Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 82
 Juninho Pernambucano, miðjumaður franska liðsins Lyon, kom fram með þá samsæriskenn- ingu að markvisst væri unnið gegn frönsku liðunum í Evrópu- keppninni. Juninho var ekki sáttur við enska dómarann Mike Riley, sem dæmdi markalausan leik Roma og Lyon í Róm. Sólar- hring áður varð allt vitlaust þegar Ryan Giggs tryggði Manchester United 1-0 sigur á Lille með því að taka aukaspyrnu áður en Lille- menn voru tilbúnir. „Ég varð fyrir miklum von- brigðum með dómarana í leiknum hjá Lille og eftir leikinn okkar sá ég að frönsk lið fá enga virðingu í Evrópukeppninni. Frönsk lið fá bara ekki sömu meðhöndlun og liðin frá Englandi, Spáni eða Ítalíu,“ sagði Brasilíumaðurinn. Juninho var ekki hættur því hann sakaði einnig Philippe Mexes hjá Roma um að reyna viljandi að meiða sig á lokakafla leiksins. Frönsk lið fá enga virðingu Michael Jordan er einn af eigendum NBA-liðsins Charlotte Bobcats og hann gaf það út á dögunum að hann ætlaði að eyða því sem til þyrfti til þess að fá sterka leikmenn til liðsins. Jordan sendi ársmiðahöfum bréf þar sem hann fór yfir framtíðarplönin. Charlotte hefur aðeins unnið 19 af 51 leik í vetur og er í 12. sæti af 15 liðum í austurdeildinni. „Ef þið þekkið mig þá vitið þið að ég þoli ekki að tapa. Það er ætlun okkar að eyða þeim pening sem þarf til að fá réttu leikmenn- ina til okkar. Við ætlum að bæta við okkur góðum mönnum í nýliðavalinu og næla okkur síðan í leikmenn með lausa samninga,“ sagði Jordan í bréfinu en eins og er borgar Bobcats lægstu launin í deildinni. Það gæti breyst fyrr en varir. Jordan ætlar að eyða í Bobcats KR-ingar léku síðasta leik sinn á æfingamótinu á La Manga gegn Noregsmeisturum Rosen- borgar í gær og urðu að sætta sig við 0-1 tap í góðum leik. Sigur- markið kom strax á þriðju mínútu en eftir erfiðar upphafsmínútur sótti vesturbæjarliðið í sig veðrið og var nokkrum sinnum nálægt því að jafna leikinn. „Þetta var þrusugóður leikur hjá okkur. Við vorum bara óheppn- ir, fáum á okkur klaufalegt mark í upphafi leiks, fáum ekki dæmt víti sem við áttum að fá og nýtum svo ekki algjört dauðafæri í lokin,“ sagði Teitur Þórðarson, þjálfari KR, eftir leik en hann sagði liðið hafa verið að spila eins vel og í 4-0 sigrinum á Brann. „Ég er ofboðslega ánægður með mótið því við erum búnir að standa okkur svakalega vel. Í fyrra mættum við liðunum sem voru í sætum 5 til 8 en nú vorum við að spila við fjögur efstu liðin. Fyrsti leikurinn var mjög góður þar sem við töpum 1-0 fyrir Våler- enga, sem er eitt besta liðið í Nor- egi. Síðan kemur leikurinn við Lilleström þar sem úrslitin eru miklu verri en leikurinn. Við vinn- um síðan Brann 4-0 og töpum síðan naumt á móti Rosenborg. Það er mjög gott,“ sagði Teitur og það besta við ferðina er að hún þjapp- aði saman liðinu fyrir átök sum- arsins. „Þessi ferð skilar okkur miklu. Liðið er að standa sig gífurlega vel og þetta hefur verið frábær ferð til að keyra saman mannskapinn. Ég er sáttur við mjög margt en sérstaklega með móralinn og bar- áttuviljann í liðinu í síðustu tveim- ur leikjum. Þeir eiga hrós skilið fyrir það strákarnir,“ segir Teitur, sem segir KR-liðið í betra formi en norsku liðin. „Við erum að spila þrælvel og höfum verið að taka þessi lið á úthaldinu. Við höfum lent í smá basli með tempóið í byrjun leikj- anna en þegar hraðinn minnkar tökum við nánast yfir leikina. Það þýðir bara að við erum í góðu formi og erum með góða grunn- þjálfun,“ sagði Teitur, sem er athyglisvert ekki síst þar sem það er styttra í mót hjá norsku liðun- um auk þess að þar fara atvinnu- menn sem gera ekkert annað en að æfa fótbolta. KR-ingar koma heim til Íslands seint annað kvöld og spila sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum viku síðar. Sá leikur er gegn Þrótti í Egilshöllinni sunnudaginn 4. mars. Teitur Þórðarson, þjálfari KR, var ánægður með frammistöðu liðsins á æfinga- mótinu á La Manga en KR tapaði 0-1 fyrir Rosenborg í lokaleiknum í gær. GRÆJUDAGAR Í HÁTÆKNI Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.isTilboðum skolað niður með Coca-Cola Opnunartími þessa helgi 11 - 18 • Flatsjónvörp með allt að 30% afslætti • Magnarar með allt að 50% afslætti • Nokia farsímar með allt að 40% afslætti Tilboð á öllum vörum Aðeins um helgina P IP A R • S ÍA • 7 0 3 5 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.