Fréttablaðið - 24.02.2007, Page 67

Fréttablaðið - 24.02.2007, Page 67
Þ essi verðlaun eru mjög mikilvæg fyrir mig og skipta miklu meira máli en leik- listarverðlaun,“ segir Benedikt Erlingsson, sem hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins sem uppfræðari ársins fyrir leiksýninguna Mr. Skallagrímsson. Í því verki gefst áhorfendum kostur á að kynnast Agli sjálfum í Landnámssetrinu í Borgarnesi en Benedikt semur og flytur verkið. „Ef verðlaun eiga áfram að vera í tísku og ef menn vilja sýna að þau eru mikilvæg þá er grundvallar- atriði að þau séu alvöru verðlaun en ekki bara klapp á bakið með engu innihaldi. Mér finnst þetta því mjög gleðilegt þar sem í mínu tilfelli fæ ég flugmiða og svo eru Samfélagsverðlaunin sjálf ein milljón. Leiklistarverðlaunin eru oftar en ekki sjálfs-hátíð en þarna eru verðlaunin veitt af samfélag- inu sem gerir þau svo mikilvæg,“ segir Benedikt og segist kannski vera undir áhrifum frá Agli sjálf- um, sem hefði eflaust þegið silfrið og fundist það skipta öllu máli. Langa sagan af tilurð verkefn- isins tengist Benedikt sjálfum, æsku hans og fyrri verkum á leik- sviðinu. Stutta sagan er sú að verk- ið var pantað af Kjartani Ragnars- syni leikstjóra og eiginkonu hans, Sigríði Margréti Guðmundsdóttur, en han segir að þau hafi snúið upp á handlegg hans og fengið hann til að glíma við verkefnið. „Og oft kemur eitthvað gott úr úr slíku, samanber Mozart og Beethoven sem voru jú oft pantaðir í tón- skriftir. Annars finnst mér ég eiginlega ekki verðskulda það að hljóta verðlaun sem uppfræðari því ég er að vinna með gamalt skemmtiefni, flytja það og endur- segja. Ég hugsa að sögumenn þessa tíma hafi örugglega haft lykilorð danska sjónvarpsins í for- grunni: Að skemmta fyrst og mennta svo. En maður menntar jú í gegnum það að skemmta.“ Vinsældir verksins komu Bene- dikt þónokkuð á óvart. „Mér datt ekki í hug að svona stór hluti þjóðarinnar hefði þennan Íslend- ingasagnanörd í sér. En það eru ótrúlega margir sem eru heillaðir af sögnunum og þekkja til þeirra. Það er einhver hvíld í því og ein- hver galdur sem leysist úr læðingi við það að geta farið inn í annan heim án þess að þar sé einhver leikhúsleg tilgerð í gangi. Þarna er ekki logið að neinum með ljós- um, búningum eða öðrum stælum. Þetta er frumleikhúsið eins og það gerist best.“ Sýningar hefjast aftur 3. mars og verða nokkrar í þeim mánuði og næsta á eftir. En af hverju á Egill Skallagrímsson svo stóran sess í hjörtum Íslend- inga? „Jú, það er nokkuð skrítið því Egill er mikið skemmdur maður og varla hægt að kalla hann hetju. Hann er síður en svo alltaf góður og mjög breyskur. Þar kemur á móti að hann er mannleg- ur, elskar konu sína, bróður og syni, sem hann svo missir, mjög heitt. Í honum er mikil mótsögn og því held ég að hann eigi þennan sess. Maðurinn er gangandi sprengiefni.“ Þ au eru orðin átján árin sem Ævar Jóhannesson hefur helgað starf sitt krabbameinssjúkum og það í sjálfboða- vinnu. Úr lúpínu og öðrum jurtum hefur hann útbúið seyði sem orðið hefur mörgum Íslendingum að miklu liði í baráttu sinni við sjúk- dóminn og gefið það til þeirra án endurgjalds. Ævar er Hvunndags- hetja Fréttablaðsins. Segja má að Ævar hafi látið gagnrýni læknastéttarinnar sem vind um eyru þjóta. Hann fór á eftirlaun fyrir sex árum en hann var starfsmaður Raunvísinda- stofnunar í tuttugu ár, fyrst sem tæknimaður en síðar vann hann við rannsóknir. Og þessi gamli starfsmaður Raunvísindastofnun- ar hefur verið kallaður ýmsum nöfnum, þar á meðal skottulæknir, í útvarpi. „Það er ákveðinn þrösk- uldur fyrir mig að hljóta þessa viðurkenningu því ég hef ekki fengið mikið af þeim í gegnum tíð- ina,“ segir Ævar. „Auðvitað hef ég fengið viðurkenningar á öðrum sviðum en mér þykir vænt um þessa,“ bætir hann við. Jurtaseyðið er sem fyrr segir unnið úr lúpínu og fimm öðrum jurtum og segir Ævar að útkoman hafi fyrst litið dagsins ljós í árslok 1989. Síðan þá hefur hann helgað sig framleiðslu þess og segist nán- ast geta talið þá daga sem hann hefur misst úr vinnu sinni við þróun seyðisins og heldur nákvæmt bókhald yfir þá sjúk- linga sem hafa notfært sér það. „Ég hef ekki lagt það á mig að telja þá en ég gæti giskað á að þeir væru á milli fimm og sex þúsund. Fyrstu sjúklingarnir sýndu mikla og góða svörun og einn þeirra sem var haldinn banvænu krabbameini á lokastigi læknaðist furðufljótt og var kominn á gott ról eftir mán- aðarneyslu. Var hreinlega bara farinn að vinna,“ útskýrir Ævar en segist þó gera sér fulla grein fyrir því að jurtaseyðið sé ekkert kraftaverkalyf í bókstaflegri merkingu. „Auðvitað hafa ekki allir læknast og sumir dáið en þeir eru fleiri sem hafa notið góðs af þessu seyði en ekki,“ bætir hann við. Ævar segist vonast til þess að meiri og nánari rannsóknir verði gerðar á lúpínunni því fátt sé í raun vitað hvað það er nákvæm- lega sem hefur þennan lækningar- mátt. „Þær eru hins vegar bæði dýrar og umfangsmiklar og í raun þyrti heila rannsóknarstofu undir slíkar rannsóknir.