Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.02.2007, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 25.02.2007, Qupperneq 6
Alþjóðlega matsfyrirtæk- ið Moody´s hefur hækkað lang- tímalánshæfiseinkunn allra ís- lensku viðskiptabankanna í Aaa úr A1 eða A2. Þetta er hæsta einkunn Moody´s fyrir langtímaskuldbind- ingar. Skammtímaeinkunn íslensku bankanna (P-1) stendur óbreytt. Bankarnir bera því sömu ein- kunn og fimm aðrir norrænir bankar, þar á meðal Nordea, stærsta fjármálafyrirtæki Norð- urlanda, og Danske Bank. Athygli vekur að stóru sænsku bankarnir, SEB, Svenska Handelsbanken og Swedbank, eru færðir niður á við og bera því lægri einkunn en Glitn- ir, Landsbankinn og Kaupþing þessa stundina. „Það er eftirtektarvert hvað Moody´s metur langtímabréf íslensku bankanna hátt í alþjóðleg- um samanburði, þ.e. í hæsta flokki,“ segir Halldór J. Kristjáns- son, bankastjóri Landsbankans. „Í tilviki Landsbankans er lánshæfis- matið á okkar langtímaskuldbind- ingum að hækka um fimm flokka úr A2 í Aaa.“ Hækkunin skýrist meðal annars af breyttri aðferða- fræði matsfyrirtækisins. Það kemur nú bönkunum til góða hversu mikilvægir þeir eru í íslensku efnahagskerfi í heild sinni og hvaða þýðingu þeir hafa í greiðslumiðlunarkerfi landsins. Moody´s lítur meðal annars á það sem styrk fyrir íslensku bankana að þeir skuli vera staðsettir í ríki þar sem seðlabanki fari með prent- unarvald, það er eigin mynt. Varðandi Landsbankann er Moody´s að breyta horfum varð- andi mat á fjárhagslegum styrk úr neikvæðum í stöðugan sem er mik- ilvægt, sérstaklega í ljósi þess að mat á fjárhagslegum styrk nokk- urra stærri norrænna banka, til dæmis Danske Bank, SEB og Svenska Handelsbanken, lækkar við þessa breytingu nú. Halldór telur að þetta sé jákvætt mat á þeim margvíslegu aðgerðum sem bankinn réðist í á síðasta ári með því að minnka markaðsáhættu og styrkja fjármögnun bankans með stóraukinni töku alþjóðlegra inn- lána. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir tíðindin ánægjuleg og til þess fallin að bankarnir nái til breiðari kaupendahóps á skulda- bréfum sínum en nú sé heimilt að kaupa slík bréf. „Þetta mun líklega leiða til eitthvað betri kjara. Það er jafnframt ljóst að breytingin er ekki vegna breytinga á bankanum heldur er um að ræða breytingu á aðferðafræði Moody‘s. Glitnir er sá sami í dag og bankinn var á föstudag.“ Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings, tekur í sama streng og segir tíðindin ánægju- leg. „Enda þótt of snemmt sé að segja til um áhrifin þá ætti þetta að styðja við reksturinn til fram- tíðar.“ Hann segir þróun á álagi skuldabréfa bankanna hafa verið jákvæða að undanförnu og býst við að nýtt mat muni hafa enn jákvæðari áhrif. Íslensku bankarnir fá hæstu einkunn Langtímaskuldbindingar viðskiptabankanna bera nú hæstu einkunn í fyrsta skipti. Moody ś telur styrkleikamerki að vera í landi þar sem Seðlabankinn er með sömu mynt. Stórir norrænir bankar lækka í mati á fjárhagslegum styrk. Skólamálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur Launanefnd sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands til að hefja undirbúningsvinnu og samstarf í kjaraviðræðum. Nefndin telur að drög að aðgerðar- áætlun frá fulltrúum kennara og sveitarfélaga skapi mun meiri líkur á að sátt náist um kjör og skólastarf. Drögin fela meðal annars í sér að teknar verða saman nákvæmar upplýsingar um kjör kennara. Upplýsingarnar verða því næst bornar saman við tekjur sambæri- legra stétta og gildandi kjarasamn- ingur kennara metinn út frá því. Kjör kennara verði athuguð Búnaður sem segir til um hvort eldisþorskur er kynþroska hefur verið hannaður að undirlagi Matvælarannsókna