Fréttablaðið - 24.02.2007, Qupperneq 69
Guðmundur Breiðfjörð, markaðsstjóri
kvikmyndadeildar Senu, segist tví-
mælalaust taka undir að íslensk bíó-
menning hafi batnað á undanförnum
árum og tilgreinir þar meðal annars
bætta þjónustu við bíógesti sem felst
meðal annars í betri sýningaraðstöðu og
aukinni tækni. Aukinheldur nefnir hann
að nýjar myndir skili sér æ hraðar hing-
að til lands og fjölmargar myndir séu
heimsfrumsýndar hér á landi.
Iðnustu bíógestirnir eru ungt fólk en
Guðmundur áréttar að aldursbilið fari stækkandi.
„Menn héldu að ungir strákar væru allra dugleg-
ustu bíógestirnir en þegar allt er talið kemur í ljós
að kynjahlutfallið er mjög jafnt, til dæmis eru
konur mjög duglegar að mæta á rómantískar gam-
anmyndir. Markhópurinn hefur verið sterkastur á
aldrinum 16-24 ára en undanfarin ár hefur bilið
verið að aukast og nú myndi ég segja að helsti
markhópurinn væri 18-39 ára. Ástæða þess er til
dæmis hversu vel kvikmyndahátíðirnar hafa geng-
ið og nú með tilkomu Græna ljóssins verður meira
af klassískum myndum sem ná mögulega að draga
eldri gesti inn í bíóin sem annars myndu ekki mæta
vegna þess að það eru hlé eða of mikið af poppkorn-
smyndum.“
Hann útskýrir að íslenskar myndir geti hækkað
aðsóknartölur kvikmyndahúsanna gífurlega og þá
komi oft gestir sem annars séu sjaldséðir í kvik-
myndahúsunum. Í ljósi þess að aðsókn landsmanna
í kvikmyndahús hefur dregist saman á undanförn-
um árum segir Guðmundur að framboð á
afþreyingarefni hafi aukist gífurlega og
því sé samkeppnin harðari. „Ég held að
aðsóknin nú sé orðin tiltölulega stöðug
en árið í fyrra var algjört metár hjá
okkur en Mýrin er stór hluti af þeirri
velgengni. Auðvitað er það sveiflukennt
eftir því hvar stórmyndir lenda og hvort
það er stór íslensk mynd á almanaks-
árinu. Miðað við þær aðsóknartölur að
Íslendingar fari að meðaltali rúmlega
fimm sinnum í bíó ári verður að segjast
að hér er mjög heilbrigður og hraustur
markaður sem ekki hefur undan neinu að kvarta.“
Sena er nýtekin við rekstri Háskólabíós og Guð-
mundur segir að þar verði ráðist í gagngerar endur-
bætur á næstunni, auk þess sem þá verði sérhæfing
milli kvikmyndahúsa þeirra mögulega aukin, Græna
ljósið fái inni í Regnboganum, íslensku myndirnar í
Háskólabíói og stórmyndirnar í Smárabíói.
Hann segir að samkeppni í dreifingu og sýningu
kvikmynda sé töluverð en hún skili sér til neytenda
í bættri þjónustu. Þegar talið berst að fleiri aðilum,
til dæmis Fjalakettinum og sýningum Kvikmynda-
safnins, sem nú standi að skipulögðum kvikmynda-
sýningum segist Guðmundur fagna fjölbreytninni.
„Það er ákveðinn jaðar sem alltaf hefur verið til
staðar og mun ávallt verða. Við höfum komið til
móts við þennan hóp með kvikmyndahátíðum og
sýningum Græna ljóssins. Við viljum að sjálfsögðu
vinna með þessu fólki því það eykur flóruna og
hjálpar öllum iðnaðinum.“ Guðmundur segir þó að
fyrrgreindar sýningar muni ekki hafa áhrif á sýn-
ingarstefnu Senu.
Eru íslensk bíóhús bara ofvaxnar sjoppur eða býr
hér bíóþjóð? Að undanförnu hefur verið rætt
nokkuð um áherslur íslenskra kvikmyndahúsa en
horfur eru á að fjölbreytni myndefnis sé að auk-
ast, til dæmis með tilkomu kvikmyndaklúbbsins
Fjalakattarins, sem hefur starfsemi sína á morg-
un. Kristrún Heiða Hauksdóttir heyrði hljóðið
í þremur hagsmunaaðilum og forvitnaðist um
hvort bíómenningin væri að batna.