“ Hann lætur sig einnig dreyma um að einhvern tímann muni augu læknastéttar- innar opnast fyrir jurtalækning- um en bætir þó við að ekki sitji allir læknar fastir við sinn keip gagnvart þeim. „Mestu þakka ég þó Sigmundi Guðbjarnarsyni, fyrrum háskólarektor, sem hefur sýnt mér ótrúlega mikinn stuðn- ing. Hann var einn örfárra sem höfðu dug og kjark til að afla þessu brautargengis.“ Frekari rann- sókna er þörf Erum nirðir þegar kemur að Íslendingasögunum S amtökin Sjónarhóll voru stofnuð fyrir tæpum þremur árum. Að samtökunum standa: ADHD samtök- in, Landssamtökin Þroskahjálp, Styrktarfélag lam- aðra og fatlaðra og Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum. Aðstandendum þessara félaga hafði lengi þótt skorta fag- lega og óháða ráðgjöf fyrir aðstandendur barna með sérþarf- ir. Viðtökurnar hafa verið góðar og ánægja með starf Sjónarhóls skilaði sér í fjölda tilnefninga til samfélagsverðlaunanna. Ragna Marinósdóttir, sem situr í stjórn Sjónarhóls, og Guðríður Hlíf Aðal- steinsdóttir, framkvæmdastjóri Sjónarhóls, voru að vonum ánægð- ar með viðurkenninguna. „Fyrir það fyrsta þá hefur þessi viðurkenning heilmikið gildi fyrir skjólstæðinga okkar. Þetta er viðurkenning á því að okkar starf sé gott og verðlaunin hvetja okkur til þess að halda áfram á sömu braut. Það var lítill hópur með miklar hugsjónir sem lagði af stað með þetta verkefni og fyrir okkur er þetta ákaflega þýðingar- mikið,“ segir Ragna. Sjónarhóll sérhæfir sig í ráð- gjöf fyrir aðstandendur barna með sérþarfir. Greining þarf ekki að liggja fyrir áður en leitað er til Sjónarhóls og þar er veitt endur- gjaldslaus þjónusta. Ragna og Guðríður segja að það sé mikil þörf á því að leiða foreldra í gegn- um þann frumskóg sem kerfið er og því sé starfsemi Sjónarhóls ákaflega fjölbreytt. „Við lítum á okkur sem umboðs- menn foreldranna,“ útskýrir Guð- ríður. „Það er alltaf erfitt að eiga barn með sérþarfir og ofan á það bætist að foreldrar vita oft ekki hvert þeir eiga að snúa sér. Það eru margir aðilar sem koma að hverju barni og við gerum mikið af því að halda fundi með öllum þessum stóra hópi. Foreldrar eru oft á þeytingi milli sérfræðinga, skólastofnana og annarra aðila en við leiðum þetta fólk saman og höldum fundi þar sem foreldrar geta farið yfir stöðu mála með öllum aðilum sem hlut eiga að máli,“ segir Guðríður og bætir því við að þar sem Sjónarhóll sé engum háður sé auðvelt að kalla fólk í viðtöl og hingað til hafi eng- inn sagt nei við því að koma á fund. „Við hugsum fyrst og fremst um hagsmuni foreldra. Það er erf- itt fyrir foreldra að hafa yfirsýn yfir málefni barnsins og það er flókið að halda utan um alla þessa þræði. Það er því ákveðinn léttir þegar óháður aðili, eins og við, kemur inn í ferlið og aðstoðar,“ segir Guðríður. „Margir þurfa líka bara að hafa einhvern til að tala við,“ skýtur Ragna inn í. „Fólk er oft úrræðalaust og ringlað“. Starfsemi Sjónarhóls fer vax- andi enda verkefnin mörg. „Við sjáum fram á að þurfa að ráða nýjan ráðgjafa á næstunni því við önnum varla eftirspurninni,“ segir Guðríður og bætir því við að ráðgjafar Sjónarhóls sinni einnig verkefnum á landsbyggðinni for- eldrum að kostnaðarlausu. Ragna bætir því við að hjá Sjónarhóli sé lögð áhersla á að láta fólk ekki bíða lengi eftir aðstoð. „Foreldrar langveikra barna tala oft um hvað biðin sé erfið og oft eru þeir orðn- ir langþreyttir þegar þeir koma til okkar,“ segir Ragna. „Nú orðið vita flestir sem vinna með börn- um af okkur og ýmsir sérfræðing- ar eru duglegir að beina foreldr- um til okkar. Þetta spyrst líka út og tilnefningarnar núna sýna að samfélagið veit af okkur,“ segir Ragna sem er sannfærð um að samfélagsverðlaunin verði Sjón- arhóli hvatning til að gera enn betur í framtíðinni. „Við erum greinilega á réttri leið,“ segir Ragna. Með hagsmuni foreldra að leiðarljósi Hjá ráðgjafamiðstöðinni Sjónarhóli eru sérstök börn í fyrirrúmi. Samtökin eru eins konar umboðsmenn foreldra barna með sérþarfir og því verðugur viðtakandi samfélagsverðlaunanna fyrir framlag til æskulýðsmála.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.