Fréttablaðið - 24.02.2007, Síða 79

Fréttablaðið - 24.02.2007, Síða 79
 Hinn frábæri bak- vörður NBA-meistara Miami Heat, Dwyane Wade, íhugar þessa dagana að leggjast undir hnífinn til þess að fá varanlegan bata á meiðslum í öxl en hann fór úr axlarlið í vikunni. Að öllu eðlilegu yrði Wade aðeins frá í sex vikur vegna meiðslanna en hann íhugar nú að fara í aðgerð sem sér til þess að hann mæti sterkari og alveg laus við öll meiðsli næsta tímabil. Ef Wade fer í aðgerðina er ljóst að Miami ver ekki NBA-titil sinn en liðinu hefur ekki gengið sem skyldi í vetur og er enn í baráttu um að komast í úrslita- keppnina. Wade frá út tímabilið? Íslandsmeistarinn í badminton kvenna, Ragna Ingólfsdóttir, heldur áfram að hækka sig á heimslistanum í einliðaleik kvenna en nýr listi er kominn út hjá Alþjóðabadminton- sambandinu. Ragna er komin upp í 51. sætið á listanum, hún fór upp um fjögur sæti frá síðasta lista og hefur alls hækkað sig um 19 sæti frá áramótum. Ragna byrjaði tímabilið í 260. sæti og hefur því hækkað sig um 209 sæti á síðustu fimm mánuðum. Þessi góða frammistaða ætti að tryggja Rögnu sæti á Ólympíuleikunum í Peking takist henni að vera meðal fimmtíu bestu spilara heims. Ragna hækkar sig enn Kannski leyndist einn strákur á vellinum Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið fjóra kepp- endur sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramótinu innanhúss sem fer fram í Birmingham í Englandi 2. til 4. mars næstkomandi. Þetta eru þeir Björn Margeirsson og Óðinn Björn Þorsteinsson úr FH, Kári Steinn Karlsson úr Breiðabliki og Sveinn Elías Elíasson úr Fjölni. Björn keppir í 1.500 metra hlaupi, Óðinn í kúluvarpi, Kári í 3.000 metra hlauði og Sveinn í 400 metra hlaupi. Þjálfarar verða Eggert Bogason og Stefán Jóhannsson og fararstjóri er Egill Eiðsson. Fjórir Íslending- ar keppa Atvinnukylfingurinn úr GKG, Ottó Sigurðsson, reið ekki feitum hesti frá alþjóðlegu móti í Portúgal. Ottó hafnaði í 39. sæti af 53 keppendum en lokahringurinn hjá honum var mjög slakur en þá kom hann í hús á fimm höggum yfir pari. Ottó lék hringina þrjá á mótinu á 8 höggum yfir pari. Gekk illa í PortúgalMiðjumaðurinn Alexey Kuzmins hjá Akureyri er enn meiddur og mun ekki geta leikið með Akureyringum í leiknum mikilvæga gegn HK um helgina. Þetta kemur fram á heimasíðu norðanmanna. Kuzmins meiddist á olnboga fyrir um tveim vikum síðan og er ekki vitað hvenær hann verður til í slaginn en það er lágmark vika í endurkomu Lettans. Enn frá vegna meiðsla Það verður spennandi keppni í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í dag þegar fyrsta Bik- arkeppni FRÍ innanhúss fer fram. Sex lið taka þátt í keppninni en þau eru sameiginlegt lið Ármanns og Fjölnis, Breiðablik, FH, HSK, HSÞ og ÍR. Það verður keppt um þrjá bikarmeistaratitla, í karla- og kvennaflokki sem og saman- lagt í báðum flokkum. Alls verð- ur keppt í ellefu greinum og stigagjöfin er þannig að fyrsta sæti gefur 6 stig, 2. sætið gefur 5 stig og svo framvegis. Það reynir á breiddina í bikarnum því hver keppandi má aðeins taka þátt í tveimur keppnisgreinum, auk boðhlaups. Það er því erfitt að spá um hvaða lið hampar bikur- unum. Fyrsta bikarkeppnin innanhúss Njarðvíkingar eru aftur komnir á toppinn í Iceland Express-deild karla eftir 13 stiga sigur á Keflavík, 70-83, í gær. Njarðvíkingar héldu Keflavík í 70 stigum og 33% skotnýtingu á heimavelli og enn ný var það hin óárennilega Njarðvíkurvörn sem reynist andstæðingum þeirra óyf- irstíganleg. Brenton Birmingham fór fyrir jöfnu liði Njarðvíkur og var með 17 stig, 9 fráköst og 5 stoðsending- ar. „Það er alltaf frábært að vinna Keflavík sama hver staðan er. Þessi sigur var mjög mikilvægur fyrir okkur í baráttunni um fyrsta sætið og nýtist okkur sem vega- nesti inn í leikinn á móti KR á mánudaginn,“ segir Brenton sem liggur ekki á svari spurður um helsta styrk Njarðvíkurliðsins. „Við spilum saman sem lið og það eru allir í okkar liði sem geta klárað leikina. Við treystum á hver annan og enginn þarf að vera stjarnan,“ segir Brenton og varn- arleikurinn spilar þar stórt hlut- verk. „Við lokuðum á Snæfell og ætluðum líka að gera það hér í Keflavík og við kláruðum það verkefni,“ sagði Brenton sem sjálfur hélt Magnúsi Þór Gunnars- syni í þremur stigum. „Ég hef tekið mitt varnarhlutverk mjög alvarlega í vetur og í síðustu leikj- um hef ég fengið stór verkefni í vörninni. Magnús er frábær leik- maður og getur hitnað hvenær sem er en ég einbeitti mér að því að gefa honum ekkert,“ sagði Brenton en Magnús klikkaði á 8 af 9 skotum sínum og var óþekkjan- legur í leiknum. Brenton var líka ánægður með hvernig gekk að eiga við nýja manninn í Keflavíkurliðinu, Tony Harris. „Við spiluðum góða vörn á hann og gerðum honum erfitt fyrir að fá sín skot,“ sagði Brent- on um Harris sem var með 15 stig en hitti aðeins úr 1 af 6 þriggja stiga skotum. Það má segja að Sebastian Hermanier hafi stolið af honum sviðsljósinu en Her- manier var langbesti maður Keflavíkurliðsins með 32 stig og 11 fráköst. Auk Brentons voru þeir jeb Ivey (15 stig, 5 stosðendingar), Igor Beljanski (13 stig, 8 fráköst) og Friðrik Stefánsson (12 stig, 11 fráköst, 4 stosðendingar) allir traustir og ungu strákarnir, Guð- mundur Jónsson og Jóhann þór Ólafsson, skiluðu báðir 9 stigum, frábærri vörn og miklum baráttu- anda til liðsins. Njarðvíkingar unnu 13 stiga útisigur á nágrönnum sínum í Keflavík í gær og end- urheimtu toppsætið. Tony Harris skoraði 15 stig í sínum fyrsta leik fyrir Keflavík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.