Björn Ægir Norðfjörð, aðjúnkt í kvik-
myndafræði við Háskóla Íslands, er
bjartsýnn á framtíð íslenskrar bíómenn-
ingar og lýsir yfir ánægju sinni með þá
grósku sem merkja má meðal áhuga-
fólks um kvikmyndir, til dæmis fram-
taksemi Fjalakattarins og dreifingafyr-
irtækisins Græna ljóssins. „Það veltur
hins vegar á áhorfendum hvort þessar
tilraunir takast,“ segir hann. „Aðrar
myndir en „Hollywood-myndirnar“ nutu
mun meiri vinsælda hér áður fyrr en
þær gera í dag því raunar er búið að spilla fyrir
kvikmyndaviðtökum hérlendis á undanförnum árum
– hugmyndir íslenskra áhorfenda eru svo bundnar
við Hollywood að það er erfitt að brúa það bil. Nú er
margt að gerast og ég vona að áhorfendur taki við
sér, opni augun fyrir öðru en nýjustu „Hollywood-
myndunum“ og nýti sér aðrar sýningar og miðla –
það þýðir ekki að fólk þurfi að hætti við að sjá nýj-
ustu Bond-myndina heldur má reyna að krydda
hlutina aðeins.“
Hann útskýrir að hér á landi hafi verið
kappkostað að gera kvikmyndahúsin sem
fullkomnust, til dæmis varðandi hljóð og
þægileg sæti en inntakið hafi setið á hak-
anum og kvikmyndaúrvalið sé fábreytt.
Björn segir að fjöldi bíógesta miðað
við höfðatölu hafi lítið að segja um
hversu rík kvikmyndamenning sé hér á
landi, til dæmis í ljósi þess hversu ein-
hæft úrvalið er. Tölur sem þessar geti á
hinn bóginn verið til vitnis um að hér á
landi sé lítið hægt að gera annað en að
fara í bíó.
Björn útskýrir að námið sem nýhafið er í HÍ þar
sem nemendur geta lært kvikmyndafræði sem auka-
grein til BA-prófs sé ákveðin staðfesting á því að
kvikmyndamiðillinn sé nú tekinn alvarlega. „Við
höfum enga fordóma gagnvart Hollywood-myndum
hér og sýnum þær eins og aðrar myndir því mark-
miðið er að víkka út hugmyndir nemenda um kvik-
myndir og kenna þeim að horfa á myndir sem hafa
fleiri markmið en að selja popp og kók.“
Ásgrímur Sverrison, ritstjóri Lands og sona - málgagns Íslensku
sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar, segir að margt bendi til
þess að íslensk bíómenning fari batnandi og telur þar til þrjú atriði;
eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar, þróun Alþjóðlegu kvikmynda-
hátíðarinnar sem hefur fest sig í sessi og vaxið með árunum og fram-
tak Kvikmyndaklúbbsins Fjalakattarins
annars vegar og Græna ljóssins hins vegar.
„Flóran er að skána en það ber að hafa í huga
að hér höfum við búið við mjög einhæft og
takmarkað bíóúrval um árabil. Ég tel að það
sé verið að svíkja okkur um stóran hluta af
kvikmyndamenningu með því að halda að
okkur einhæfu úrvali – það er verið að gera
mun fjölbreyttari myndir en þær sem Holly-
wood stendur að. Það er ekki nema sjálfsagt
að við fáum að vera hluti af því, okkar menn-
ing verður ríkari fyrir vikið.“
Ásgrímur segir að uppi séu margar vísbendingar um að hér sé
markaður fyrir fjölbreyttari myndir. „Fólk þyrstir í fjölbreyttara
efni en þennan áhuga þarf að rækta, það þarf að hlúa að og stækka
þennan hóp. Myndefni verður sífellt stærri hluti af okkar menningu
og þess vegna er mikilvægt að hér sé fjölbreytt efni á boðstólum.“
Hann áréttar að bíómenning hér á landi sé mjög mótsagnakennd.
„Við erum ein mesta bíóþjóð í heimi og það vita framleiðendur í
Hollywood mæta vel enda fáum við hingað nýjustu myndinar frá
þeim. Á hinn bóginn er mjög lítil kvikmyndamenning hér á landi, lítil
umræða og rannsóknir á kvikmyndinni sem list- og tjáningarformi.
Áhugi á slíku virðist mjög takmarkaður en það skýrist meðal annars
af fábreyttu úrvali mynda síðustu áratugina.“ Ásgrímur útskýrir að
þróun kvikmyndamenningar hér fylgi alþjóðlegri breytingu í kvik-
myndaiðnaðinum og vísar til þess að staða miðilsins í vestrænni
menningi hafi breyst upp úr 1980. „Hún breytist úr því að vera
almennt viðurkennt listform líkt og hún hafði verið síðustu 20-30 árin
á undan yfir í að verða meira popp- og fjöldamenning líkt og hún var
í upphafi. Það sem gerist hér endurspeglar þessa almennu þróun en
gallinn er sá að hér urðu áherslurnar ýktari, þessar listrænu áherslur
hurfu næstum. Í öðrum löndum hafði fólk enn aðgang að „listrænum
myndum“, þar voru starfrækt bíó sem sérhæfðu sig í slíkum mynd-
um.“
Ásgrímur fagnar framtaki Græna ljóssins og þá sér í lagi því að nú
sé farið að markaðssetja „listrænni“ kvikmyndir. „Ég hef lengi hvatt
til þess að þær væru markaðssettar af sömu ákefð og „Hollywood-
myndir“ og nú virðist það vera að gerast. En það verður að gefa þessu
tíma. Fólk hefur enn takmarkaðan smekk fyrir framsæknum mynd-
um en hann má byggja upp ef menn halda því til streitu og trúa á
þetta framtak. Það er mjög mikilvægt að menn gefist ekki upp þó það
gangi hægt til að byrja með.“
Batnandi bíómenning á Íslandi?