi vilja sjá mun
fleiri aðstandendur ganga til liðs
við félagið.
„Stundum hefur okkur fundist sem
hópurinn næði ekki nægilegri
athygli. Samfélagsverðlaun Frétta-
blaðsins sannfærðu okkur þó um
að það er tekið eftir okkur. Það er
ómetanlegt vítamín í baráttunni.
Í kosningunum í vor vona ég að
kosið verði um þessi mál og að næsta
ríkisstjórn taki mark á því sem lagt
hefur verið á borð í þessum málum.
Við höfum lagt fram okkar
stefnu og tillögur og væntum þess
að stjórnmálaflokkarnir geri þær
að sínum í næstu kosningum.“
Vítamín í baráttu fyrir
bættum kjörum aldraðra