Íslands, MATÍS, í samvinnu við samstarfs- aðila. Búnaðurinn einfaldar umsjón með eldisfiski og stuðlar að hagræðingu. Þorleifur Ágústsson, verkefnastjóri hjá Matís, segir að verkefnið snúist um þorskeldi en einnig sé hægt að yfirfæra þessa aðferð yfir á laxeldi. Búnaðurinn er talinn leiða til einföldunar eldis. Nemur kyn- þroska fiska Félag vélstjóra og málm- tæknimanna leggur áherslu á að álver Alcan í Straumsvík verði stækkað. Þetta kom fram í ályktun fundar félagsins sem haldinn var í gær. Í ályktun fundarmanna var bent á að eftirspurn eftir áli væri mikil og að hér á landi sé hægt að framleiða það með umhverfis- vænni hætti en annars staðar í heiminum. Í ályktuninni kemur einnig fram að við stækkun myndu fjölmörg störf skapast og tekjur Hafnarfjarðar myndu aukast verulega. Minnt var á að mikilvægt sé að ekki verði hafist handa við stækkun fyrr en efnahagslegur stöðugleiki næðist á landinu. Vilja stækka ál- verið í Straumsvík Ólögleg notkun á háalofti heimilis fyrir fatlaða er talin ástæða stærsta eldsvoða í sögu Lettlands. Tuttugu og fimm urðu eldinum að bráð. Húsið stóðst opinbera skoðun á síðasta ári en þá stóð háaloftið tómt. Síðan þá virðist rýmið hafa verið tekið í notkun án þess að viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar. Miklir kuldar hafa verið í Lettlandi og líklegt þykir að kviknað hafi í út frá hitablásara á háaloftinu. Sígarettuglóð þykir einnig líkleg orsök en vistmenn voru tregir til að fara út að reykja vegna kuldans. Upptök rakin til háaloftsins , Kraftaverki þykir lík- ast að ekki hafi farið verr þegar hraðlest fór af sporinu á Norður- Englandi í gær. Einn farþegi lést og fimm slösuðust alvarlega. Lestin, sem var á leið til Glasg- ow í Skotlandi, fór út af á um 150 km hraða, að öllum líkindum vegna bilaðs skiptibúnaðar á lest- arteinunum. Mikil rigning var og áttu björgunarsveitarmenn í nokkrum vandræðum með að komast að slysstað vegna aur- bleytu. Þegar þeir loksins komust á slysstað voru bændur á svæðinu þegar teknir að hlúa að slösuðum. Lestin er í eigu Virgin og sagði eigandi félagsins, Sir Richard Branson, að þakka mætti nýrri og sterkbyggðri lestinni, sem og snarræði lestarstjórans, að ekki fór verr. Einn lést og fimm slösuðust Ætlar þú að kjósa í alþingis- kosningunum í vor? Eiga samkeppnisyfirvöld að rannsaka Reiknistofu bank- anna? Samfylkingin mun beita sér fyrir því að loknum kosningum að viðræður verði hafnar á milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins um að stytta virka vinnutíma í áföngum og auðvelda þannig vinn- andi fólki að samræma atvinnuþátttöku og fjölskyldu- ábyrgð. Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns flokks- ins, á ársþingi kvennahreyfingar Samfylkingarinnar í gær, sem bar yfirskriftina Konur í baráttuhug. „Mæður sem eru plagaðar af þreytu, streitu og samviskubiti eru ekki það sem börnin okkar þurfa,“ sagði hún. Ingibjörg sagði Samfylkinguna ætla að samþætta jafnréttissjónarmið allri stefnumótun stjórnvalda, og að skýr vilji í æðstu stjórn ríkisins, forsætisráðu- neytinu, sé forsenda þess að það verði að veruleika. Þá sagði hún flokkinn ætla að endurskoða refsilög- gjöfina að því er lýtur að kynbundnu ofbeldi, svo sem kynferðislegu ofbeldi, vændi og heimilisofbeldi, í þeim tilgangi að veita brotaþola viðunandi vernd. Flokkurinn hyggst einnig setja sér skýr mælanleg markmið um árangurinn sem hann vill sjá, og stefnir á að minnka óútskýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu um helming á fjórum árum. Þá ætlar Samfylk- ingin að sjá til þess að til staðar sé fjármagn til að sinna málaflokknum. Segir vinnutímann of langan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.